Bæjarstjórn Fjallabyggðar

143. fundur 08. mars 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
 • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
 • Nanna Árnadóttir varabæjarfulltrúi, S lista
 • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi, B lista
 • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir varabæjarfulltrúi, D lista
Starfsmenn
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Ármann Viðar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017

Málsnúmer 1702009FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Lagður fram útreikningur á kostnaði vegna nýs stöðugildis í 100% starf við Leikhóla.

  Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
  Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Lögð fram samantekt eftir fund bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar með fulltrúum Vegagerðarinnar þann 21.02.2017. Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Lögð fram umsögn stjórnar Eyþings um frumvarp um farþegaflutninga.

  Bæjarráð tekur undir umsögnina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Alls bárust fimm umsóknir.
  Eftirtaldir sóttu um starfið:
  Björn Bergmann Þorvaldsson, ráðgjafi
  Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, viðskiptafræðingur
  Helga Jónsdóttir, aðalbókari
  Kristján Ragnar Ásgeirsson, fjármálastjóri
  Tinna Helgadóttir, sölumaður
  Fjórir umsækjendur uppfylltu umsóknarskilyrði.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra, varaformanni bæjarráðs og Sólrúnu Júlíusdóttur að taka viðtöl við umsækjendur, sem uppfylla umsóknarskilyrði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.5 1702077 Birding Iceland
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Erindi frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til að gera verðkönnun innan sveitarfélagsins vegna endurnýjunar á eldhúsinu í Tjarnarborg.

  Bæjarráð samþykkir ósk deildarstjóra tæknideildar en minnir á að framkvæmdin skuli vera innan fjárheimilda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Niðurstaða skráð í trúnaðarbók. Bókun fundar Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og Ríkharður Sigurðsson tók við fundarstjórn. Ásgeir Logi Ásgeirsson sat undir þessum lið í stað Helgu Helgadóttur.
  Til máls tóku Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Ásgeir Logi Ásgeirsson.
  Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 24. mars nk.
  Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, hér með boðaðir til XXXI. landsþings sambandsins.

  Steinunn M. Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir sækja landsþingið ásamt bæjarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Föstudaginn 3. mars nk. stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir málþingi undir yfirskriftinni "Sveitarfélögin og ferðaþjónustan". Markmið málþingsins er að sveitarstjórnarmenn komi saman til þess að ræða málefni ferðaþjónustu og þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjölgun ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands. Málþingið hefur jafnframt verið kynnt fyrir fulltrúum ferðaþjónustunnar og öðrum sem láta sig málið varða.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.10 1702074 Nemendaspjaldskrá
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Lagt fram yfirlit yfir börn sem fæddust árið 2011 og skráð voru til heimilis í sveitarfélaginu þann 1. desember 2016, en þau hefja skólagöngu næsta haust.

  Bæjarráð vísar málinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar og skólastjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Íbúðalánasjóður og Samband íslenskra sveitarfélaga bíður til kynningarfundar um gerð húsnæðisáætlana í húsnæði Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21, þriðjudaginn 28. febrúar n.k. kl. 13-14.30.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Lagt fram bréf frá Hafnasambandi Íslands, þar sem eru taldar upp framkvæmdir sem eru fjármagnaðar af Hafnabótasjóði fyrir árið 2017. Þekja og lagnir á Bæjarbryggju eru þar á meðal og því er það verkefni að fullu fjármagnað með framlögum úr Hafnabótasjóði (75%) og bæjarsjóði (25%).

  Bæjarráð fagnar ákvörðun Alþingis og innanríkisráðherra með fjármögnun á þessari nauðsynlegu framkvæmd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Lagt fram til kynningar.

