Íslandsmót Garpa í sundi 2010

Málsnúmer 1003155

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 165. fundur - 08.04.2010

Sundsamband Íslands heldur Íslandsmót Garpa 30. apríl og 1. maí í sundlauginni á Siglufirði, sem er eina 25 metra innilaug utan stór Reykjavíkursvæðisins.  Í erindi sviðsstjóra móta- og dómaramála SSÍ er óskað eftir nánari skoðun á leiguverði vegna mótahalds.
Frístundanefnd hefur samþykkt að leigan verði með sambærilegum hætti og þegar mótið var haldið 2005 á Siglufirði.
Bæjarráð staðfestir fyrri ákvörðun frístundanefndar og fagnar því að þetta mót skuli vera haldið í Fjallabyggð.