Bæjarráð Fjallabyggðar

194. fundur 07. desember 2010 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Skemma á Bakka, Ólafsfirði

Málsnúmer 1007081Vakta málsnúmer

179. fundur bæjarráðs frestaði afgreiðslu á þessum máli.

Bæjarráð óskaði eftir við tæknideild að finna skilgreiningu á bílskúr/bílageymslu skv. reglugerð og finna út breytingar á álagningaflokki miðað við breytt afnot af húsnæðinu.

Skv. byggingareglugerð 441/1998, 5. kafli 114 gr. þá eru engin stærðarmörk á bílageymslum eingöngu eru gerðar kröfur um að uppfylla skuli brunavarnir og notagildi. Þar skulu aðeins geymdir bílar og það sem þeim fylgir.

Bæjarráð samþykkir að geymsla í landi Bakka, Ólafsfirði verði skilgreind sem bílskúr að uppfylltum byggingarreglugerðum varðandi þann flokk húsnæðis sem um getur.

2.Styrktarsamningur við KF

Málsnúmer 1012006Vakta málsnúmer

Í erindi Róberts Haraldssonar er vakin athygli á því að knattspyrnufélögin KS og Leiftur, nú Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, séu að kaupa keppnisbúninga og æfingagalla á alla flokka félagsins og vill hann kanna hvort sveitarfélagið sjái sér fært að vera með auglýsingu á búningunum.
Bæjarráð sér sér ekki fært að gera sérstakan styrktarsamning við KF vegna búningakaupa, en mun hér eftir sem hingað til styrkja íþróttahreyfinguna í Fjallabyggð.

3.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1010148Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur nefnda að fjárhagsáætlun 2011.
Bæjarráð þakkar nefndum og starfmönnum sveitarfélagsins fyrir mikla vinnu að framkomnum tillögum.
Ákveðið að boða til bæjarráðsfundar n.k. mánudag, til lokaumfjöllunar fyrir fyrri umræðu bæjarstjórnar.

4.Húsakönnun í Fjallabyggð

Málsnúmer 1007049Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti fund sem hann átti með Kanon arkitektum vegna gerðar húsakannana fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð 19. nóv. s.l.
Nauðsynlegt er talið að ráðast í það verk svo skipulagsyfirvöld geti tekið á markvissan og faglegan hátt á erindum sem þeim berast um endurgerð, breytingar o.fl. í núverandi byggð.
Sótt hefur verið um styrk til gerðar byggða- og húsakönnunar til Húsafriðunarnefndar.

5.Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð

Málsnúmer 0903098Vakta málsnúmer

Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð bíður úrlausnar hjá Sjárvarútvegs- og landbúnaðaráðuneytinu og er svars að vænta á næstu dögum.

6.Vatnshitaréttindi jarðanna Garðs og Skeggjabrekku

Málsnúmer 1010092Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fyrirspurn sem bæjarstjóri sendi Norðurorku hf. vegna afnota af heitu vatni fyrir aðstöðu Golfklúbbs Ólafsfjarðar í landi Skeggjabrekku.  Norðurorka hefur svarað erindinu og hafnað því.

7.Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 16. nóvember 2010

Málsnúmer 1012005Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.