Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

26. fundur 15. september 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jakob Kárason varamaður, S lista
  • Árni Sæmundsson varamaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður S-lista boðaði forföll og mætti Jakob Kárason í hennar stað. Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður F-lista boðaði forföll og mætti Árni Sæmundsson í hans stað.

1.Vetrarþjónusta við húsbíla

Málsnúmer 1608038Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Ferðamálastofa hyggur á útgáfu á rafrænum grunni yfir þá ferðaþjónustuaðila sem bjóða húsbíla velkomna frá 15. sept - 15. maí. Spurt er hvort Fjallabyggð hafi í hyggju að bjóða upp á þjónustu fyrir þessa aðila yfir vetrartímann.
Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að tjaldsvæðin verði opin fyrir ferðamenn allt til 15. október 2016 svo framanlega sem veður leyfir. Einnig að áfram verði miðað við opnun 15. maí ár hvert.

2.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að fela Lindu Leu markaðs- og menningarfulltrúa að leiða vinnu við endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar. Með henni í vinnuhóp verða Arndís Erla Jónsdóttir og Ægir Bergsson. Nefndin hvetur til þess að leitað verði eftir áliti menningarstofnana, félagasamtaka og áhugafólks í þessari vinnu. Stefnt skal að því að vinnunni verði lokið í byrjun desember.

3.Hátíðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 1602031Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagðar fram greinargerðir og uppgjör eftirtaldra hátíða; Sjómannadagshátíð, 17. júní, Blúshátíð, Þjóðlagahátíð og Síldarævintýri.

4.Rekstraryfirlit júní 2016

Málsnúmer 1608013Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - júní 2016. Menningarmál: Rauntölur, 33.995.650 kr. Áætlun, 34.274.767. kr. Mismunur; 297.117 kr. Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 1.224.366 kr. Áætlun 5.280.606kr. Mismunur; 4.056.240 kr.

Fundi slitið.