Fyrirspurn um lóð - Hvanneyrarbraut 70

Málsnúmer 2403007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 309. fundur - 13.03.2024

Lagt fram erindi Sigurmanns Rafns Sigurmanssonar, dags. 1.3.2024, þar sem eftirfarandi kemur fram:

Í svörun sem barst mér var upplýst að lóðin að Hvanneyrarbraut 70 væri bundin lóðarleigusamningi frá árinu 2007 og því ekki í boði fyrir úthlutun. Þetta vakti furðu mína, sérstaklega í ljósi þess að lóðin hefur staðið ónýtt síðan þá. Ég var í þeirri trú að sveitarfélagið fylgdi stefnu um endurskoðun úthlutana ef engin framkvæmd hefur átt sér stað á lóð innan árs frá úthlutun. Ég vil því hvetja til þess að þetta mál verði tekið til skoðunar, með von um að möguleikar á nýtingu lóðarinnar verði endurmetnir.
Ljóst er að lóðarúthlutunarreglur sveitarfélagsins og stefna um gildistíma úthlutana ná ekki til þeirra lóða sem úthlutað var áður en þær tóku gildi. Sveitarfélagið hefur ekki markað sér stefnu um almenna innköllunn þeirra lóða þar sem framkvæmdir hafa ekki hafist. Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirætlanir málsaðila, s.s. vísi að skipulagslýsingu, til að taka afstöðu til þess hvort hefja skuli innköllunarferli lóðarinnar við Hvanneyrarbraut 70.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var kallað eftir frekari upplýsingum um fyrirætlanir málsaðila sem sendi inn fyrirspurn um lóðina Hvanneyrarbraut 70. Svar barst í tölvupósti þann 26.3.2024 þar sem lýst var yfir áhuga á að byggja á lóðinni hús og bílskúr í svipuðum stíl og það sem stendur við Hvanneyrarbraut 66.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin telur sig ekki geta veitt vilyrði fyrir úthlutun lóðarinnar þar sem innköllun á henni hefur ekki farið fram. Tæknideild falið að hefja innköllun ónýttrar lóðar við Hvanneyrarbraut 70 og hefja undirbúning deiliskipulagsvinnu norðurbæjar Siglufjarðar.