Skíðagöngubraut Skíðafélags Ólafsfjarðar - uppbygging Bárubrautar

Málsnúmer 1003129

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 165. fundur - 08.04.2010

Í erindi Skíðafélags Ólafsfjarðar er óskað eftir því að bæjaryfirvöld leggi fram áætlun um það hvernig sveitarfélagið ætlar að standa að uppbyggingu skíðagöngubrautarinnar þannig að hægt verði að byggja upp íþróttastarf í takt við það.
Einnig liggur fyrir minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Á grundvelli viðræðna sem áttu sér stað og voru teknar fyrir í bæjarráði 2009, samþykkir bæjarráð uppbyggingarstyrk að upphæð 800 þús., sem færð verði af fjárfestingarlið 31-76. 
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Skíðafélag Ólafsfjarðar á grundvelli samningsdraga frá 2009.
Bæjarráð óskar félaginu og iðkendum til hamingju með góðan árangur á Íslandsmótum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 169. fundur - 06.05.2010

165. fundur bæjarráðs fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Skíðafélag Ólafsfjarðar á grundvelli samningsdraga frá 2009.

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi til fimm ára samtals að upphæð kr. 4 milljónir.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.