Bæjarráð Fjallabyggðar

192. fundur 23. nóvember 2010 kl. 17:00 - 17:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Niðurrif Strandgötu 11 Ólafsfirði

Málsnúmer 1009171Vakta málsnúmer

56. fundur bæjarstjórnar samþykkti að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu þessa máls.
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Húsafriðunarnefnd þar sem fram kemur að húsið er ekki talið hafa það mikið varðveislugildi að ástæða sé til þess að leggja til að það verði friðað, en umhverfislegt gildi þess í götumynd virðist nokkuð.
Bæjarráð samþykkir að heimila niðurrif Strandgötu 11 Ólafsfirði.

2.Samningur milli Menntaskólans á Tröllaskaga og Fjallabyggðar

Málsnúmer 1011099Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samningur milli Menntaskólans á Tröllaskaga og Fjallabyggðar um skiptingu kostnaðar við rafmagn, hita, snjómokstur og sorphirðu vegna Ægisgötu 13. Menntaskólinn leigir 70% af húsnæðinu og miðast kostnaðarskipting við það.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.

3.Samningur um veghald þjóðvega á Siglufirði 2010

Málsnúmer 1011100Vakta málsnúmer

Vegagerðin óskar eftir framlengingu á samningi sl. árs. Upphæð samnings fyrir vegi í Siglufirði 2010 er sú sama og í fyrra kr. 4.528.970.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.

4.Slökkvistöðin í Ólafsfirði - tilboð í breytingar

Málsnúmer 1011122Vakta málsnúmer





19. nóvember s.l. voru opnuð tilboð í verkið.


Við yfirferð Verkfræðistofu Siglufjarðar á tilboðum er niðurstaðan sú að Trésmíði ehf bauð lægst kr. 4.387.154, sem er 70,4 % af kostnaðaráætlun.
GJ-smiðir ehf buðu 73,8% af kostnaðaráætlun,
Byggingarfélagið Berg ehf bauð 75,9% og SR Vélaverkstæði 112,4%.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Trésmíði ehf og jafnframt að samningsupphæð komi af áætlunarlið framkvæmda Eignasjóðs.

5.Tilboð í Hitaveitu Ólafsfjarðar ehf.

Málsnúmer 1011117Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

6.Söluheimild - Laugarvegur 37 Siglufirði, íbúð 102

Málsnúmer 1011120Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að veita heimild, og auglýsa til sölu íbúð 102 á Laugarvegi 37 Siglufirði.

7.Fyrirkomulag kosninga fyrir Stjórnlagaþing 27. nóv. n.k.

Málsnúmer 1010004Vakta málsnúmer

a) Gera þarf leiðréttingu á kjörskrá í Fjallabyggð, vegna einstaklings sem fallið hefur frá eftir útgáfu kjörskrárstofns.
Eftir leiðréttingu eru því 780 konur og 825 karlar, eða alls 1605 á kjörskrá.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá með ofangreindri breytingu.
b) Kjörstaðir í Fjallabyggð verða sem fyrr tveir, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Menntaskólanum í Ólafsfirði. 
Kjörfundur hefst kl. 10:00 í báðum kjördeildum og verður slitið kl. 20:00

8.Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn

Málsnúmer 1011085Vakta málsnúmer

Bæjarráð hvetur aðal- og varabæjarfulltrúa til að sækja auglýst námskeið á vegum Eyþings næstkomandi helgi.

9.Áheyrnarfulltrúi í nefndir

Málsnúmer 1011123Vakta málsnúmer

Í erindi Bjarkeyjar Gunnarsdóttur f.h. T-listans er óskað eftir að fá áheyrnarfulltrúa í eftirtaldar nefndir:
Atvinnu- og ferðamálanefnd,
Fræðslunefnd,
Hafnarstjórn og
Menninganefnd.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að T-listinn fái áheyrnarfulltrúa í ofangreindum nefndum frá og með næstu áramótum.

10.Beiðni um aukið framlag fyrir gjaldaliðinn 02-11, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1008088Vakta málsnúmer

Í erindi félagsmálastjóra er óskað eftir auknu framlagi fyrir gjaldaliðinn 02-11, fjárhagsaðstoð, að upphæð ein milljón króna vegna mikillar aukningar á verkefnum.
Fram kom á fundinum að tekjur dagvistar aldraðra eru meiri en gert var ráð fyrir í áætlun og vegur ofangreinda beiðni svo til upp.
Bæjarráð samþykkir erindið.

11.Starfsmannahald í þjónustumiðstöð

Málsnúmer 1011093Vakta málsnúmer










Í tengslum við starfsmannahald í þjónustumiðstöð lögðu
Ólafur H. Marteinsson og Sólrún Júlíusdóttir fram svo hljóðandi tillögu um útboð á snjómokstri í Fjallabyggð:



"Bæjarráð samþykkir að snjómokstur í Fjallabyggð verði boðinn út ekki síðar en frá og með 1. febrúar 2011.


Markmið með útboði á snjómokstri er:


Að viðhalda svipuðu þjónustustigi og verið hefur.


Að lækka kostnað.


Að minnka fjárfestingu í vélum og tækjum."



