Bæjarráð Fjallabyggðar

195. fundur 13. desember 2010 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2009

Málsnúmer 1009117Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur afgreiðsla lánsumsóknar sveitarfélagsins til Ofanflóðanefndar og skuldabréf til undirritunar vegna hluta sveitarfélagsins í framkvæmdum við snjóflóðamannvirki 2009 að upphæð kr. 13,6 milljónir.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að undirrita skuldabréfið.

2.Vesturgata 5 - Ólafsvegur 2

Málsnúmer 1009096Vakta málsnúmer

Eigendur að Vesturgötu 5, Ólafsfirði, hafa óskað þess að skúr á þeirra lóð, þeim óviðkomandi verði fjarlægður.

Tæknideild sveitarfélagsins telur ljóst á gögnum að umræddur skúr sé innan lóðarmarka Vesturgötu 5.
Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að vinna að því að skúrinn verði fjarlægður.

3.Umferðaröryggisáætlun

Málsnúmer 1011045Vakta málsnúmer

104. fundur skipulags - og umhverfisnefndar samþykkti fyrir sitt leyti drög að samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Umferðarstofu sem felur í sér að sveitarfélagið skuldbindur sig til að gera sérstaka umferðaröryggisáætlun, sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamning og felur bæjarstjóra að undirrita.

4.Uppgræðsla á námu og gerð golfvallar í Hólsdal

Málsnúmer 1003172Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Golfklúbbs Siglufjarðar, þeir Ólafur H Kárason og Ingvar Hreinsson.
Farið var yfir umsókn GKS um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu þess hluta golfvallarins sem tengist frágangi á malarnámunni í Hólsdal.

Fram komu óskir um gerð samnings vegna lagfæringar og frágangs á umhverfi Hólsdals. Málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

5.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1010148Vakta málsnúmer

Farið yfir greinargerðir með starfsáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2011 og styrkumsóknir.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

6.Launayfirlit janúar - nóvember

Málsnúmer 1012026Vakta málsnúmer

Skrifstofu og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar um launakostnað frá 01.01.2010 til 30.11.2010.
Fram kom að heildarlaunakostnaður þessa tímabils er um 91% af áætluðum launakostnaði ársins, sem er innan marka.

7.Ályktun Barnaheilla

Málsnúmer 1012027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun Barnaheilla sem beint er til ríkisstjórnar og sveitarfélaga í aðdraganda fjárlagagerðar 2011 um að staðinn sé vörður um réttindi barna og þjónusta við þau og fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sé alls ekki skert.

8.Fundargerð 130. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra

Málsnúmer 1012018Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Tilkynning um trúnaðarmann

Málsnúmer 1012019Vakta málsnúmer

Lögð fram frá stéttarfélaginu Kili, tilkynning um skipun Sigmundar Sigmundssonar sem trúnaðarmanns fyrir bæjarskrifstofur, áhaldahúss, íþróttahúss og grunnskóla.

Fundi slitið - kl. 19:00.