Deiliskipulag Hrannarbyggð 2

Málsnúmer 2401031

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 309. fundur - 13.03.2024

Lagðar fram þrjár hugmyndir að útfærslu íbúða á reit Hrannarbyggðar 2.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til að unnin verði áfram deiliskipulagstillaga í samræmi við hugmynd nr. 2 og að skipulagsmörk verði útfærð að Bylgjubyggð 2, 2a og 2b.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 241. fundur - 21.03.2024

Á 309. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lagðar fram þrjár hugmyndir að útfærslu íbúða á reit Hrannarbyggðar 2.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til að unnin verði áfram deiliskipulagstillaga í samræmi við hugmynd nr. 2 og að skipulagsmörk verði útfærð að Bylgjubyggð 2, 2a og 2b.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi við Hrannar- og Bylgjubyggð 2. Tillagan samanstendur af uppdrætti dags. 4.4.2024 og greinargerð dags. 5.4.2024. Tilgangur deiliskipulagsins er að ná óbyggðum svæðum inn í skipulag, skilgreina nýjar lóðir með skilmálum fyrir nýbyggingar. Markmiðið er að halda í heildrænt yfirbragð byggðarinnar á svæðinu þannig að nýbyggingar verði hluti af núverandi heild.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi við Hrannar- og Bylgjubyggð 2. Tillagan samanstendur af uppdrætti dags. 4.4.2024 og greinargerð dags. 5.4.2024. Tilgangur deiliskipulagsins er að ná óbyggðum svæðum inn í skipulag, skilgreina nýjar lóðir með skilmálum fyrir nýbyggingar. Markmiðið er að halda í heildrænt yfirbragð byggðarinnar á svæðinu þannig að nýbyggingar verði hluti af núverandi heild.

Nefndin samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helgi Jóhannsson og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir með 7 atkvæðum að tillagan skuli auglýst í samræmi við 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.