Tillaga samþykkt með 2 atkvæðum.  Helga Helgadóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.



 


Ólafur H. Marteinsson og Sólrún Júlíusdóttir lögðu fram svo hljóðandi tillögu um mannahald ofl. í þjónustumiðstöð:


"Bæjarráð felur bæjarstjóra/deildarstjóra tæknideildar að aðlaga mannahald þjónustumiðstöðva að breyttum verkefnum eftir að samþykkt hefur verið að bjóða snjómokstur út.


Markmiðið er að þegar aðlögun er lokið verði fastir starfsmenn 5.


Komi til uppsagna munu þær miðast við 31/12/2010.


Helstu verkefni þjónustumiðstöðvar verða:


Eftirlit, viðgerðir og nýframkvæmdir á vegum veitna.


Dýraeftirlit.


Viðhald fasteigna.


Viðhald gatna.


Viðhald hafnarmannvirkja.


Samstarf við vinnuskóla.


Snyrting opinna svæða.


Viðburðir og hátíðir.


Ofl.



Tillaga samþykkt með 2 atkvæðum.  Helga Helgadóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.


 

Eftirfarandi bókun var lögð fram.
"Undirritaðir fulltrúar S og T- lista geta ekki stutt tillögu um starfsmannahald í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar og fyrirhugað útboð á snjómokstri.
Á síðasta kjörtímabili var unnin ítarleg úttekt á starfsemi þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar og samþykkt í bæjarstjórn að tilhögun á snjómokstri yrði óbreytt frá því sem verið hefur, þar sem ólíklegt þótti að útboð snjómoksturs skilaði bæjarfélaginu aukinni hagræðingu.
Ekki hafa verið lögð fram nein reikningsleg gögn sem styðja þessa ákvörðun meirihlutans nú og teljum við því eðlilegt að halda þeirri stefnu sem fyrir liggur auk þess sem við teljum að með einkavæðingu á snjómokstri muni þjónusta við íbúa versna, líkt og hefur sýnt sig hjá sveitarfélögum þar sem snjómokstur hefur verið boðinn út.
Fulltrúar S og T- lista geta ekki samþykkt uppsagnir starfsmanna þjónustumiðstöðvar á sama tíma og bæjarstjórn hefur sent frá sér harðorð mótmæli vegna niðurskurðar og uppsagna  á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.
Að framansögðu óskum við eftir skriflegum rökstuðningi vegna þeirrar ákvörðunar að bjóða snjómoksturinn út og að verkefni þjónustumiðstöðvar verði skilgreind enn frekar." 
 
Helga Helgadóttir, S- lista
Bjarkey Gunnarsdóttir, T- lista

12.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1010148Vakta málsnúmer

a) Ákvörðun útsvarshlutfalls 2011.

Í rafpósti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 23. nóv. eru sveitarstjórnir minntar á að skv. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga ber þeim að ákveða fyrir 1. desember nk. hvert álagningarhlutfall útsvars skal lagt á tekjur manna á næsta ári. Ákvörðun þessa skal jafnframt tilkynna fjármálaráðuneytinu fyrir 15. desember.

1. janúar 2011 er fyrirhugað að þjónusta við fatlaða verði verkefni sveitarfélaga. Liður í þeirri verkefnatilfærslu er breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og lögum um tekjuskatt sem fela í sér að hámarksútsvar hækkar um 1,20 prósentustig og almennt tekjuskattshlutfall lækkar jafn mikið.

Að höfðu samráði við ráðuneyti sveitarstjórnarmála telur sambandið rétt að beina því til sveitarstjórna að þær ákveði útsvarshlutfall næsta árs í samræmi við 24. gr. tekjustofnalaga með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga.

Bæjarráð samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.
b) Framkvæmdir næsta árs.
Lagðar fram upplýsingar um hugmynd að framkvæmdum næsta árs, unnið af tæknideild.
Lagðar fram teikningar af gatnagerð og fráveitu fyrir Hólkot.

Lagðar fram teikningar af gatnagerð og fráveitu fyrir Saurbæjarás.

Lagðar fram teikningar af gatnagerð og fráveitu fyrir Snorragötu.
Fráveituframkvæmdir á Siglufirði.
Hugmyndir að gatnagerð á Eyrarflöt.
Hugmyndir að gatnagerð á Flæðum.
Meirihluti og minnihluti munu koma með mótaðar tillögur í fjárfestingum á næsta fund bæjarráðs.


13.Forstöðumenn og deildarstjórar - yfirlit yfir stöðu mála

Málsnúmer 1011101Vakta málsnúmer

Lögð fram minnisblöð frá forstöðumönnum og deildarstjórum um yfirlit yfir stöðu mála.

14.Hugmyndir að byggingu sumarhúsa samkv. deiliskipulagi fyrir Saurbæjarás

Málsnúmer 1011096Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar beiðni um aðgang að 10 lóðum undir frístundahús á Saurbæjarás.
Erindi vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

15.Skil fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 1011118Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

16.Fundargerð 218. fundar Stjórnar Eyþings frá 26. október 2010

Málsnúmer 1011086Vakta málsnúmer

Fundagerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.