Bæjarráð Fjallabyggðar

491. fundur 07. mars 2017 kl. 08:00 - 08:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varamaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varamaður, F lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Fasteignin að Hólavegi 7, Siglufirði

Málsnúmer 1208011Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað og samþykkt kauptilboð í Hólaveg 7, Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti.

2.Starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar

Málsnúmer 1702041Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk Kristjáns Ragnars Ásgeirssonar um rökstuðning vegna ráðningar deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar.
Lagt fram minnisblað með rökstuðningi frá bæjarstjóra og starfandi formanni bæjarráðs. Sólrún Júlíusdóttir bæjarráðsmaður gat ekki setið fundinn og var í hópnum sem tók viðtöl við umsækjendur, er sammála minnisblaðinu (samþykki sent í tölvupósti).

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan rökstuðning.

3.Launayfirlit tímabils 2017

Málsnúmer 1702038Vakta málsnúmer

Lagt fram launayfirlit tímabilsins jan/feb 2017 ásamt stöðu á langtímaveikindum starfsmanna.
Lagt fram til kynningar.

4.Trúnaðarmál - fasteignagjöld

Málsnúmer 1702078Vakta málsnúmer

Niðurstaða fundarins færð í trúnaðarbók.

5.Varðar kynningu á innheimtuþjónustu Motus fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1702083Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Motus og Gjaldheimtunnar vegna innheimtu á viðskiptakröfum fyrir Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur Flokkunar Eyjafjörður 14. mars 2017

Málsnúmer 1703009Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Flokkun Eyjafjörður þann 14. mars 2017.
Bæjarráð felur Ríkharði Hólm Sigurðssyni bæjarfulltrúa að sækja fundinn.

7.Fulltrúaráðsfundur EBÍ

Málsnúmer 1702082Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aukafundar í fulltrúaráði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands kl. 13.00 fimmtudaginn 23. mars n.k. í Golfskálanum Grafarholti.
Málinu vísað til fulltrúa Fjallabyggðar í fulltrúaráði EBÍ.

8.Styrktarsjóður EBÍ 2017

Málsnúmer 1702080Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Styrktarsjóði EBÍ þar sem óskað er eftir umsóknum um styrki til framfaraverkefna í héraði.
Málinu vísað til deildarstjóra tæknideildar og óskað eftir tillögum að umsóknum á næsta fundi bæjarráðs.

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017

Málsnúmer 1701007Vakta málsnúmer

Lögð fram 847. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2017

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 1. og 2. fundar stjórnar Hornbrekku.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir fræðslu- og frístundanefndar og skipulags- og umhverfisnefndar. Í þeim var meðal annars fjallað um samninga við Skíðafélag Ólafsfjarðar og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.
Bæjarráð vísar rekstrarsamningum við Skíðafélag Ólafsfjarðar og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 08:45.