  Niðurstöðu styrkúthlutunar má sjá á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins.
  https://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nidurstada-styrkuthlutunar-vegna-verkefnisins-island-ljostengt-2017
  Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017 Lögð fram fundargerð aðalfundar Róta frá 25.01.2017 haldinn á Mælifelli á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 490. fundur - 2. mars 2017

Málsnúmer 1703001FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 490. fundur - 2. mars 2017 Lögð fram umsögn bæjarstjóra, S. Guðrúnar Hauksdóttur og Sólrúnar Júlíusdóttur varðandi ráðningu á deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Tekin voru viðtöl við fjóra umsækjendur og er lagt til við bæjarráð að Guðrún Sif Guðbrandsdóttir verði ráðin í stöðuna.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að Guðrún Sif verði ráðin.
  Bókun fundar Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og Ríkharður Sigurðsson tók við fundarstjórn. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir tók sæti Helgu Helgadóttur.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Guðrún Sif Guðbrandsdóttir verði ráðin og bíður hana velkomna til starfa.
  Afgreiðsla 490. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 samhljóða atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017

Málsnúmer 1703003FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Bæjarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri.
  Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Lagt fram minnisblað með rökstuðningi frá bæjarstjóra og starfandi formanni bæjarráðs. Sólrún Júlíusdóttir bæjarráðsmaður gat ekki setið fundinn og var í hópnum sem tók viðtöl við umsækjendur, er sammála minnisblaðinu (samþykki sent í tölvupósti).

  Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan rökstuðning.
  Bókun fundar Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og Ríkharður Sigurðsson tók við fundarstjórn. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir tók sæti Helgu Helgadóttur.
  Til máls tók Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri.
  Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 samhljóða atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Niðurstaða fundarins færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri.
  Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Bæjarráð felur Ríkharði Hólm Sigurðssyni bæjarfulltrúa að sækja fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Málinu vísað til fulltrúa Fjallabyggðar í fulltrúaráði EBÍ. Bókun fundar Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Málinu vísað til deildarstjóra tæknideildar og óskað eftir tillögum að umsóknum á næsta fundi bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 7. mars 2017 Bæjarráð vísar rekstrarsamningum við Skíðafélag Ólafsfjarðar og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 491. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017

Málsnúmer 1702002FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lagt fram minnisblað varðandi fasteignagjöld 2017.

  Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
  Að hámarksafsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði kr. 63.000.

  Að tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði:
  Flokkur - Einstaklingar
  -
  Afsláttur
  1. 0 - 2.100.000 - 100%
  2.
  2.100.001 - 2.518.000 - 75%
  3.
  2.518.001 - 2.936.000 - 50%
  4.
  2.936.001 - 3.341.000 - 25%
  5.
  3.341.001 - - 0%

  Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk - Afsláttur
  1. 0 - 3.133.000 - 100%
  2.
  3.133.001 - 3.760.000 - 75%
  3
  3.760.001 - 4.387.000 - 50%
  4
  4.387.001 - 5.013.000 - 25%
  5
  5.013.001 - - 0%

  Að afsláttarprósenta vegna fasteignaskattsstyrks til félagasamtaka verði óbreytt 100%.

  Að fjöldi gjalddaga verði átta, frá 1. mars til 1. október og nái álagning fasteignagjalda á fasteign ekki 35.000 á gjaldanda, sé öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.

  Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki tóku þátt í verðkönnun sem gerð var í tengslum við álagningu fasteignagjalda 2017, varðandi þóknun fyrir kröfuinnheimtu með greiðsluseðlum.
  Miðað við þær forsendur sem lagðar voru fram í verðkönnuninni bauð Landsbankinn 94.500, p/mánuð, Arion banki 89.850 og Íslandsbanki 100.020.
  Bæjarráð samþykkir að gengið verði að tilboði Arion banka.
  Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri.
  Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Á 485. fundi bæjarráðs, 31. janúar 2017, var tekin fyrir ósk Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um umsögn varðandi framkomin drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
  Bæjarráð óskaði eftir umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Ámunda Gunnarssyni.

  Lögð fram jákvæð umsögn um drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

  Bæjarráð samþykkir að senda umsögnina til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Á 485. fundi bæjarráðs, 31. janúar 2017, var tekin fyrir ábending frá íbúum í Fjallabyggð varðandi sorphirðu, þar sem innihald allra þriggja tunna var losað í sama sorphirðubílinn.
  Bæjarráð fól deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins varðandi þetta mál.

  Svar Íslenska gámafélagsins, dagsett 1. febrúar lagt fram.
  Beðist er velvirðingar á þessu atviki og m.a. kemur fram í svarinu að búið sé að fara yfir málið til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

  Í tengslum við sorphirðumál, samþykkir bæjarráð að í sumar verið farið í kynningu meðal íbúðareigenda, vegna flokkunar sorps.
  Jafnframt verði deildarstjóra tæknideildar falið að skýra betur flokkun heimilissorps á heimasíðu bæjarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Helga Helgadóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Lögð fram beiðni skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 1. febrúar 2017, um leyfi til að ráða kennara í 75% starf út skólaárið 2016-2017.

  Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni í ljósi sérstakra aðstæðna.
  Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstóri.
  Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Tekin til umræðu tillaga stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga til AFE, sem lögð verður fram á aðalfundi félagsins í apríl næstkomandi.
  Í tillögunni er gert ráð fyrir að framlag per íbúa muni hækka úr 1.388 kr. í 1.666 kr.

  Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og verði tillagan samþykkt á aðalfundi AFE, er hækkun framlags að upphæð kr. 563.000 vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
  Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri.
  Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Tekið fyrir erindi frá Friðriki Steinari Svavarssyni, dagsett 27. janúar 2017, í ljósi þess að í frétt á RUV 26. janúar 2017 hafi komið fram að stefnt sé að því að 99% heimila í landinu verði ljósleiðaratengd árið 2020 (eftir þrjú ár). Fyrirspyrjandi langar að forvitnast um hvernig staða þessara mála sé í Fjallabyggð og hvernig bæjaryfirvöld hyggist beita sér til að þessi áætlun verði að raunveruleika.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar, Ármanni V. Sigurðssyni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lagður fram til kynningar minnispóstur frá Mílu um
  "Ísland ljóstengt" í tengslum við styrkúthlutanir Fjarskiptasjóðs 2017.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar, Ármanni V. Sigurðssyni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lagt fram erindi frá Ísorku, dagsett 2. febrúar 2017, um rafmagnshleðslustöðvar ráðgjöf og þjónustu við uppsetningu og fleira sem tengist hleðslustöðvum og rafbílum.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lögð fram til kynningar skýrsla Landgræðslunnar, Lífrænn úrgangur til landgræðslu - tækifæri.
  Í skýrslunni er m.a. fjallað um húsdýraáburð, kjötmjöl, moltu og seyru.
  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð fræðslu- og frístundanefnd frá 30. janúar s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 27. janúar 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017

Málsnúmer 1702004FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn vegna útgáfu nýs rekstrarleyfis fyrir Viking Heliskiing að fengnum umsögnum heilbrigðiseftirlits, slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri.
  Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 samhljóða atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna fyrirspurnar F. Steinars Svavarssonar um stöðu nettenginga í Fjallabyggð.

  Í umsögn deildarstjóra kemur fram að "10 hús sem skráð eru með lögheimili í dreifbýli eru ótengd við ljósnet/ljósleiðara. Þar af eru 9 í Ólafsfirði. Í þéttbýli þá er búið að tengja öll heimili í Ólafsfirði við ljósnet og er áætlað að búið verða að tengja öll heimili á Siglufirði á árinu 2017". Hægt er að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs vegna ótengdra heimila í dreifbýli og þarf Fjallabyggð/húseigandi að leggja til 350.000 fyrir hverja tengingu sem er styrkhæf.

