Sérfræðiþjónusta skóla

Málsnúmer 1008145

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 183. fundur - 14.09.2010

Lagt fram til kynningar bréf frá Jónínu Magnúsdóttur, skólastjóra og Soffíu Eggertsdóttur, deildarstjóra sérkennslu dagsett 30.08.2010.

Í bréfinu er fjallað um sérfræðiþjónustu fyrir grunnskóla bæjarfélagsins. Skorað er á bæjarráð að taka málið til alvarlegrar athugunar svo börnin fái þjónustu sem þau þarfnast og eiga rétt á.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir samningi sem búið er að gera og þeim úrræðum sem unnið er að. Fundur var í fræðslunefnd í gær og lagði bæjarstjóri fram fundargerð nefndarinnar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla skólastjórnendur og fræðslu- og menningarfulltrúa til fundar og leggja tillögu í framhaldi fyrir bæjarráð.