Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016

Málsnúmer 1609006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 136. fundur - 12.10.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Tekið fyrir erindi frá Ferðamálastofu, dagsett 31. ágúst 2016 í tengslum við fjórða evrópska sumarskólann um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem haldin verður á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum 5. til 9. október 2016. Gert er ráð fyrir að að Fjallabyggð verði afar sýnileg í dagskrá sumarskólans.
    Óskað er eftir stuðningi bæjarfélagsins við Evrópska sumarskólann um sjálfbæra ferðaþjónustu 2016, með því að kosta kvöldverð fimmtudagskvöldið 6. október.

    Jafnframt var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 16. september 2016.

    Bæjarráð telur að erindið sé of seint fram komið og sér sér ekki fært að verða við því.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Á 463. fundi bæjarráðs, 30. ágúst 2018 var lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á fjárhag og stjórnsýslu sveitarfélaga.
    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra félagsmála.

    Í umsögn sem lögð var fyrir bæjarráð kemur fram að deildarstjóri óskaði eftir því að fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóðs komi hingað á staðinn og haldi sérstaka kynningu á lögunum. Er gert ráð fyrir að þessi kynning fari fram í fyrstu viku október næstkomandi.
    Á kynninguna verða boðaðir fulltrúar bæjarráðs, félagsmálanefndar auk starfsmanna bæjarins sem að þessum málum koma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson og fór yfir stöðu framkvæmda ársins ásamt áætlaðri lokastöðu.

    Deildarstjóri mun mæta á næsta fund bæjarráðs og gerir frekari grein fyrir stöðu framkvæmda og viðhalds.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessu máli.
    Lagt fram erindi frá Síldarminjasafni Íslands, dagsett 8. september 2016, vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi milli þess og bæjarfélagsins.

    Óskað er eftir fundi með forsvarsmönnum bæjarfélagsins í byrjun október til þess að fara yfir núverandi samning og ræða endurnýjun hans.

    Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagður fram ársreikningur Tjarnaborgar fyrir árið 2015. Svo og skattframtal og staðfestingarbréf undirritað af bæjarstjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagt fram til kynningar bréf frá Síldarleitinni til Innanríkisráðuneytisins, dagsett 13. september 2016, þar sem fram koma andmæli við athugasemdum Fjallabyggðar vegna kæru frá 22. júlí 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 2. september sl., var lýst yfir ánægju með hve vel tókst til með tilraunaverkefni um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninga fyrr í sumar hjá þeim 15 sveitarfélögum sem tóku þátt í verkefninu.
    Stjórnin tekur undir tilmæli Innanríkisráðuneytisins um áframhald verkefnisins og hvetur sveitarfélög til þess að taka þátt í tilraunaverkefninu við alþingiskosningar síðar á þessu ári eftir því sem tök eru á og hver og ein sveitarstjórn ákveður.

    Bæjarráð telur eðlilegt að utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Fjallabyggð verði með sama hætti og verið hefur, þ.e. hjá sýslumanni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagt fram til kynningar fréttaskot í september frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem tíunduð eru verkefni og viðburðir, m.a.:
    Flugráðstefna á Akureyri sem haldin var 13. september,
    Ráðstefna Markaðsstofa landshlutanna um dreifingu ferðamanna sem haldin var í Reykjavík 15. september,
    Auglýsing um tímabundið starf verkefnisstjóra ferðamannavegar Arcic Circle Route,
    Matarhátíðin Local Food Festival á Norðurlandi sem verður haldin á Akureyri 30. september og 1. október og
    Uppskeruhátíð 20. október í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 6. september 2016, þar sem ráðuneytið gefur bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 10. október n.k.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um fyrir Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagðar fram til kynningar reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

    Samkv. upplýsingum deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar eru engir tónskólanemar nú í Fjallabyggð sem falla undir ofangreindar reglur Jöfnunarsjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagt fram til kynningar erindi frá Mílu, dagsett 10. september 2016, þar sem fram kemur að fyrirtækið er tilbúið að veita sveitarfélögum ráðgjöf og upplýsingar varðandi alla þætti sem snúa að ljósleiðaravæðingu.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um stöðu nettenginga í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lögð fram til kynningar drög að samningi við Tröppu ehf um þjónustu talmeinafræðinga í fjarþjálfun og ráðgjöf vegna barna með tal- og málþroskafrávik.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Tekin fyrir fyrirspurn Ungmennasambands Íslands, dagsett 12. september 2016 um kostnað við íþróttastarf bæjarbúa, íþróttastyrki, niðurgreiðslu á íþróttastarfi og frístundakort vegna íþróttaiðkunar barna og ungmenna.

    Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu fyrirspurnar til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Á 465. fundi bæjarráðs, 16. september 2016, var tekin til umfjöllunar fyrirspurn frá Kristni E. Hrafnssyni um hvort bæjarfélagið geti sem landeigandi tryggt öllum sumarhúsaeigendum til jafns, heitt vatn til húshitunar á Reykjum í Ólafsfirði.
    Fram kom að Norðurorka hefur ekki uppi áform um sérstaka nýtingu á heitu vatni á þessum slóðum.
    Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.

    Bæjarráð frestar þessum dagskrárlið og felur deildarstjóra að óska eftir formlegri umsögn frá Norðurorku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagt fram erindi frá Sveini Andra Jóhannssyni varðandi endurnýjun á sjoppuskúr við knattspyrnuvöllinn í Ólafsfirði.

    Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Á 26. fundi markaðs- og menningarnefndar, 15. september 106, var tekið fyrir erindi Ferðamálastofu sem hyggur á útgáfu á rafrænum grunni yfir þá ferðaþjónustuaðila sem bjóða húsbíla velkomna frá 15. sept. - 15. maí. Spurt er hvort Fjallabyggð hafi í hyggju að bjóða upp á þjónustu fyrir þessa aðila yfir vetrartímann.
    Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að tjaldsvæðin verði opin fyrir ferðamenn allt til 15. október 2016 svo framarlega sem veður leyfir. Einnig að áfram verði miðað við opnun 15. maí ár hvert.

    Bæjarráð samþykkir lengri opnun yfir vetrartímann svo framarlega sem aðstæður leyfa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    26. fundur markaðs- og menningarnefndar frá 15. september 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.