Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

206. fundur 29. september 2016 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi

1.Umsókn um lóð

Málsnúmer 1609045Vakta málsnúmer

Umsókn um lóð frá Torfa Þórarinssyni fyrir lóðina Skútustígur 4 lögð fyrir nefndina.

Nefndin samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni að Skútustíg 4.

2.Umhverfismál í Fjallabyggð

Málsnúmer 1609052Vakta málsnúmer

Erindi frá íbúa í Ólafsfirði vegna umhverfismála.
Nefndin þakkar góðar ábendingar. Tæknideild vinnur að málinu ásamt Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Vestra.

3.Veiðar í Hólsá

Málsnúmer 1510002Vakta málsnúmer

Erindi frá því 8.10.2015 tekið fyrir hjá nefndinni á ný, í október á síðasta ári var lagt bann við veiðum í Hólsá á hrygningartíma bleikju.

Nefndin áréttar bann við veiðum í Hólsá á hryggningartíma og telur rétt að settar verði veiðireglur í ánni fyrir næsta veiðitímabil.

4.Utanvegaakstur í Hólsdal

Málsnúmer 1609074Vakta málsnúmer

Tæknideild Fjallabyggðar hafa borist ábendingar og myndir vegna utanvegaaksturs í Hólsdal sunnudaginn 11.september.

Nefndin felur tæknideild að kæra umrætt atvik til lögreglu.



5.Umsókn um afnot af landi til beitar við Brimvelli Ólafsfirði.

Málsnúmer 1609076Vakta málsnúmer

Umsókn frá Guðna Ólafssyni og Jóakim Ólafssyni um afnot af landi til beitar ofan við Brimvelli Ólafsfirði.

Tæknideild falið að skoða málið nánar.

6.Breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 1609086Vakta málsnúmer

Breyta þarf Aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna landfyllingar sem komin er við Bæjarbryggju (Hafnarbryggju). Einnig felur nefndin tæknideild að deiliskipuleggja lóðir á umræddri landfyllingu.

7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1609087Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarleyfi vegna endurbyggingar eyðibýlis að Hreppsendaá, Lágheiði.

Nefndin samþykkir erindið.

8.Umsókn um styrk úr húsafriðunarsjóði vegna verndarsvæða í byggð

Málsnúmer 1606070Vakta málsnúmer

Úthlutun styrks úr húsfriðunarsjóði vegna verndarsvæða í byggð lögð fyrir nefnd.

Nefndin fagnar styrkveitingunni.

9.Rekstraryfirlit júlí 2016

Málsnúmer 1609075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.