Deiliskipulag-lóðir norðan hafnarbryggju

Málsnúmer 1611052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 208. fundur - 07.12.2016

Tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag lóða norðan við Hafnarbryggju lögð fyrir nefndina.

Nefndin samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna og að hefja vinnu við deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25.01.2017

Drög að deiliskiplulagstillögu fyrir atvinnulóðir norðan Hafnarbryggju,Þormóðseyri lögð fyrir nefndina.

Nefndin samþykkir að kynna drög að deiliskipulagstillögu fyrir atvinnulóðir norðan Hafnarbryggju og mun tillagan vera aðgengileg hjá tæknideild Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 01.03.2017

Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar vegna skipulagslýsingar á deiliskipulagi lóða norðan Hafnarbryggju á Þormóðseyri, Siglufirði. Einnig lögð fram uppfærð drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.

Drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu verða kynnt fyrir opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar fimmtudaginn 2.mars og að því loknu til samþykktar sveitarsjórnar fyrir formlega auglýsingu tillögunnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 143. fundur - 08.03.2017

Á 210.fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru samþykkt drög að tillögu deiliskipulags lóða norðan Hafnarbryggju á Þormóðseyri. Drög þessi voru kynnt almenningi fyrir opnu húsi 2. mars sl. í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður, á 208. fundi nefndarinnar, höfðu drög að lýsingu vegna skipulagsvinnunnar verið samþykkt. Var lýsingin auglýst þann 22.desember - 5.janúar 2017.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu deiliskipulags lóða norðan Hafnarbryggju samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 01.06.2017

Tillaga deiliskipulags tveggja athafnalóða norðan Hafnarbryggju, var auglýst frá 10.apríl - 24.maí 2017, í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Umsögn barst frá Vegagerðinni sem gerði ekki athugasemdir við tillöguna og ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun. Eftirfarandi breytingar voru gerðar vegna ábendinga Skipulagsstofnunar:
Kafla 1.8 Almannaréttur, var bætt við greinargerðina. Göngustígur skilgreindur meðfram strandlínu og lóðir minnkaðar sem því nemur. Byggingareitir minnkaðir í línu við suðurhlið Tjarnargötu 2-4.

Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 510. fundur - 18.07.2017

Undir þessum lið sat Íris Stefánsdóttir tæknideild.

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 7.júlí 2017, þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulag athafnalóða á Þormóðseyri norðan Hafnarbryggju, Siglufirði. Umræða tekin um athugasemdir Skipulagsstofnunar. Lagður fram uppfærður skipulagsuppdráttur af svæðinu og greinargerð tæknifulltrúa ásamt tillögu að svarbréfi við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Bæjarráð ræddi málið og samþykkir tillögu að svarbréfi til Skipulagsstofnunar. Bæjarráð felur fulltrúa tæknideildar að senda Skipulagsstofnun svarbréfið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 513. fundur - 08.08.2017

Lagt fram til kynningar svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 27. júlí 2017, þar sem bæjarstjórn er tilkynnt að stofnunin hafi farið yfir lagfærð gögn deiliskipulagsins og geri ekki athugasemd við að bæjarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, þegar aðalskipulagsbreyting sama svæðis hefur tekið gildi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að auglýsa lóðirnar þegar aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi.