Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

37. fundur 06. mars 2017 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Kristján Hauksson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson aðalmaður, F lista
Starfsmenn
  • Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Róbert Grétar Gunnarsson Deildarstjóri fræðslu, frístunda og menningarmála
Áheyrnarfulltrúi B lista, Jón Valgeir Baldursson mætti ekki og boðaði ekki varamann.
Sæbjörg Ágústsdóttir S lista, boðaði forföll en enginn mætti í hennar stað.

1.Ráðstefna um jafnrétti í skólastarfi

Málsnúmer 1702034Vakta málsnúmer

Jafnréttisstofa og miðstöð skólaþróunar á Akureyri auglýsa eftir áhugaverðu efni til að kynna á: Ráðstefnu um jafnrétti í skólastarfi, sem haldin verður í Háskólanum á Akureyri 1.apríl 2017. Samkvæmt námsskrá nær jafnrétti til: kyns, kynhneigðar, kynvitundar, menningar, litarháttar, ætternis, þjóðernis, tungumáls, trúarbragða, lífsskoðana, fötlunar, stéttar, búsetu og aldurs.
Lagt fram til kynningar.

2.Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla

Málsnúmer 1702046Vakta málsnúmer

Mennta og menningarmálaráðuneytið árétta að frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10.bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10.bekkjar grunnskóla. Ráðuneytið ítrekar jafnframt að skólar skulu ekki nota vörpun við einkunnagjöf, þ.e. umreikna einkunnir yfir í tölur yfir í bókstafina A-D.
Fundarmenn óska eftir því að deildarstjóri fræðslu, frístunda og menningarmála kanni stöðu mála varðandi námsmatskvarða hjá Grunnskóla Fjallabyggðar og leggi fyrir nefndina.

3.Umsókn um nám utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1703007Vakta málsnúmer

Sótt er um nám utan lögheimilssveitarfélags við Brekkuskóla á Akranesi út skólaárið 2016-2017.
Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

4.Ungt fólk og lýðræði 2017

Málsnúmer 1703003Vakta málsnúmer

Dagana 5.-7. apríl nk. mun Ungmennaráð Íslands (UMFÍ) standa fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er "EKKI BARA FRAMTÍÐIN - UNGT FÓLK LEIÐTOGAR NÚTÍMANS".
Rástefnan fer að þessu sinni fram á Hótel Laugabakka í Miðfirði.
Nefndin vísar erindinu til umfjöllunar í ungmennaráði.

5.Gerð viðmiða um gæði frístundastarfs

Málsnúmer 1703005Vakta málsnúmer

Þann 2.júní 2016 samþykkti Alþingi lagafrumvarp að breytingu að lögum um grunnskólann á þann hátt að á eftir 33.gr. laganna kemur ný grein, 33.gr.a.
Í þessari nýju grein er kveðið á um það, að öllum börnum í yngri árgöngum (1.-4.b) skuli gefinn kostur á þjónustu frístundaheimila.
Ráðuneytið hefur skipað verkefnisstjóra fyrir innleiðinguna og er nú unnið að gerð viðmiða um gæði frístundastarfs, þ.m.t. hlutverk og markmið, skipulag og starfsaðstæður, starfshætti, margbreytileika, stjórnun og menntun starfsfólks.
Nefndin leggur til að deildarstjóri fræðslu, frístunda og menningarmála leyti eftir umsögn skólastjóra um þessi mál.
Að loknum þessum dagskrárlið vék Katrín Freysdóttir áheyrnarfulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar af fundi.

6.Samningur um rekstur skíðasvæðisins í Tindaöxl

Málsnúmer 1701091Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Kristján Hauksson af fundi.

Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur lokið umsagnarferli sínu á samningnum sem liggur fyrir.
Nefndin samþykkir ofangreindan samning með áorðnum leiðréttingum. Nefndin vísar afgreiðslu þessa máls til bæjarráðs.

7.Samningur við KF vegna knattspyrnuvalla

Málsnúmer 1701084Vakta málsnúmer

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur lokið umsagnarferli sínu á samningnum sem liggur fyrir.
Nefndin samþykkir samninginn með áorðnum breytingum og vísar samningnum til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.