Bæjarráð Fjallabyggðar

190. fundur 09. nóvember 2010 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Deiliskipulag Hóls- og Skarðsdals

Málsnúmer 1010082Vakta málsnúmer

Vegna erindis frá Teikn á lofti ehf. bókaði skipulags- og umhverfisnefnd á 101. fundi sínum 25. október s.l.
"Í framhaldi af umræðu að deiliskipulagi Hóls og Skarðsdals var nefndin sammála um að gert verði deiliskipulag af útivistarsvæðum í Fjallabyggð. Nefndin leggur áherslu á að um útboð á deiliskipulagsvinnu verði að ræða og tekið til umræðu við fjárhagsáætlun fyrir næsta ár."
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við hönnuð um frumhönnun að deiliskipulagi í Hólsdal.

2.Gjaldskrá Skíðasvæðisins í Skarðsdal 2010-2011

Málsnúmer 1011024Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá rekstraraðila skíðasvæðisins í Siglufirði um hækkun gjaldskrár.

Eingöngu eru lagðar til verðhækkanir hjá fullorðnum. Börn í 1. og 2. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar fái vetrarkort frí, og 3. til 10. bekkur fái vetrarkortið á 3.000.  Einnig að framhaldsskólanemar frá Fjallabygg fái vetrarkort á 5.000.
Bæjarráð samþykkir umbeðna hækkun og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kynna niðurstöðu bæjarráðs fyrir frístundanefnd.

3.Ósk stjórnar Síldarminjasafns Íslands um endurnýjun rekstrarsamnings við Fjallabyggð

Málsnúmer 1011001Vakta málsnúmer

Í tengslum við erindi stjórnar Síldarminjasafns Íslands, komu á fund bæjarráðs, Örlygur Kristfinnsson og Guðmundur Skarphéðinsson.

Bæjarráð samþykkir að vísa ósk um endurnýjun rekstrarsamnings til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2011. 

4.Snjómokstur í dreifbýli í Fjallabyggð

Málsnúmer 1011018Vakta málsnúmer

Mikael Mikaelsson, sem hyggst setjast að á Vermundarstöðum í Ólafsfirði,óskar í erindi sínu eftir því að settar verði vinnureglur varðandi tíðni snjómoksturs á þessu svæði. 
Bæjarráð vísar til sameiginlegra reglna sveitarfélagsins og Vegagerðar um mokstur að Bakka allt að þrisvar í viku.

5.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1010148Vakta málsnúmer

Rætt um útgjaldaramma fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja fram tillögur á næsta fundi.  Í framhaldi koma tillögur til umfjöllunar í nefndum.

6.Heilbrigðiseftirlit í Fjallabyggð

Málsnúmer 1007020Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, Arnrún Halla Arnórsdóttir og Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi til að ræða mögulegan samstarfssamning við Fjallabyggð um heilbrigðiseftirlit.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að gengið verði til viðræðna við Heilbr.nefnd Norðurlands vestra.

7.Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði í Siglufirði

Málsnúmer 1009145Vakta málsnúmer

Fulltrúar snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands, Harpa Grímsdóttir og Jón Kristinn Helgason, komu á fund bæjarráðs og kynntu snjóflóðahættumat sem unnið hefur verið fyrir skíðasvæðin í Skarðsdal og Hólsdal.

Endanleg skýrsla mun berast sveitarfélaginu í næstu viku og í framhaldinu verður hættumatið sett í almenna kynningu.
Þennan dagskrárlið sátu einnig íþrótta- og tómstundafulltrúi og fulltrúi rekstraraðila skíðasvæðisins í Skarðsdal.

8.Beiðni um útreikning á áhrifum fjárlaga 2011 á samfélagið í Fjallabyggð

Málsnúmer 1011058Vakta málsnúmer

Fundur starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar og forsvarsmanna fyrirtækja í Fjallabyggð samþykkti að óska eftir að sveitarfélagið taki að sér að reikna út raunverulegan sparnað tillagna í fjárlagafrumvarpi 2011, líkt og gert var á Vestfjörðum og stendur fyrir dyrum hjá sveitarfélaginu Skagafirði.
Bæjarráð telur eðlilegt að verða við framkomnum óskum.

9.Árbók Ólafsfjarðar - starfsemi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1011025Vakta málsnúmer

Í erindi útgefanda Árbókar Ólafsfjarðar er sveitarfélaginu þakkaður stuðningur við útgáfu ritsins 2007-2008.
Jafnframt er því komið á framfæri að ritið er opið fyrir innsent efni frá sveitarfélaginu.

10.Ársfjórðungsleg skil á upplýsingum úr bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga

Málsnúmer 1011036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar, ársfjórðungsskil sveitarfélaga á fjárhagslegum upplýsingum til Hagstofu Íslands fyrir tímabilið janúar - september 2010.

11.Launayfirlit janúar - október

Málsnúmer 1011037Vakta málsnúmer

Skrifstofu og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar um launakostnað frá 01.01.2010 til 31.10.2010.
Fram kom að heildarlaunakostnaður þessa tímabils er um 82% af áætluðum launakostnaði ársins.

12.Fundargerð 780. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. október 2010

Málsnúmer 1011038Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.