Breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 1609086

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29.09.2016

Breyta þarf Aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna landfyllingar sem komin er við Bæjarbryggju (Hafnarbryggju). Einnig felur nefndin tæknideild að deiliskipuleggja lóðir á umræddri landfyllingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 209. fundur - 25.01.2017

Lögð fram skipulagslýsing á breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028. Athafna- og hafnarsvæði á Þormóðseyri, Siglufirði. Einnig lagður fram uppdráttur um breytingu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

Nefndin samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna og breytinguna í framhaldi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 01.03.2017




Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar og Rarik vegna skipulagslýsingar á breytingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin er gerð samhliða deiliskipulagsvinnu á landfyllingu við Tjarnargötu norðan Hafnarbryggju. Einnig lögð fram uppfærð drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.

Drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu verða kynnt fyrir opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar fimmtudaginn 2.mars og að því loknu til samþykktar sveitarsjórnar fyrir formlega auglýsingu tillögunnar.



Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 143. fundur - 08.03.2017

Á 210.fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru samþykkt drög að breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin nær til athafna- og hafnarsvæðis á Þormóðseyri. Drög þessi voru kynnt almenningi fyrir opnu húsi 2. mars sl. í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður, á 209. fundi nefndarinnar, höfðu drög að lýsingu vegna skipulagsvinnunnar verið samþykkt. Var lýsingin auglýst þann 8.febrúar - 22.febrúar 2017.
Bæjarstjórn samþykkir að senda skipulagstillöguna Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 01.06.2017

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 var auglýst frá 10.apríl - 24.maí 2017, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Lagðar fram umsagnir frá Vegagerðinni, Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, Dalvíkurbyggð og Sveitarfélaginu Skagafirði sem gera ekki athugasemd við tillöguna.

Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.