Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1010148

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 189. fundur - 02.11.2010

Bæjarstjóri lagði fram til kynningar og útskýrði greinargerð vegna fjárhagsáætlunar 2011.
Bæjarráð samþykkir framsettar forsendur og felur bæjarstjóra að vinna áfram í útgjaldaramma áætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 190. fundur - 09.11.2010

Rætt um útgjaldaramma fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja fram tillögur á næsta fundi.  Í framhaldi koma tillögur til umfjöllunar í nefndum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 191. fundur - 16.11.2010

Lögð fram tillaga að ramma fyrir fjárhagsáætlun  2011.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til umfjöllunar í fagnefndum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 192. fundur - 23.11.2010

a) Ákvörðun útsvarshlutfalls 2011.

Í rafpósti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 23. nóv. eru sveitarstjórnir minntar á að skv. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga ber þeim að ákveða fyrir 1. desember nk. hvert álagningarhlutfall útsvars skal lagt á tekjur manna á næsta ári. Ákvörðun þessa skal jafnframt tilkynna fjármálaráðuneytinu fyrir 15. desember.

1. janúar 2011 er fyrirhugað að þjónusta við fatlaða verði verkefni sveitarfélaga. Liður í þeirri verkefnatilfærslu er breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og lögum um tekjuskatt sem fela í sér að hámarksútsvar hækkar um 1,20 prósentustig og almennt tekjuskattshlutfall lækkar jafn mikið.

Að höfðu samráði við ráðuneyti sveitarstjórnarmála telur sambandið rétt að beina því til sveitarstjórna að þær ákveði útsvarshlutfall næsta árs í samræmi við 24. gr. tekjustofnalaga með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga.

Bæjarráð samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.
b) Framkvæmdir næsta árs.
Lagðar fram upplýsingar um hugmynd að framkvæmdum næsta árs, unnið af tæknideild.
Lagðar fram teikningar af gatnagerð og fráveitu fyrir Hólkot.

Lagðar fram teikningar af gatnagerð og fráveitu fyrir Saurbæjarás.

Lagðar fram teikningar af gatnagerð og fráveitu fyrir Snorragötu.
Fráveituframkvæmdir á Siglufirði.
Hugmyndir að gatnagerð á Eyrarflöt.
Hugmyndir að gatnagerð á Flæðum.
Meirihluti og minnihluti munu koma með mótaðar tillögur í fjárfestingum á næsta fund bæjarráðs.


Bæjarráð Fjallabyggðar - 193. fundur - 30.11.2010

Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdakafla áætlunar 2011 og hvatti bæjarfulltrúa til að koma hugmyndum sínum á framfæri.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 194. fundur - 07.12.2010

Farið yfir tillögur nefnda að fjárhagsáætlun 2011.
Bæjarráð þakkar nefndum og starfmönnum sveitarfélagsins fyrir mikla vinnu að framkomnum tillögum.
Ákveðið að boða til bæjarráðsfundar n.k. mánudag, til lokaumfjöllunar fyrir fyrri umræðu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 195. fundur - 13.12.2010

Farið yfir greinargerðir með starfsáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2011 og styrkumsóknir.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 57. fundur - 15.12.2010

Bæjarstjóri fylgdi frumvarpi að fjárhagsáætlun úr hlaði og gerði grein fyrir forsendum og niðurstöðum áætlunarinnar.
Jafnframt þakkaði hann starfsmönnum og nefndarfólki fyrir mikla vinnu að gerð þessarar áætlunar.

Heildartekjur eru 1.551 milljónir kr. og þar af eru skatttekjur og framlag Jöfnunarsjóðs 1.049 milljónir kr. eða sem nemur 68%. Skatttekjur og framlag Jöfnunarsjóðs lækka um 68 mkr. frá árinu 2010 m.v. endurskoðaða áætlun. Skýrist það helst af lækkun á framlagi Jöfnunarsjóðs.

