Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

309. fundur 13. mars 2024 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varamaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2306030Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirferð Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar dags. 28.2.2024. Einnig lögð fram umsögn Veðurstofu Íslands eftir seinni yfirferð stofnunarinnar á skipulagstillögunni dags. 5.3.2024, þar sem brugðist hafði verið við ábendingum þeirra.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Eftir auglýsingu deiliskipulagstillögunnar og umsögn VÍ voru m.a. gerðar þær breytingar að felldar voru út lóðir og byggingarreitir við Háveg 64 og 67 ásamt Suðurgötu 93 og 95. Íbúðum við Suðurgötu 79-89 var einnig fækkað töluvert til að koma á móts við umsögn VÍ. Tillagan hefur því þegar verið endurskoðuð m.t.t. þess sem fram kemur í umsögn VÍ. Ekkert af því sem fram kemur í nýrri umsögn VÍ breytir afstöðu nefndarinnar hvað varðar nýjar lóðir við Suðurgötu 79-89. Nefndin leggur hinsvegar til að í kafla 2.6. í greinargerð deiliskipulagsins verði það sérstaklega áréttað að mælt sé með að ný hús sem byggð verða á Suðurgötu 79-89 áður en nýtt hættumat við Strengsgil liggur fyrir, séu byggð með viðeigandi styrkingum. Þar með telur nefndin skipulagið uppfylla skilyrði í reglugerð 505/2000, með síðari breytingum.

Nefndin lítur svo á að færist hættumatslína B niður fyrir byggð, sé um tímabundið ástand að ræða þar til varnarmannvirki hafa verið endurbætt.

2.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2403025Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags miðbæjar Siglufjarðar í samræmi við hönnunartillögu miðbæjarins sem kynnt var íbúum og hagaðilum haustið 2021.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag Hrannarbyggð 2

Málsnúmer 2401031Vakta málsnúmer

Lagðar fram þrjár hugmyndir að útfærslu íbúða á reit Hrannarbyggðar 2.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til að unnin verði áfram deiliskipulagstillaga í samræmi við hugmynd nr. 2 og að skipulagsmörk verði útfærð að Bylgjubyggð 2, 2a og 2b.

4.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - Námuvegur 8

Málsnúmer 2402032Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Semey ehf. um breytta notkun húsnæðis við Námuveg 8 og óskað eftir breytingu á aðalskipulagi svo starfsemi hússins samræmist Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir að breyta Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 þannig að Námuvegur 8 sé innan landnotkunar verslunar og þjónustu (VÞ).

5.Umsókn til skipulagsfulltrúa - Stækkun á lóð við Vesturtanga 1-5

Málsnúmer 2309022Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 4. október 2023 var umsókn um stækkun lóðar við Vesturtanga 1-5 hafnað á grundvelli gildandi deiliskipulags. Bæjarstjórn beindi því til bæjarstjóra að deiliskipulag Leirutanga yrði endurskoðað með tillit til breyttra forsenda og að nýting svæðisins til framtíðar yrði endurmetin. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa og umsögn LEX lögmannsstofu.
Synjað
Nefndin leggst gegn tillögu bæjarstjórnar um að deiliskipulag Leirutanga verði endurskoðað með vísun í minnisblað skipulagsfulltrúa Fjallabyggðar dags. 26.2.2024.
Undir þessum lið vék Áslaug Barðadóttir af fundi.

6.Aðalgata 14 Ólafsfirði - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer

Lagðar fram uppfærðar teikningar af Aðalgötu 14 Ólafsfirði, dags. 22.1.2024. Óskað er eftir leyfi fyrir nýrri staðsetnignu svala á göflum hússins í stað suðurhliðar.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Fyrirspurn um lóð - Hvanneyrarbraut 70

Málsnúmer 2403007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurmanns Rafns Sigurmanssonar, dags. 1.3.2024, þar sem eftirfarandi kemur fram:

Í svörun sem barst mér var upplýst að lóðin að Hvanneyrarbraut 70 væri bundin lóðarleigusamningi frá árinu 2007 og því ekki í boði fyrir úthlutun. Þetta vakti furðu mína, sérstaklega í ljósi þess að lóðin hefur staðið ónýtt síðan þá. Ég var í þeirri trú að sveitarfélagið fylgdi stefnu um endurskoðun úthlutana ef engin framkvæmd hefur átt sér stað á lóð innan árs frá úthlutun. Ég vil því hvetja til þess að þetta mál verði tekið til skoðunar, með von um að möguleikar á nýtingu lóðarinnar verði endurmetnir.
Ljóst er að lóðarúthlutunarreglur sveitarfélagsins og stefna um gildistíma úthlutana ná ekki til þeirra lóða sem úthlutað var áður en þær tóku gildi. Sveitarfélagið hefur ekki markað sér stefnu um almenna innköllunn þeirra lóða þar sem framkvæmdir hafa ekki hafist. Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirætlanir málsaðila, s.s. vísi að skipulagslýsingu, til að taka afstöðu til þess hvort hefja skuli innköllunarferli lóðarinnar við Hvanneyrarbraut 70.

8.Loftslagsstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 2401077Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað

9.Skálarhlíð - uppfærðir aðaluppdrættir

Málsnúmer 2403033Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar uppfærðir aðaluppdrættir fyrir Skálarhlíð við Hlíðarveg 45 ásamt skráningartöflu, dags. 12.3.2023.
Lagt fram til kynningar

10.Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu

Málsnúmer 2402051Vakta málsnúmer

Matvælaráðuneytið hefur falið Landi og skógi að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Tilgangur þessa erindis er að kalla eftir ábendingum sem nýst geta við vinnuna við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi, en markmiðið er að til verði tillaga að heildstæðu stuðningskerfi málaflokksins innan stofnunarinnar sem jafnframt styður við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála, verndunarlíffræðilegrar fjölbreytni og byggðamála.

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

11.Endurskoðun hættumats við Strengsgil og Hornbrekku

Málsnúmer 2402056Vakta málsnúmer

Með erindi dags. 15. febrúar sl. óskaði Fjallabyggð eftir umsögn Veðurstofu Íslands eftir upplýsingum um stöðu endurskoðunar á hættumati undir Strengsgili á Siglufirði.
Eins og bent er á í tölvupóstinum frá 15. febrúar, hefur dregist úr hömlu að fylgja eftir bréfi Veðurstofunnar til Fjallabyggðar um endurskoðun hættumats undir Strengsgili eftir snjóflóðin á Flateyri í janúar 2020. Þessi endurskoðun hefur tafist vegna þess að þróun nýs snjóflóðalíkans sem notað er við endurskoðunina hefur tekið lengri tíma en vonast var til. Líkanið er nú tilbúið og hefur verið keyrt fyrir þá varnargarða sem til stóð og taldir eru upp í bréfi Veðurstofunnar til Fjallabyggðar frá október 2020. Veðurstofan stefnir að því að ljúka endurskoðun hættumats undir leiðigörðum neðan Strengsgilja á Siglufirði og við Hornbrekku á Ólafsfirði í vetur.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.