Fyrirspurn um snjómokstur um páskana

Málsnúmer 1004024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 165. fundur - 08.04.2010

Hermann Einarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

Undirritaður óskar eftir sundurliðun á kostnaði vegna snjómoksturs um síðastliðnu páska.

 

  1. Hvaða daga var mokað og hversu lengi?
  2. Skiptingu niður á verktaka og eigin tæki?
  3. Skiptingu niður á bæjarhluta?
  4. Hversu mikið hefur verið mokað á árinu vegna samnings við Vegagerð í hvorum bæjarhluta fyrir sig?

Einnig óska ég eftir svörum hversvegna sumar götur eru mokaðar niður í malbik meðan aðrar götur hafa ekkert verið mokaðar og eru nánast ófærar nefni ég í þessu tilfelli Hólaveg á Siglufirði. 

Hermann Einarsson

bæjarfulltrúi

Bæjarráð Fjallabyggðar - 167. fundur - 16.04.2010

Í svari við fyrirspurn bæjarfulltrúa Hermanns Einarssonar kemur m.a. fram að tímafjöldi er 64,5 og moksturskostnaður 619 þúsund.

Hvaða daga var mokað og hversu lengi?
1. Skiptingu niður á verktaka og eigin tæki?
2. Skiptingu niður á bæjarhluta?
3. Hversu mikið hefur verið mokað vegna samnings við Vegagerð í hvorum bæjarhluta fyrir sig?

Einnig óska ég eftir svörum hversvegna sumar götur eru mokaðar niður í malbik meðan aðrar götur hafa ekkert verið mokaðar og eru nánast ófærar nefni ég í þessu tilfelli Hólaveg á Siglufirði.
Hermann Einarsson
Bæjarfulltrúi
 
Mokstur á Ólafsfirði, páskar 2010
Laugardaginn 3. apríl.
Vinnustundir á gröfu, 7 klst. kr. 43.918
Vinnustundir á traktor, 7 klst. kr. 42.301
Aðkeypt vinna Árni Helgason ehf 4,5 klst. kr. 59.841
Sveitin var mokuð á laugardag og lokið á Páskadag.
Ekki liggja fyrir reikningar frá Vegagerðinni varðandi helmingamokstur fyrir árið 2010.
Samtals mokstur í Ólafsfirði kr. 146.060.

Mokstur á Siglufirði, páskar 2010
Laugardagur 3. apríl snjómokstur eigið tæki, 12 klst. kr. 132.552
Laugardagur 3. apríl snjómokstur Sölvi Sölva, 6 klst. kr. 42.732
Sunnudagur 4. apríl páskadagur snjómokstur eigið tæki, 10 klst. kr. 111.050.
Mánudagur 5. apríl annar í páskum snjómokstur eigið tæki, 15 klst. kr. 165.690.
Mánudagur 5. apríl annar í páskum snjómokstur Sölvi Sölva, 3 klst. kr. 21.366.
Samtals mokstur í Siglufirði kr. 473.137.

Samtals kostnaður vegna moksturs í Fjallabyggð um páskana 2010 64,5 klst.
kr. 619.197  

Snjómokstur vegna samnings við vegagerð.
Tíma fjöldi vegna snjómoksturs á götum vegagerðar í þéttbýli hefur aldrei verið
skráðir sérstaklega, en tímar vegna snjómoksturs á vegi að skíðasvæði
frá áramótum eru 26 klst. á tæki Fjallabyggðar.
 
Hversvegna  sumar götur eru mokaðar meira en aðrar.
Snjómokstur fer fram eftir reglum sem samþykktar voru í jan 2007 og þær er hægt að nálgast á vef Fjallabyggðar.

Laugardaginn 3. apríl  voru allar götur á Siglufirði, sem eru merktar rauðar mokaðar og stungið var í gegnum nær allar grænu göturnar  þar með talið Hólaveg og flestar gulu en þó ekki allar.
Á páskadag og annan í páskum var á Siglufirði að mestu  mokaðar rauðar götur en þó eitthvað af  grænu og gulu, þar var engin gata alveg ófær en það var þæfingur og þungfært um sumar, það kemur til af því að það var verið að takmarka notkun á leigutækjum, og keyra sem mest á eigin tæki.