Heildarútgjöld sveitarfélagsins eru 1.503 mkr. án fjármagnsliða. Þar af er launakostnaður 846 mkr. eða 56%.
Fjármagnsgjöld eru hærri en fjármunatekjur sem nemur 34 mkr. og er rekstrarniðurstaða jákvæð að fjárhæð 14 mkr. samanborið við  35 mkr. neikvæða niðurstöðu samkvæmt endurskoðaðri áætlun 2010.
Veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna er áætlað 167 mkr.
Handbært fé í árslok 2011 er áætlað 158 mkr.
Gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu fyrir 20 mkr.

Hinsvegar mun sveitarfélagið greiða niður skuldir um 85 mkr.

Rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2011 vegna A hluta sveitarsjóðs er jákvæð upp á 40 mkr.

Efnahagslægðin sem sveitarfélög á Íslandi eru nú að fást við mun haldast óbreytt næsta árið og er sú skoðun ríkjandi að kjörtímabilið verði erfitt í rekstri þeirra þegar á heildina er litið.

 

Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Ólafur H. Marteinsson, Ingvar Erlingsson, Halldóra S. Björgvinsson og Helga Helgadóttir.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 til síðari umræðu í bæjarstjórn 22. desember.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 196. fundur - 20.12.2010

Farið yfir breytingar við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð samþykkir að fela frístunda- og fræðslunefnd að útfæra og skipuleggja upptöku frístundakorts hjá sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir óbreytt rekstrarframlag til golfklúbbanna vegna 2011.
Bæjarráð samþykkir að skipa þriggja manna nefnd til að koma með tillögur um framtíðarfyrirkomulag rekstrar og uppbyggingar golfvalla í sveitarfélaginu. Nefndina skipa Sigurður Valur Ásbjarnarson, Ólafur H. Marteinsson og Bjarkey Gunnarsdóttir. Boðað verði til fundar með forsvarsmönnum golfklúbbanna strax í janúar.

Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum að gjaldfrjáls leikskóli fyrir fimm ára börn miðist við sex tíma á dag.  Helga Helgadóttir sat hjá.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu með áorðnum breytingum að fjárhagsáætlun 2011 til síðari umræðu í bæjarstjórn 22. janúar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 58. fundur - 22.12.2010

Bæjarstjóri gerði grein fyrir forsendum og niðurstöðu áætlunarinnar.
Þakkaði hann starfsmönnum og nefndarfólki fyrir mikla vinnu að gerð þessarar áætlunar.

Heildartekjur eru áætlaðar 1.616 m.kr. og þar af eru skatttekjur 885 m.kr. sem eru 54% af tekjum og framlag Jöfnunarsjóðs 230 m.kr. eða sem nemur 14% af tekjum.

Heildarútgjöld sveitarfélagsins eru áætluð 1.570 mkr. án fjármagnsliða. Þar af er launakostnaður 846 mkr. sem er 52% af tekjum.

Rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2011 vegna A hluta sveitarsjóðs er jákvæð upp á 39 mkr.

Fjármagnsgjöld eru hærri en fjármunatekjur sem nemur 34 mkr. og er rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð að fjárhæð 11 mkr. (0,7% af tekjum).

Veltufé frá rekstri er áætlað 165 mkr. sem gerir 10,2% af tekjum.

Í þessari áætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 100 mkr.

Gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu fyrir 20 mkr.
Hins vegar mun sveitarfélagið greiða niður skuldir um 83 mkr.

Handbært fé í árslok 2011 er áætlað 156 mkr.

Efnahagslægðin sem sveitarfélög á Íslandi eru nú að fást við mun haldast óbreytt næsta árið og er sú skoðun ríkjandi að kjörtímabilið verði erfitt í rekstri þeirra þegar á heildina er litið.

Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólafur H. Marteinsson, Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Lögð var fram tillaga Þorbjörns Sigurðssonar, Ingvars Erlingssonar, Helgu Helgadóttur og Bjarkeyjar Gunnarsdóttur um 5% lækkun nefndarlauna frá 1. janúar 2011.
Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum.

Lögð fram tillaga Bjarkeyjar Gunnarsdóttur um að nefndarlaun formanna fræðslunefndar og skipulags- og umhverfisnefndar yrðu án álags.
Samþykkt var með 5 atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs.  Bjarkey Gunnarsdóttir, Helga Helgadóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson og Halldóra S. Björgvinsdóttur sátu hjá.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum fjárhagsáætlun 2011 með áorðnum breytingum.