Bæjarráð Fjallabyggðar

165. fundur 08. apríl 2010 kl. 10:00 - 12:15 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir formaður
  • Bæjarráð varaformaður
  • Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðalmaður
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundarmenn fóru í vettvangsferð með skipulags- og byggingarfulltrúa til að skoða framkvæmdir á sundlaugarsvæði í Ólafsfirði. Farið var yfir teikningar ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvar og rætt við verktaka.

1.Framkvæmdir á sundlaugarsvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 1004019Vakta málsnúmer

Að lokinni vettvangsferð fundaði skipulags- og byggingarfulltrúi með bæjarráði, þar sem farið var nánar yfir framkvæmdastöðu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi, útreikninga vegna breytinga á framkvæmdinni.

Bæjarráð samþykkir stækkun lendingarlaugar á móti því að sleppa sporöskjulaug með bunusteini, að því gefnu að það hafi ekki aukakostnað í för með sér.

2.Umsókn um styrk vegna útgáfu á ævisögu sr. Bjarna Þorsteinssonar

Málsnúmer 1004018Vakta málsnúmer

Í tilefni af 150 ára afmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar hefur Þjóðlagasetrið á Siglufirði ákveðið að láta skrifa ævisögu hans.

Kostnaður við handrit bókarinnar er áætlaður kr. 13.000.000.

Sótt er um kr. 3.000.000 í styrk frá Fjallabyggð á þremur árum vegna útgáfunnar, þ.e. kr. 1.000.000 á ári frá 2011- 2013.
Afgreiðslu frestað.

3.Beiðni um fjármagn til að kosta rútuferð safnadaginn 1. maí 2010

Málsnúmer 1003171Vakta málsnúmer

Í erindi fræðslu- og menningarfulltrúa er óskað eftir viðbótarfjármagni til að fjármagna verkefni í samvinnu við Dalvíkurbyggð í tengslum við safnadaginn á Eyjafjarðarsvæðinu 1. maí n.k.
Bæjarráð hafnar beiðni.

4.Íslandsmót Garpa í sundi 2010

Málsnúmer 1003155Vakta málsnúmer

Sundsamband Íslands heldur Íslandsmót Garpa 30. apríl og 1. maí í sundlauginni á Siglufirði, sem er eina 25 metra innilaug utan stór Reykjavíkursvæðisins.  Í erindi sviðsstjóra móta- og dómaramála SSÍ er óskað eftir nánari skoðun á leiguverði vegna mótahalds.
Frístundanefnd hefur samþykkt að leigan verði með sambærilegum hætti og þegar mótið var haldið 2005 á Siglufirði.
Bæjarráð staðfestir fyrri ákvörðun frístundanefndar og fagnar því að þetta mót skuli vera haldið í Fjallabyggð.

5.Ósk um styrk vegna fyrirhugaðrar lokunar starfsstöðvar SÁÁ á Akureyri

Málsnúmer 1003151Vakta málsnúmer

SÁÁ hefur boðað að lokað verði starfsstöð félagsins á Akureyri í maí nk.

Fulltrúar SÁÁ hafa lýst yfir vilja til að endurskoða sína ákvörðun ef styrkur fengist fyrir launum og launatengdum gjöldum starfsmanns SÁÁ á Akureyri á þessu ári sem áætlaður er 6,8 m.kr.
Akureyrarbær er tilbúinn til að leggja fram 50% af þessari fjárhæð og í þessu erindi vill Akureyrarbær leita eftir því við sveitarfélög og félagssamtök að þau sameinuðust um að greiða 50% launanna eða samtals ca. 3,4 m.kr. á þessu ári til SÁÁ.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu miðað við þær forsendur sem fram eru komnar.

6.Ósk um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, 452. mál

Málsnúmer 1003136Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði er beiðni frá Samgöngunefnd Alþingis um umsögn vegna frumvarps til laga um sveitarstjórnarlög (skil á fjármálaupplýsingum), 452. mál.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:http://www.althingi.is/altext/138/s/0779.html
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

7.Skíðagöngubraut Skíðafélags Ólafsfjarðar - uppbygging Bárubrautar

Málsnúmer 1003129Vakta málsnúmer

Í erindi Skíðafélags Ólafsfjarðar er óskað eftir því að bæjaryfirvöld leggi fram áætlun um það hvernig sveitarfélagið ætlar að standa að uppbyggingu skíðagöngubrautarinnar þannig að hægt verði að byggja upp íþróttastarf í takt við það.
Einnig liggur fyrir minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Á grundvelli viðræðna sem áttu sér stað og voru teknar fyrir í bæjarráði 2009, samþykkir bæjarráð uppbyggingarstyrk að upphæð 800 þús., sem færð verði af fjárfestingarlið 31-76. 
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Skíðafélag Ólafsfjarðar á grundvelli samningsdraga frá 2009.
Bæjarráð óskar félaginu og iðkendum til hamingju með góðan árangur á Íslandsmótum.

