Endurskoðun hættumats við Strengsgil og Hornbrekku

Málsnúmer 2402056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Með erindi dags. 15. febrúar sl. óskaði Fjallabyggð eftir umsögn Veðurstofu Íslands eftir upplýsingum um stöðu endurskoðunar á hættumati undir Strengsgili á Siglufirði.
Eins og bent er á í tölvupóstinum frá 15. febrúar, hefur dregist úr hömlu að fylgja eftir bréfi Veðurstofunnar til Fjallabyggðar um endurskoðun hættumats undir Strengsgili eftir snjóflóðin á Flateyri í janúar 2020. Þessi endurskoðun hefur tafist vegna þess að þróun nýs snjóflóðalíkans sem notað er við endurskoðunina hefur tekið lengri tíma en vonast var til. Líkanið er nú tilbúið og hefur verið keyrt fyrir þá varnargarða sem til stóð og taldir eru upp í bréfi Veðurstofunnar til Fjallabyggðar frá október 2020. Veðurstofan stefnir að því að ljúka endurskoðun hættumats undir leiðigörðum neðan Strengsgilja á Siglufirði og við Hornbrekku á Ólafsfirði í vetur.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 309. fundur - 13.03.2024

Með erindi dags. 15. febrúar sl. óskaði Fjallabyggð eftir umsögn Veðurstofu Íslands eftir upplýsingum um stöðu endurskoðunar á hættumati undir Strengsgili á Siglufirði.
Eins og bent er á í tölvupóstinum frá 15. febrúar, hefur dregist úr hömlu að fylgja eftir bréfi Veðurstofunnar til Fjallabyggðar um endurskoðun hættumats undir Strengsgili eftir snjóflóðin á Flateyri í janúar 2020. Þessi endurskoðun hefur tafist vegna þess að þróun nýs snjóflóðalíkans sem notað er við endurskoðunina hefur tekið lengri tíma en vonast var til. Líkanið er nú tilbúið og hefur verið keyrt fyrir þá varnargarða sem til stóð og taldir eru upp í bréfi Veðurstofunnar til Fjallabyggðar frá október 2020. Veðurstofan stefnir að því að ljúka endurskoðun hættumats undir leiðigörðum neðan Strengsgilja á Siglufirði og við Hornbrekku á Ólafsfirði í vetur.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar