Hafnarbryggja Siglufirði - þekjutjón

Málsnúmer 1009059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 183. fundur - 14.09.2010

Í sumar þegar verið var að hefja löndun úr rækjuskipi sem lá við austurkant Hafnarbryggju gaf þekjan sig við útkant bryggjunnar þegar kranabíll setti niður jafnvægisfót. Þekjan gaf sig á u.þ.b. 15 metra kafla. Við nánari athugun sást að gat er komið á þilið.

Um er að ræða fjárfreka framkvæmd sem verður hinsvegar að ráðast í að mati hafnarstjóra.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í viðgerðir á þessu fjárhagsári en óskar eftir áætluðum kostnaði við lagfæringarnar og hvaða fjármagn þarf að bæta við núverandi fjárheimildir er snúa að viðhaldi hafnarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 185. fundur - 28.09.2010

Með tilvísun í samþykkt bæjarráðs frá 183. fundi var lögð fram kostnaðaráætlun vegna bráðabirgðaviðgerðar á þekju á Hafnarbryggjunni á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010, breytingu á viðhaldslið hafnarinnar að upphæð kr. 750 þúsund.