  Bæjarráð vísar kostnaði vegna verkefnisins til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
  Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Ísorku, dagsett 2. febrúar 2017, um rafmagnshleðslustöðvar ráðgjöf og þjónustu við uppsetningu og fleira sem tengist hleðslustöðvum og rafbílum.

  Bæjarráð samþykkir uppsetningu á hæghleðslustöð við Ráðhús Fjallabyggðar. Áætlaður kostnaður er 300.000 kr. sem færist á liðinn ýmis smáverk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um að halda opið útboð vegna framkvæmda við fráveitu í Ólafsfirði. Um er að ræða útrásarbrunn og útrásarlögn við Námuveg í Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Umsögn deildarstjóra tæknideildar lögð fram.

  Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Herhúsfélagsins á næsta fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Tekið fyrir erindi frá Ramma hf. þar sem Fjallabyggð er boðinn forkaupsréttur að Mánabergi ÓF 12.

  Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsréttinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lagt fram erindi frá sjónvarpstöðinni N4 þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á því að styrkja framleiðslu þáttaraðarinnar Að norðan.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lagt fram erindi Ungmennafélags Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna endurskoðunar samninga við Fjölís varðandi afnot af höfundarvernduðu efni í stjórnsýslu sveitarfélaga.

  Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.
  Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lagt fram til kynningar

  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Þingmenn Norðausturkjördæmis boða til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á starfssvæði Eyþings miðvikudaginn 15. febrúar nk. Fundurinn verður á Akureyri kl. 13:00 - 15:30.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarfulltrúum sem sjá sér það fært að mæta á fundinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lagt fram erindi frá sóknarpresti Siglufjarðarkirkju um beiðni um aðkomu vinnuskóla Fjallabyggðar að opnun kirkjunnar yfir sumarmánuðina.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Lögð fram fundargerð Seyru ehf. frá 16. desember 2016 til kynningar. Einnig lagður fram kaupsamningur vegna húsnæðisins Vetrarbraut 21 - 23, Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13. febrúar 2017 Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 487. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017

Málsnúmer 1702008FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
  Lagt fram bréf frá Inkasso sem sér um innheimtu fyrir Fjallabyggð. Þar er óskað eftir að samningur vegna innheimtunnar sem rennur 15. apríl 2017 verði framlengdur um eitt ár.

  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lögð fram umsögn bæjarstjóra vegna erindis sjónvarpsstöðvarinnar N4 um að styrkja sjónvarpsþættina "Að norðan".

  Bæjarráð Fjallabyggðar mun ekki styrkja frjálsa fjölmiðla með beinum hætti. Fjallabyggð mun áfram auglýsa í frjálsum fjölmiðlum eins og verið hefur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Umsögn deildarstjóra frístunda-, fræðslu-, markaðs- og menningarmála lögð fram vegna óska Siglufjarðarkirkju um viðveru unglinga frá vinnuskóla Fjallabyggðar yfir sumarmánuði.

  Bæjarráð samþykkir að veita 150 tímum til þessa verkefnis eða alls 170.000 krónur sem færist á atvinnu og ferðamál.
  Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri.
  Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Á fund bæjarráðs mættu deildarstjóri fræðslumála og leikskólastjóri.
  Lögð fram ósk leikskólastjóra Fjallabyggðar um að fá að ráða leikskólakennara í 100% starf við Leikhóla vegna óvæntrar fjölgunar nemenda og aukins stuðnings vegna fatlaðs nemanda.

  Bæjarráð samþykkir þessa ráðningu og vísar kostnaðarauka til viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
  Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri.
  Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lagðar fram umsagnir heilbrigðiseftirlits, slökkviliðsstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna umsóknar um rekstrarleyfi.

  Bæjarráð samþykkir að fengnum umsögnum að veita jákvæða umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lagðar fram umsagnir heilbrigðiseftirlits, slökkviliðsstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna umsóknar um rekstrarleyfi.

