Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 27. fundur - 8. október 2015

Málsnúmer 1510007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 15.10.2015

  • .1 1406043 Formsatriði nefnda
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 27. fundur - 8. október 2015 Á 120. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar 7. október 2015 var tekin fyrir beiðni Magnúsar S Jónassonar um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi það sem eftir er af kjörtímabilinu.
    Bæjarstjórn samþykkti beiðnina samhljóða.

    Vegna þessarar samþykktar kemur varabæjarfulltrúi Ríkharður Hólm Sigurðsson inn í bæjarstjórn sem aðalbæjarfulltrúi F-lista og nýr varabæjarfulltrúi Aðalsteinn Arnarson kemur inn af F-lista.

    Gjörningur þessi er samþykktur af yfirkjörstjórn og verða gefin út ný kjörbréf til handa Ríkharði Hólm Sigurðssyni og Aðalsteini Arnarsyni, dagsett 8. október.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.