Bæjarráð Fjallabyggðar

487. fundur 13. febrúar 2017 kl. 08:00 - 09:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi - Viking Heliskiing

Málsnúmer 1611076Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sitja slökkviliðsstjóri og deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn vegna útgáfu nýs rekstrarleyfis fyrir Viking Heliskiing að fengnum umsögnum heilbrigðiseftirlits, slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

2.Ljósleiðaravæðing Fjallabyggðar

Málsnúmer 1701095Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið situr deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna fyrirspurnar F. Steinars Svavarssonar um stöðu nettenginga í Fjallabyggð.

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að "10 hús sem skráð eru með lögheimili í dreifbýli eru ótengd við ljósnet/ljósleiðara. Þar af eru 9 í Ólafsfirði. Í þéttbýli þá er búið að tengja öll heimili í Ólafsfirði við ljósnet og er áætlað að búið verða að tengja öll heimili á Siglufirði á árinu 2017". Hægt er að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs vegna ótengdra heimila í dreifbýli og þarf Fjallabyggð/húseigandi að leggja til 350.000 fyrir hverja tengingu sem er styrkhæf.

Bæjarráð vísar kostnaði vegna verkefnisins til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

3.Ísland ljóstengt - Upplýsingar vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga

Málsnúmer 1609042Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið situr deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.

4.Hleðslustöðvar og Ísorka - Fjallabyggð

Málsnúmer 1702009Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið situr deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Ísorku, dagsett 2. febrúar 2017, um rafmagnshleðslustöðvar ráðgjöf og þjónustu við uppsetningu og fleira sem tengist hleðslustöðvum og rafbílum.

Bæjarráð samþykkir uppsetningu á hæghleðslustöð við Ráðhús Fjallabyggðar. Áætlaður kostnaður er 300.000 kr. sem færist á liðinn ýmis smáverk.

5.Fráveita Ólafsfirði - 2017

Málsnúmer 1702033Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið situr deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um að halda opið útboð vegna framkvæmda við fráveitu í Ólafsfirði. Um er að ræða útrásarbrunn og útrásarlögn við Námuveg í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar.

6.Athugasemd Herhúsfélagsins vegna fyrirhugaðs deiliskipulags norðan Hafnarbryggju.

Málsnúmer 1701018Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið situr deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Umsögn deildarstjóra tæknideildar lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Herhúsfélagsins á næsta fund bæjarráðs.

7.Forkaupsréttur fiskiskips

Málsnúmer 1702042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ramma hf. þar sem Fjallabyggð er boðinn forkaupsréttur að Mánabergi ÓF 12.

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsréttinum.

8.N4 - sjónvarp landsbyggðanna

Málsnúmer 1702029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sjónvarpstöðinni N4 þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á því að styrkja framleiðslu þáttaraðarinnar Að norðan.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.

9.Opnað fyrir umsóknir um landsmót 2017

Málsnúmer 1702028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ungmennafélags Íslands.
Fylgiskjöl:

10.Endurskoðun samninga við Fjölís

Málsnúmer 1702027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna endurskoðunar samninga við Fjölís varðandi afnot af höfundarvernduðu efni í stjórnsýslu sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.

11.Ráðstefna um jafnrétti í skólastarfi

Málsnúmer 1702034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

12.Viðtalstímar þingmanna og sveitarstjórna í Eyþingi

Málsnúmer 1702021Vakta málsnúmer

Þingmenn Norðausturkjördæmis boða til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á starfssvæði Eyþings miðvikudaginn 15. febrúar nk. Fundurinn verður á Akureyri kl. 13:00 - 15:30.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarfulltrúum sem sjá sér það fært að mæta á fundinn.

13.Opnun Siglufjarðarkirkju yfir sumarmánuðina

Málsnúmer 1702019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sóknarpresti Siglufjarðarkirkju um beiðni um aðkomu vinnuskóla Fjallabyggðar að opnun kirkjunnar yfir sumarmánuðina.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

14.Aðalfundur Samorku 2. mars 2017

Málsnúmer 1702014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Hluthafafundur Seyru ehf - 16. desember 2016

Málsnúmer 1612014Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Seyru ehf. frá 16. desember 2016 til kynningar. Einnig lagður fram kaupsamningur vegna húsnæðisins Vetrarbraut 21 - 23, Siglufirði.

16.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1702039Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

17.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1702040Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Fundi slitið - kl. 09:50.