  Bæjarráð samþykkir að fengnum umsögnum að veita jákvæða umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lögð fram niðurstaða opnunar á tilboðum í sameiningu íbúða 3 hæð í Skálarhlíð. Deildarstjóri tæknideildar leggur til að lægsta tilboði verði tekið.
  Eftirfarandi tilboð bárust:
  Berg ehf 8.156.000
  Minný ehf 8.860.000
  ÓHK Trésmíði ehf 8.348.764
  GJ smiðir ehf 8.621.935
  Kostnaðaráætlun 7.656.720

  Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði.
  Bókun fundar Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.
  Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstóri.
  Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lagt fram erindi frá Íbúðalánasjóð þar sem óskað er upplýsinga um lóðarverð og annan kostnað vegna úthlutunar lóða.

  Lagt fram svar tæknideildar við fyrirspurn Íbúðalánasjóðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lagt fram til kynningar erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, þar sem áréttuð er innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla. Frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10. bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10. bekkjar grunnskóla.

  Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá skólastjóra og fræðslu- og frístundanefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Föstudaginn 10. febrúar s.l. var miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum samþykkt.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Föstudaginn 24. febrúar nk. er boðað til tveggja samráðsfunda á vegum verkefnisstjórnar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Fundirnir verða haldnir á:
  Veitingahúsinu Sölku, Húsavík og Hótel Kea, Akureyri.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lagt fram til kynningar erindi frá Fornleifastofnun Íslands vegna fornleifaskráningar á verndarsvæðum í byggð. Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 6.14 1702054 Íbúaskrá 2016
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lögð fram íbúaskrá Fjallabyggðar 1. desember 2016.

  Íbúar Fjallabyggðar 1.12.2016 voru alls skráðir 2025.
  Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lagt fram erindi frá Búfesti hsf. þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að funda með fulltrúum Búfesti hsf.
  Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings, 291. og 292. fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 15. febrúar s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15. febrúar 2017

Málsnúmer 1702007FVakta málsnúmer

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15. febrúar 2017 Linda Lea Bogadóttir gerði grein fyrir undirbúningi að ráðstefnu þann 9.mars n.k.
  Ákveðið hefur verið að halda ráðstefnuna í Menningarhúsinu Tjarnarborg.
  Lagt er til að bjóða ferðaþjónustuaðilum bæði austan og vestan við okkur.
  Markmið ráðstefnunnar er bæði að kynna svæðið og hvernig best er að standa að uppbyggingu Fjallabyggðar sem ferðamannastaðar. Hver eru sóknarfærin?
  Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15. febrúar 2017 Róbert Grétar Gunnarsson kynnti Norrænu Strandmenningarhátíðina sem verður haldin 2018. Næstu skref varðandi þessa hátíð er fyrsti fundur undirbúningsnefndar hátíðarinnar um komandi helgi.
  Lagt til að þessi hátíð verði hluti af 100 ára afmælishátíð Siglufjarðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15. febrúar 2017 Almenn umræða um Síldarævintýrið.
  Nefndarmenn voru sammála um að auglýsa eftir framkvæmdastjóra til að taka að sér samræmingu dagskrár yfir verslunarmannahátíðina með einblíningu á grunndagskrá tengdri Síldarævintýrinu, en að mestu verði farið í að einbeita sér að stærri markhóp og þá helst fjölskyldufólki á aldrinum 30-50 ára.
  Nefndarmenn voru sammála um að alls konar íþróttaþrautir og viðburðir og keppnir muni henta vel til að kalla fólk til leiks og skapa nýja og ferska ásýnd bæjarfélagsins. Óskað er eftir upplýsingum hver fjárhagsrammi sveitarfélagsins er í kringum þennan árlega viðburð.
  Einnig rætt um aðrar hátíðir sveitarfélagsins, svo sem Trilludaga og 17.júní.
  Bókun fundar Til máls tók Guðrún S. Hauksdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn vill benda á að það er ekki í verkahring einstakra nefnda að auglýsa eftir starfsmönnum fyrir bæjarfélagið. Bæjarstjórn vill þess vegna vísa þessum lið aftur í markaðs- og menningarnefnd og óska eftir tillögum um tilhögun Síldarævintýrisins.

  Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum og 1 sat hjá.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017

Málsnúmer 1702010FVakta málsnúmer

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Lagðar fram ábendingar íbúa sem ritaðar voru á íbúafundi vegna kynningar á drögum af deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar. Ábending barst frá Rauðku ehf. um skort á nánu samráði í samræmi við samkomulag Fjallabyggðar og Rauðku ehf. frá 28.apríl 2012, um lið 1: Miðbær Siglufjarðar.
  Nefndin telur nauðsynlegt að haldinn verði fundur um ákvæði samkomulagsins með forsvarsmönnum Rauðku ehf.og felur tæknideild að boða til fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar og Rarik vegna skipulagslýsingar á breytingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin er gerð samhliða deiliskipulagsvinnu á landfyllingu við Tjarnargötu norðan Hafnarbryggju. Einnig lögð fram uppfærð drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.

  Drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu verða kynnt fyrir opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar fimmtudaginn 2.mars og að því loknu til samþykktar sveitarsjórnar fyrir formlega auglýsingu tillögunnar.  Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar vegna skipulagslýsingar á deiliskipulagi lóða norðan Hafnarbryggju á Þormóðseyri, Siglufirði. Einnig lögð fram uppfærð drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.

  Drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu verða kynnt fyrir opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar fimmtudaginn 2.mars og að því loknu til samþykktar sveitarsjórnar fyrir formlega auglýsingu tillögunnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Vegna samþykkis eigenda nærliggjandi húsa er fallið frá kröfu um grenndarkynningu. Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Erindi samþykkt með fyrirvara um undirskrift eigenda á byggingarleyfisumsókn. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Nefndin felur tæknideild að afla upplýsinga um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Erindi samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdin sé ekki tilkynningarskyld. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Minjastofnun kallar eftir skilaskildum gögnum vegna skráningar menningarminja; fornleifa, húsa og mannvirkja sem orðið hafa til við skráningu menningarminja eftir 1.janúar 2013. Gögnunum skal skilað til stofnunarinnar fyrir 1.júní 2017.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 1. mars 2017 Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun fyrir Múlagöng. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 6. mars 2017

Málsnúmer 1703002FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 6. mars 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 6. mars 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 6. mars 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 6. mars 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 6. mars 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 6. mars 2017 Bókun fundar Til máls tók S.Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 37. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 6. mars 2017 Bókun fundar Til máls tók S.Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 37. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 1609086Vakta málsnúmer

Á 210.fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru samþykkt drög að breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin nær til athafna- og hafnarsvæðis á Þormóðseyri. Drög þessi voru kynnt almenningi fyrir opnu húsi 2. mars sl. í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður, á 209. fundi nefndarinnar, höfðu drög að lýsingu vegna skipulagsvinnunnar verið samþykkt. Var lýsingin auglýst þann 8.febrúar - 22.febrúar 2017.
Bæjarstjórn samþykkir að senda skipulagstillöguna Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11.Deiliskipulag-lóðir norðan Hafnarbryggju Þormóðseyri, Siglufirði

Málsnúmer 1611052Vakta málsnúmer

Á 210.fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru samþykkt drög að tillögu deiliskipulags lóða norðan Hafnarbryggju á Þormóðseyri. Drög þessi voru kynnt almenningi fyrir opnu húsi 2. mars sl. í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður, á 208. fundi nefndarinnar, höfðu drög að lýsingu vegna skipulagsvinnunnar verið samþykkt. Var lýsingin auglýst þann 22.desember - 5.janúar 2017.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu deiliskipulags lóða norðan Hafnarbryggju samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.