Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016

Málsnúmer 1609004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 136. fundur - 12.10.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Á 462. fundi bæjarráðs, 23. ágúst 2016 var tekið fyrir erindi Skíðafélags Ólafsfjarðar, þar sem óskað var eftir styrk vegna viðgerða á troðara og lyftu með vísan til 2. greinar samnings Fjallabyggðar og félagsins. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Á 464. fundi bæjarráðs, 6. september 2016 var umsögn lögð fram og í bæjarráð óskaði í framhaldi eftir því að fulltrúi skíðafélagsins kæmi á næsta fund bæjarráðs.

    Á fund bæjarráðs kom fyrir hönd Skíðafélags Ólafsfjarðar, Kristján Hauksson.
    Einnig mættu deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Bæjarráð samþykkir viðhaldsstyrk að upphæð kr. 350 þúsund.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðhaldsstyrk til Skíðafélags Ólafsfjarðar að upphæð kr. 350. þúsund.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Tekin fyrir beiðni forstöðumanns Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar, dagsett 9. september 2016, um endurnýjun á yfirbreiðslu fyrir sundlaugina í Ólafsfirði.

    Á fund bæjarráð komu deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson og deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

    Bæjarráð samþykkir endurnýjun yfirbreiðslu og vísar til viðhaldsáætlunar næsta árs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Á fundi bæjarráðs þann 3.nóvember 2015 var lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 29. október 2015, er m.a. varðaði akstur skólarútu í haustfríi grunnskólans og reglur um frítíma aðildarfélaga Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, sem Fjallabyggð veitir.
    Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Á 31. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 5. september 2016 var samþykkt að leggja til að reglur um frítíma yrðu endurskoðaðar og tekið yrði tillit til athugasemda sem fram koma í bréfi Óskars Þórðarsonar.
    Á 135. fundi bæjarstjórnar, 7. september 2016, var samþykkt að vísa þessu máli til umfjöllunar í bæjarráði.

    Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Bæjarráð samþykkir að reglur um frítíma verði endurskoðar. Jafnframt verði rekstrar- og þjónustusamningar endurskoðaðir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 5. september 2016 er varðar samning vegna sálfræðiþjónustu.
    Einnig voru lögð fram drög að samningi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands.

    Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Bæjarráð samþykkir drög að samningi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands.
    Beiðni um viðbótarfjármagn vegna ársins 2016 að upphæð kr. 400.000 er frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning við Sálfræðiþjónustu Norðurlands.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 9. september 2016 er varðar samning vegna talmeinaþjónustu.
    Einnig voru lögð fram drög að samningi við talmeinafræðingana Eyrúnu Svövu Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur.

    Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Bæjarráð samþykkir drög að samningi við talmeinafræðingana Eyrúnu Svövu Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning við talmeinafræðingana Eyrúnu Svövu Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagðar fram upplýsingar um aðsókn að tjaldsvæðum 2016.
    Fjöldi gistinátta í Ólafsfirði á tímabilinu maí til ágúst er 368 en voru 227 gistinætur 2015.
    Fjöldi gistinátta í Siglufirði á tímabilinu maí til ágúst er 4.185 en voru 3673 gistinætur 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Á 464. fundi bæjarráðs, 6. september 2016, var lagður fram til kynningar útreikningur á þeim breytingum sem hafa orðið á launum vegna kjarasamninga 2016.
    Bæjarráð samþykkti að vísa breytingu á launaáætlun til frekari umfjöllun til næsta fundar.

    Lagður fram útreikningur á breytingum vegna kjarasamninga og einnig annarra breytinga.

    Bæjarráð samþykkir að vísa breytinum á launaáætlun til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 2016.
    Innborganir nema kr. 654,8 milljónum sem er 95,2% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 687,8 milljónum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lögð fram samantekt tæknifulltrúa á íbúðarhúsnæði í Fjallabyggð sem auglýst er á netinu til skammtímaleigu.

    Bæjarráð felur tæknideild að senda eigendum auglýsts íbúðahúsnæðis bréf þar sem þeir eru hvattir til að sækja um leyfi til sölu gistingar og að álagningu fasteignaskatts verði breytt á þann veg að um sé að ræða atvinnuhúsnæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Fyrirspurn barst frá Kristni E. Hrafnssyni 10.ágúst sl. um hvort bæjarfélagið geti sem landeigandi tryggt öllum sumarhúsaeigendum til jafns, heitt vatn til húshitunar á Reykjum í Ólafsfirði.

    Fram kemur að Norðurorka hefur ekki uppi áform um sérstaka nýtingu á heitu vatni á þessum slóðum.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Í erindi Júlíusar K. Magnússonar, dagsettu 5. september 2016, er vakin athygli á miklum fjölda ryðgaðra og ónýtra bílhræja, gáma og vinnutækja þegar farið er um Ólafsfjörð.
    Bréfritari telur að þar sem ástand það sem hann gerir að umtalsefni fari aðeins versnandi, þá verði því miður ekki önnur ályktun dregin en að stjórnvaldið, stjórn bæjarfélagsins, sé að sýna alvarlega vanrækslu í þessu máli.

    Bæjarráð tekur heilshugar undir ábendingar bréfritara og felur deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir til betri vegar.
    Til upplýsinga þá á Fjallabyggð aðild að Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Tekið fyrir erindi frá Norðurorku, dagsett 6. september 2016 um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga fund með Norðurorku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram til kynningar afrit af erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dagsett 1. september 2016, til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra annars vegar og til Lögreglustjórans á Norðuralandi eystra hins vegar, vegna stjórnsýslukæru Fjallabyggðar vegna áforma um innheimtu löggæslukostnaðar á Síldarævintýrinu á Siglufirði 29. - 31. júlí 2016. Ráðuneytið óskar eftir því að gögn og upplýsingar er tengjast málinu og ekki hafa þegar komið fram, berist eigi síðar en 19. september nk. Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 22. og 23. september nk. í Reykjavík.
    Bæjarráð samþykkir að bæjarráðsfulltrúar sæki ráðstefnuna, ásamt deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Í bréfi Innanríkisráðuneytisins, dagsettu 6. september 2016, er boðað til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, miðvikudaginn 21. september n.k. kl 16:00 í Reykjavík.

    Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjallabyggðar verði formaður bæjarráðs Steinunn M. Sveinsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Boðað er til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 23. september 2016 kl. 13:00 í Reykjavík. Með fundarboði fylgir dagskrá, drög að skýrslu stjórnar, ársreikningar sambandsins, tillaga að fjárhagsáætlun. Engar tillögur eru að lagabreytingum.

    Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjallabyggðar verði formaður bæjarráðs, Steinunn M. Sveinsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. ágúst 2016, um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2017 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.

    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram til kynningar hvatningarbréf, dagsett 26. ágúst 2016, frá Innanríkisráðuneytinu vegna verkefnisins "kosningavakning", sem nú þegar hefur verið sent til grunn-og menntaskóla landsins. Með verkefninu vilja stjórnvöld hvetja grunn- og framhaldsskóla til að efla lýðræðisvitund barna og ungmenna. Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lögð fram tilkynning til grunnskóla, skólaskrifstofa, fræðslunefnda og framkvæmdastjóra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á að Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2017-2018. Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 29. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 5. september 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 2. september 2016.

    Í tengslum við 10. lið fundargerðar óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá forstöðumanni Hornbrekku varðandi endurskoðun daggjalda, gerð þjónustusamninga og hvernig það komi út fyrir Hornbrekku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.