Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15. febrúar 2017

Málsnúmer 1702007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 143. fundur - 08.03.2017

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15. febrúar 2017 Linda Lea Bogadóttir gerði grein fyrir undirbúningi að ráðstefnu þann 9.mars n.k.
    Ákveðið hefur verið að halda ráðstefnuna í Menningarhúsinu Tjarnarborg.
    Lagt er til að bjóða ferðaþjónustuaðilum bæði austan og vestan við okkur.
    Markmið ráðstefnunnar er bæði að kynna svæðið og hvernig best er að standa að uppbyggingu Fjallabyggðar sem ferðamannastaðar. Hver eru sóknarfærin?
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15. febrúar 2017 Róbert Grétar Gunnarsson kynnti Norrænu Strandmenningarhátíðina sem verður haldin 2018. Næstu skref varðandi þessa hátíð er fyrsti fundur undirbúningsnefndar hátíðarinnar um komandi helgi.
    Lagt til að þessi hátíð verði hluti af 100 ára afmælishátíð Siglufjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15. febrúar 2017 Almenn umræða um Síldarævintýrið.
    Nefndarmenn voru sammála um að auglýsa eftir framkvæmdastjóra til að taka að sér samræmingu dagskrár yfir verslunarmannahátíðina með einblíningu á grunndagskrá tengdri Síldarævintýrinu, en að mestu verði farið í að einbeita sér að stærri markhóp og þá helst fjölskyldufólki á aldrinum 30-50 ára.
    Nefndarmenn voru sammála um að alls konar íþróttaþrautir og viðburðir og keppnir muni henta vel til að kalla fólk til leiks og skapa nýja og ferska ásýnd bæjarfélagsins. Óskað er eftir upplýsingum hver fjárhagsrammi sveitarfélagsins er í kringum þennan árlega viðburð.
    Einnig rætt um aðrar hátíðir sveitarfélagsins, svo sem Trilludaga og 17.júní.
    Bókun fundar Til máls tók Guðrún S. Hauksdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn vill benda á að það er ekki í verkahring einstakra nefnda að auglýsa eftir starfsmönnum fyrir bæjarfélagið. Bæjarstjórn vill þess vegna vísa þessum lið aftur í markaðs- og menningarnefnd og óska eftir tillögum um tilhögun Síldarævintýrisins.

    Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum og 1 sat hjá.