Bæjarráð Fjallabyggðar - 412

Málsnúmer 1510008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 15.10.2015

  • .1 1412020 Skipurit
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lögð fram drög að starfslýsingum og atvinnuauglýsingu vegna deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum, tillögu að breyttu skipuriti.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Á 409. fundi bæjarráðs, 22. september 2015, var lagt fram tilboð í mannskaps og tækjabíl fyrir Slökkvilið Fjallabyggðar frá fyrirtækinu Ósland ehf. sem sérhæft er í smíði og framleiðslu á slökkvibifreiðum.
    Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið.

    Lagður fram samningur að upphæð 8.690.000 án/vsk til staðfestingar.

    Bæjarráð samþykkir samning og vísar kr. 1.690.000 til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, samning um kaup á mannskaps- og tækjabifreið fyrir slökkvilið Fjallabyggðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 410. fundur bæjarráðs, 28. september 2015, vísaði uppfærðri tillögu að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði leikskóla við Brekkugötu á Siglufirði til fræðslu- og frístundanefndar.

    21. fundur fræðslu- og frístundanefndar, 2. október 2015, lagði til við bæjarráð að tillaga B yrði fyrir valinu og vonaðist til að framkvæmdir hæfust eins fljótt og kostur er.

    Bæjarráð samþykkir tillögu B og felur bæjarstjóra að leita eftir tilboði í burðarþols- og lagnateikningar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, tillögu B að stækkun leikskólans Leikskála.
    Jafnframt að bæjarstjóra sé falið að leita eftir tilboði í burðarþols- og lagnateikningar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lögð fram niðurstaða í verðkönnun vegna framkvæmda í syðri kirkjugarðinum í Siglufirði.

    Tilboð voru opnuð 13. október 2015.
    Eftirtaldir aðilar buðu:
    Sölvi Sölvason kr. 8.420.000
    Bás ehf. kr. 5.635.400
    Smári ehf. kr. 8.939.000

    Kostnaðaráætlun var kr. 4.708.000

    Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og vísar kr. 635.400 til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Undir þessum dagskrárlið vék Ríkharður Hólm Sigurðsson af fundi.
    Bæjarstjórn samþykkir með 6 samhljóða atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Bás ehf.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Tilboð í sameiningu íbúða á 3ju hæð í Skálarhlíð á Siglufirði voru opnuð 9. október 2015.

    Eftirtaldir buðu í verkið:
    Byggingarfélagið Berg ehf kr. 7.486.000
    ÓHK trésmíðar ehf kr. 6.936.600

    Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 7.515.582

    Báðir tilboðsgjafar settu fram beiðni um lengri verktíma.

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til að samið verði við lægstbjóðanda og að verktími verði lengdur um mánuð til 31. janúar 2016.

    Bæjaráð samþykkir að samið verið við ÓHK trésmíðar ehf.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum, að samið verði við ÓHK Trésmíðar ehf. um verkið.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2015.

    Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar er 61,5 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -169,0 millj. í stað -107,5 millj.
    Tekjur eru 71,8 millj. hærri en áætlun, gjöld 8,4 millj. hærri og fjármagnsliðir 1,9 millj. hærri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til september 2015.

    Breyting á launaáætlun vegna starfsmatsbreytinga að upphæð 13,7 millj. sem vísað var til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015, er meðtalin í þessu yfirliti.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 749,1 m.kr. sem er 97,2% af áætlun tímabilsins sem var 770,3 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 7,3 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 28,5 m.kr.

    Nettóniðurstaða er því 21,2 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Einnig bráðabirgðaútreikningur fasteignagjalda 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Á 401. fundi bæjarráðs, 28. september 2015, var lagt fram svar Velferðarráðuneytisins, dagsett 22. september 2015 við beiðni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks á grundvelli landfræðilegra ástæðna, þannig að þau geti stofnað sameiginlegt þjónustusvæði.
    Ráðuneytið samþykkti undanþáguna í eitt ár frá 1. janúar 2016 og lagði jafnframt áheyrslu á að undanþágutíminn verði notaður til að kanna gaumgæfilega samstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

    Á fund bæjarráðs komu fulltrúar Dalvíkurbyggðar,
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðaráðs,
    Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður í byggðaráði,
    Silja Pálsdóttir, formaður félagsmálaráðs,
    Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri,
    Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og
    Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs.

    Einnig komu á fund bæjarráðs,
    Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar og
    Nanna Árnadóttir formaður félagsmálanefndar.

    Farið var yfir næstu skref varðandi stofnun þjónustusvæðis og skipulag þess.
    Starfshópur fulltrúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar
    mun koma saman í næstu viku.

    Bæjarráð leggur til að fulltrúar Fjallabyggðar í starfshópnum verði bæjarstjóri, deildarstjóri fjölskyldudeildar og deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.
    Bókun fundar Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson.
    Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum tilnefningu í starfshóp Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um stofnun og skipulag þjónustusvæðis sveitarfélagana um málefni fatlaðra.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Boðað er til aukaaðalfundar Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, 16. október n.k.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagna tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lagt fram til kynningar, svarbréf Velferðarráðuneytis, dagsett 21. september 2015, þar sem tilkynnt er að ekki verði unnt að verða við styrkumsókn Fjallabyggðar vegna úttekta í aðgengismálum fatlaðs fólks. Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lögð fram tilkynning um fund hjá Umhverfisstofnun, 16. október n.k. í Reykjavík, um nýjar reglur varðandi rafhlöður, rafgeyma og rafeinda- og raftækjaúrgang.
    Skv. 5. gr. reglugerðar nr. 442/2015 gegna sveitarfélög hlutverki varðandi móttöku rafeinda- og raftækjaúrgangs svo og upplýsingaveitingu um móttökustaði og flokkun úrgangsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lagt fram bréf formanns undirbúningshóps að stofnun Soroptimistaklúbbs Tröllaskaga, dagsett 5. október 2015.

    Markmið soroptimista, sem eru alþjóðleg samtök, er að stuðla að velferð stúlkna og kvenna með fjölþjóðlegu tengslaneti og verkefnum sem styðja m.a. við menntun og eflingu leiðtogahæfni þeirra

    Stofnfundur verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga 17. október n.k.
    Fulltrúum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar er boðið að heiðra stofnfélaga með nærveru sinni á hátíðarkvöldverðinum.

    Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að þiggja boðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Innanríkisráðuneytið vekur athygli á því að til umsagnar er hjá innanríkisráðuneytinu skýrsla um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.
    Í skýrslunni er lagt til að lögfest verði ákvæði í barnalög sem heimili skipta búsetu barns á grundvelli staðfests samkomulags foreldra, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Í erindi Veraldarvina, dagsett 2. október 2015, er settur fram samstarfsáhugi á árinu 2016.
    Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin hafa umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Samtökin nálgast markmið sín með alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi og skipulagningu umhverfis- og menningartengdra verkefna í samvinnu við sveitarfélög, fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og frjáls félagasamtök.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Flugfélagið Estonian Air mun hefja flug milli Kaupmannahafnar og Akureyrar næsta sumar, einu sinni í viku.

    Lagt fram til kynningar.

    Bæjarráð fagnar þessum árangri sem hefur náðst nú þegar í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Skýrsla Síldarævintýris 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs Eignahaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands frá 23. september 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.