Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - Námuvegur 8

Málsnúmer 2402032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 309. fundur - 13.03.2024

Lögð fram tillaga Semey ehf. um breytta notkun húsnæðis við Námuveg 8 og óskað eftir breytingu á aðalskipulagi svo starfsemi hússins samræmist Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir að breyta Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 þannig að Námuvegur 8 sé innan landnotkunar verslunar og þjónustu (VÞ).

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 241. fundur - 21.03.2024

Á 309. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga Semey ehf. um breytta notkun húsnæðis við Námuveg 8 og óskað eftir breytingu á aðalskipulagi svo starfsemi hússins samræmist Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir að breyta Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 þannig að Námuvegur 8 sé innan landnotkunar verslunar og þjónustu (VÞ).
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.