8.Ráðningarsamningur skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1004015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Jónína Magnúsdóttir af fundi.

Fyrir bæjarráði liggja drög að ráðningarsamningi við skólastjóra ásamt viðaukasamkomulagi.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samning ásamt samkomulagi.

9.Ráðningarsamningur leikskólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1004014Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Jónína Magnúsdóttir af fundi.
Fyrir bæjarráði liggja drög að ráðningarsamningi við skólastjóra ásamt viðaukasamkomulagi.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samning ásamt samkomulagi.

10.Ráðningarsamningur skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1004016Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Jónína Magnúsdóttir af fundi.
Fyrir bæjarráði liggja drög að ráðningarsamningi við skólastjóra ásamt viðaukasamkomulagi.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samning ásamt samkomulagi.

11.Framlög til stjórnmálasamtaka 2010

Málsnúmer 1003184Vakta málsnúmer

5. mars 2009 samþykkti bæjarráð samþykktir á grundvelli laga nr. 162 frá 2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra, að framlag vegna 2009 yrði kr. 360.000 og úthlutun verði í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna.


Gerð er tillaga til bæjarráðs um sömu upphæð sem færist af fárhagsáætlunarlið 21-11 og komi til greiðslu í apríl 2010.

Skipting framlags
B listi - 321 - 22,06% - 79.416
D listi - 623 - 42,82% - 154.152
H listi - 511 - 35,12% - 126.432
Samtals 1455 - 100% - 360.000

 

Bæjarráð samþykkir tillögu.

12.Viðhaldsátak í þágu aukinnar atvinnusköpunar

Málsnúmer 1003163Vakta málsnúmer

Til kynningar erindi frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðhaldsátak ríkisins í þágu aukinnar atvinnusköpunar.

Á síðasta fundi Jónsmessunefndar, sem er samráðsvettvangur ríkis og sveitarfélaga, greindi fulltrúi ríkisins frá því að í undirbúningi væri á vegum þess að ýta úr vör og styðja við sérstakt átak til viðhalds og endurbóta á húsnæði í opinberri eigu, eða húsnæðis sem nýtt er í opinberum tilgangi, bæði hjá ríki og sveitarfélögum.
Rætt var um þörf sveitarfélaga fyrir slíkan stuðning og samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga um aðkomu að þessu verkefni, ekki síst varðandi það að afla upplýsinga um áform sveitarfélaga varðandi viðhald á húsnæði í þeirra eigu.
 Þetta átak gagnvart sveitarfélögunum byggist á því að um viðbótarviðhaldsverkefni sé að ræða m.v. áður samþykkt verkefni skv. fjárhagsáætlunum.
Á grundvelli framangreinds óskar undirritaður eftir að sveitarfélög, sem áhuga hafa á að taka einhvern þátt í þessu átaki og telja sig hafa til þess fjárhagslegar forsendur,  sendi hag- og upplýsingasviði sambandsins í netfangið johannes@samband.is upplýsingar um hvert og eitt verkefni, áætlaðan framkvæmdatíma þess (upphaf og endi) og áætlaðan heildarkostnað hvers verkefnis, með virðisaukaskatti, þar sem vinnuliðurinn er sérgreindur.
 
Bæjarráð samþykkir að óska eftir tillögum frá skipulags- og byggingarfulltrúa.

13.Fyrirspurn um snjómokstur um páskana

Málsnúmer 1004024Vakta málsnúmer

Hermann Einarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

Undirritaður óskar eftir sundurliðun á kostnaði vegna snjómoksturs um síðastliðnu páska.

 

  1. Hvaða daga var mokað og hversu lengi?
  2. Skiptingu niður á verktaka og eigin tæki?
  3. Skiptingu niður á bæjarhluta?
  4. Hversu mikið hefur verið mokað á árinu vegna samnings við Vegagerð í hvorum bæjarhluta fyrir sig?

Einnig óska ég eftir svörum hversvegna sumar götur eru mokaðar niður í malbik meðan aðrar götur hafa ekkert verið mokaðar og eru nánast ófærar nefni ég í þessu tilfelli Hólaveg á Siglufirði. 

Hermann Einarsson

bæjarfulltrúi

14.Uppsögn samnings um vatnstöku

Málsnúmer 1003133Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppsögn Haforku ehf. á samningi við sveitarfélagið um vatnstöku úr landi Burstabrekku.

15.Launayfirlit janúar - mars 2010

Málsnúmer 1004013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrstu þrjá mánuði ársins.

16.Fundargerð 211.fundar Stjórnar Eyþings frá 4. mars 2010

Málsnúmer 1003152Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:15.