Umsókn um styrk vegna útgáfu á ævisögu sr. Bjarna Þorsteinssonar

Málsnúmer 1004018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 165. fundur - 08.04.2010

Í tilefni af 150 ára afmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar hefur Þjóðlagasetrið á Siglufirði ákveðið að láta skrifa ævisögu hans.

Kostnaður við handrit bókarinnar er áætlaður kr. 13.000.000.

Sótt er um kr. 3.000.000 í styrk frá Fjallabyggð á þremur árum vegna útgáfunnar, þ.e. kr. 1.000.000 á ári frá 2011- 2013.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 167. fundur - 16.04.2010

Tekið fyrir erindi sem frestað var á 165. fundi bæjarráðs.

Í tilefni að 150 ára afmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar hefur Þjóðlagasetrið á Siglufirði ákveðið að láta skrifa ævisögu hans.
Kostnaður við handrit bókarinnar er áætlaður kr. 13.000.000.
Sótt er um kr. 3.000.000 í styrk frá Fjallabyggð á þremur árum vegna útgáfunnar, þ.e. kr. 1.000.000 á ári frá 2011- 2013.
Bæjarráð samþykkir að veitt verði kr 500 þúsund næstu þrjú árin 2011 til 2013.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 181. fundur - 24.08.2010

Í erindi forsvarsmanns Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar eru Fjallabyggð færðar bestu þakkir fyrir væntanlegan styrk til útgáfu á ævisögu sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Jafnframt er kannað hvort hægt sé að fá styrkinn vegna bókaútgáfunnar, greiddan í einu lagi.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2011.