Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

210. fundur 01. mars 2017 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 1601077Vakta málsnúmer

Lagðar fram ábendingar íbúa sem ritaðar voru á íbúafundi vegna kynningar á drögum af deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar. Ábending barst frá Rauðku ehf. um skort á nánu samráði í samræmi við samkomulag Fjallabyggðar og Rauðku ehf. frá 28.apríl 2012, um lið 1: Miðbær Siglufjarðar.
Nefndin telur nauðsynlegt að haldinn verði fundur um ákvæði samkomulagsins með forsvarsmönnum Rauðku ehf.og felur tæknideild að boða til fundar.

2.Breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 1609086Vakta málsnúmer
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar og Rarik vegna skipulagslýsingar á breytingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin er gerð samhliða deiliskipulagsvinnu á landfyllingu við Tjarnargötu norðan Hafnarbryggju. Einnig lögð fram uppfærð drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.

Drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu verða kynnt fyrir opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar fimmtudaginn 2.mars og að því loknu til samþykktar sveitarsjórnar fyrir formlega auglýsingu tillögunnar.3.Deiliskipulag-lóðir norðan Hafnarbryggju Þormóðseyri, Siglufirði

Málsnúmer 1611052Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar vegna skipulagslýsingar á deiliskipulagi lóða norðan Hafnarbryggju á Þormóðseyri, Siglufirði. Einnig lögð fram uppfærð drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.

Drög af skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu verða kynnt fyrir opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar fimmtudaginn 2.mars og að því loknu til samþykktar sveitarsjórnar fyrir formlega auglýsingu tillögunnar.

4.Umsókn um byggingarleyfi, Túngötu 29 Siglufirði

Málsnúmer 1702013Vakta málsnúmer

Eigandi Túngötu 29 sækir um leyfi fyrir viðbyggingu samkvæmt hjálagðri teikningu. Einnig lagt fram samþykki eigenda nærliggjandi húsa.
Samþykkt
Vegna samþykkis eigenda nærliggjandi húsa er fallið frá kröfu um grenndarkynningu. Erindi samþykkt.

5.Umsókn um byggingarleyfi, Múlavegur 8-8A-8B

Málsnúmer 1702031Vakta málsnúmer

Óskað eftir leyfi til útlitsbreytinga á bílageymslum við Múlaveg 8-8A og 8B. Lagðar fram teikningar ásamt samþykki eiganda.

Erindi samþykkt með fyrirvara um undirskrift eigenda á byggingarleyfisumsókn.

6.Umsókn um byggingarleyfi-Brekkuland Ólafsfirði

Málsnúmer 1702055Vakta málsnúmer

Lögð fram byggingarleyfisumsókn ásamt uppdráttum og skráningartöflu. Óskað er eftir leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum.
Erindi samþykkt.

7.Afturköllun lóðar við Skútustíg 4

Málsnúmer 1609045Vakta málsnúmer

Afturköllun frístundalóðar við Skútustíg 4.
Samþykkt.

8.Lóðarmál við Suðurgötu 16 Siglufirði

Málsnúmer 1702067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseiganda að Suðurgötu 16, Siglufirði. Óskað er eftir upplýsingum um hvort bílastæði norðan við hús Suðurgötu 16, tilheyri Lindargötu 11.

Nefndin felur tæknideild að afla upplýsinga um málið.

9.Breytt útlit glugga við Aðalgötu 31 Ólafsfirði

Málsnúmer 1702069Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn húseiganda um breytingar á gluggum sbr. innsend gögn.
Erindi samþykkt.

10.Umsókn um lengingu riffilbrautar á skotsvæði í Ólafsfirði

Málsnúmer 1702066Vakta málsnúmer

Rögnvaldur K. Jónsson f.h. Skotfélags Ólafsfjarðar, óskar eftir að fá að lengja núverandi riffilbraut félagsins úr 100m í 200m með því að moka úr fjallshlíðinni norðan við brautina.
Erindi samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdin sé ekki tilkynningarskyld.

11.Skráning menningarminja; fornleifa,húsa og mannvirkja - skil á gögnum.

Málsnúmer 1701048Vakta málsnúmer

Minjastofnun kallar eftir skilaskildum gögnum vegna skráningar menningarminja; fornleifa, húsa og mannvirkja sem orðið hafa til við skráningu menningarminja eftir 1.janúar 2013. Gögnunum skal skilað til stofnunarinnar fyrir 1.júní 2017.

Lagt fram til kynningar.

12.Viðbragðsáætlun fyrir Múlagöng

Málsnúmer 1702071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun fyrir Múlagöng.

Fundi slitið - kl. 18:30.