Bæjarráð Fjallabyggðar - 490. fundur - 2. mars 2017

Málsnúmer 1703001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 143. fundur - 08.03.2017

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 490. fundur - 2. mars 2017 Lögð fram umsögn bæjarstjóra, S. Guðrúnar Hauksdóttur og Sólrúnar Júlíusdóttur varðandi ráðningu á deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Tekin voru viðtöl við fjóra umsækjendur og er lagt til við bæjarráð að Guðrún Sif Guðbrandsdóttir verði ráðin í stöðuna.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að Guðrún Sif verði ráðin.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og Ríkharður Sigurðsson tók við fundarstjórn. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir tók sæti Helgu Helgadóttur.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Guðrún Sif Guðbrandsdóttir verði ráðin og bíður hana velkomna til starfa.
    Afgreiðsla 490. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 samhljóða atkvæðum.