Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017

Málsnúmer 1702002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 143. fundur - 08.03.2017

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lagt fram minnisblað varðandi fasteignagjöld 2017.

  Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
  Að hámarksafsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði kr. 63.000.

  Að tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði:
  Flokkur - Einstaklingar
  -
  Afsláttur
  1. 0 - 2.100.000 - 100%
  2.
  2.100.001 - 2.518.000 - 75%
  3.
  2.518.001 - 2.936.000 - 50%
  4.
  2.936.001 - 3.341.000 - 25%
  5.
  3.341.001 - - 0%

  Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk - Afsláttur
  1. 0 - 3.133.000 - 100%
  2.
  3.133.001 - 3.760.000 - 75%
  3
  3.760.001 - 4.387.000 - 50%
  4
  4.387.001 - 5.013.000 - 25%
  5
  5.013.001 - - 0%

  Að afsláttarprósenta vegna fasteignaskattsstyrks til félagasamtaka verði óbreytt 100%.

  Að fjöldi gjalddaga verði átta, frá 1. mars til 1. október og nái álagning fasteignagjalda á fasteign ekki 35.000 á gjaldanda, sé öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.

  Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki tóku þátt í verðkönnun sem gerð var í tengslum við álagningu fasteignagjalda 2017, varðandi þóknun fyrir kröfuinnheimtu með greiðsluseðlum.
  Miðað við þær forsendur sem lagðar voru fram í verðkönnuninni bauð Landsbankinn 94.500, p/mánuð, Arion banki 89.850 og Íslandsbanki 100.020.
  Bæjarráð samþykkir að gengið verði að tilboði Arion banka.
  Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri.
  Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Á 485. fundi bæjarráðs, 31. janúar 2017, var tekin fyrir ósk Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um umsögn varðandi framkomin drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
  Bæjarráð óskaði eftir umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Ámunda Gunnarssyni.

  Lögð fram jákvæð umsögn um drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

  Bæjarráð samþykkir að senda umsögnina til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Á 485. fundi bæjarráðs, 31. janúar 2017, var tekin fyrir ábending frá íbúum í Fjallabyggð varðandi sorphirðu, þar sem innihald allra þriggja tunna var losað í sama sorphirðubílinn.
  Bæjarráð fól deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins varðandi þetta mál.

  Svar Íslenska gámafélagsins, dagsett 1. febrúar lagt fram.
  Beðist er velvirðingar á þessu atviki og m.a. kemur fram í svarinu að búið sé að fara yfir málið til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

  Í tengslum við sorphirðumál, samþykkir bæjarráð að í sumar verið farið í kynningu meðal íbúðareigenda, vegna flokkunar sorps.
  Jafnframt verði deildarstjóra tæknideildar falið að skýra betur flokkun heimilissorps á heimasíðu bæjarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Helga Helgadóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Lögð fram beiðni skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 1. febrúar 2017, um leyfi til að ráða kennara í 75% starf út skólaárið 2016-2017.

  Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni í ljósi sérstakra aðstæðna.
  Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstóri.
  Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Tekin til umræðu tillaga stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga til AFE, sem lögð verður fram á aðalfundi félagsins í apríl næstkomandi.
  Í tillögunni er gert ráð fyrir að framlag per íbúa muni hækka úr 1.388 kr. í 1.666 kr.

  Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og verði tillagan samþykkt á aðalfundi AFE, er hækkun framlags að upphæð kr. 563.000 vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
  Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri.
  Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Tekið fyrir erindi frá Friðriki Steinari Svavarssyni, dagsett 27. janúar 2017, í ljósi þess að í frétt á RUV 26. janúar 2017 hafi komið fram að stefnt sé að því að 99% heimila í landinu verði ljósleiðaratengd árið 2020 (eftir þrjú ár). Fyrirspyrjandi langar að forvitnast um hvernig staða þessara mála sé í Fjallabyggð og hvernig bæjaryfirvöld hyggist beita sér til að þessi áætlun verði að raunveruleika.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar, Ármanni V. Sigurðssyni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lagður fram til kynningar minnispóstur frá Mílu um
  "Ísland ljóstengt" í tengslum við styrkúthlutanir Fjarskiptasjóðs 2017.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar, Ármanni V. Sigurðssyni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lagt fram erindi frá Ísorku, dagsett 2. febrúar 2017, um rafmagnshleðslustöðvar ráðgjöf og þjónustu við uppsetningu og fleira sem tengist hleðslustöðvum og rafbílum.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lögð fram til kynningar skýrsla Landgræðslunnar, Lífrænn úrgangur til landgræðslu - tækifæri.
  Í skýrslunni er m.a. fjallað um húsdýraáburð, kjötmjöl, moltu og seyru.
  Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð fræðslu- og frístundanefnd frá 30. janúar s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 7. febrúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 27. janúar 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 486. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.