Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

19. fundur 08. október 2015 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Jakob Kárason varamaður, S lista
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Guðlaugur Magnús Ingason boðaði forföll. Varamaður komst ekki í hans stað. Sæbjörg Ágústsdóttir boðaði forföll. Jakob Kárason varamaður mætti í hennar stað

1.Málefni bókasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408004Vakta málsnúmer

Samþykkt
Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns. Fór hún yfir málefni tengt söfnunum og starfsemi upplýsingamiðstöðvar.
Á árinu 2016 verður áhersla á starfsemi héraðsskjalasafnsins og verður farið í átak í að grisja gögn og eins verður farið í átak að varðveita gögn er tengjast Fjallabyggð, bæði hjá stjórnsýslunni, einkaaðilum og félagasamtökum.

Opnunartími bókasafnsins er í dag 3,5 klst. Leggur Hrönn til að gerð verði tilraun til áramóta með opnun á bókasafninu á laugardögum milli kl. 11:00 - 14:00.

Á tímabilinu 15. maí til 30. september komu 1.788 ferðamenn á upplýsingamiðstöðvarnar, þar af voru 1.655 erlendir ferðamenn. Á upplýsingamiðstöðina Siglufirði komu 1.493 ferðamenn og 295 í Ólafsfirði. Erlendir ferðamenn komu frá 32 þjóðlöndum og voru Frakkar og Þjóðverjar fjölmennastir. Að mati Hrannar þarf að auka opnunartíma á upplýsingamiðstöðvunum yfir sumartímann og gera ráð fyrir starfsmanni í 100% starf.

Nefndin þakkar Hrönn fyrir góða yfirferð á starfsemi bóka- og héraðsskjalasafnsins.
Nefndin óskar eftir kostnaðartölum er varðar beiðni um opnun á laugardögum og þær verði lagðar fyrir næsta fund.
Nefndin tekur undir mat Hrannar varðandi aukin opnunartíma á upplýsingamiðstöð og leggur til að það verði tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

2.Tjarnarborg, haustdagskrá

Málsnúmer 1510012Vakta málsnúmer

Lagt fram
Á fundinn mætti Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar og fór hún yfir dagskrá hússins fram að áramótum. Nefndin fagnar aukingu á nýtingu hússins og þakkar Ástu fyrir framlögð gögn.

3.Opið bréf til markaðs- og menningarnefndar

Málsnúmer 1508066Vakta málsnúmer

Erindi svarað
Í sumar birti Steingrímur Kristinsson á heimasíðu sinni opið bréf til markaðs- og menningarnefndar með yfirskriftinni "Hvað getur markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar gert til að auka ánægju ferðamanna sem til Fjallabyggðar koma og ekki hvað síst okkur íbúana sem einnig munu njóta?"
Í bréfinu eru lagðar fram sjö hugmyndir m.a. í þá veru að auka aðgengi ferðamanna að nokkrum stöðum á Siglufirði.
Nefndin þakkar Steingrími góðar hugmyndir og mun hafa þær til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 og þriggja ára áætlunar 2017 - 2019.

4.Vegamál á Norðurlandi

Málsnúmer 1509068Vakta málsnúmer

Erindi svarað
Markaðsstofa Norðurlands er orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Þetta samkomulag sem gert var við Vegagerðina gefur ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.
Þann 18. september sl. var haldinn fundur á Höllinni þar sem ferðaþjónustuaðilum og sveitarstjórnum á Tröllaskaga var gefin kostur á að koma sínum athugasemdum á framfæri. Hvar er úrbóta þörf? Hvar er þörfin brýnust? Hvernig á að forgangsraða verkefnum?Markaðs- og menningarnefnd hvetur ferðaþjónustuaðila til að hafa samband við Markaðsstofu Norðurlands og koma ábendingum og tillögum er að þessu snúa á framfæri.
Er lýtur að sveitarstjórnarstiginu þá áttu bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar fund með fulltrúum Vegagerðarinnar í gær og fóru þar yfir nokkur atriði sem snúa að bættum samgöngubótum í bæjarfélaginu.
Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að koma þessum ábendingum áfram til Markaðsstofu Norðurlands og jafnframt telur nefndin afar brýnt að Vegagerðin sinni betur snjómokstri við útsýnispalla í bæjarfélaginu þar sem ferðamannatímabilið er stöðugt að lengjast. Einnig telur nefndin nauðsynlegt að farið verið í aðgerðir til að draga úr umferðarhraða á þjóðveginum í gegnum byggðarkjarnana.

5.Síldarævintýri 2015

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram skýrsla framkvæmdanefndar um Síldarævintýrið ásamt reikningum. Tap var á hátíðinni í ár og borgaði framkvæmdastjóri hátíðarinnar úr eigin vasa til að geta gert upp hátíðina. Framkvæmdanefndin segir sig frá hátíðinni eftir sex ára starf.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu og jafnframt þakkar hún framkvæmdanefndinni fyrir óeigingjarnt starf við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar sl. ár.
Markaðs- og menningarnefnd óskar eftir því að fulltrúar framkvæmdarnefndarinnar mæti á næsta fund til að ræða framtíð Síldarævintýrisins.

6.Beiðni um styrk vegna útgáfu á geisladisk

Málsnúmer 1510024Vakta málsnúmer

Samþykkt
Í tilefni af 100 ára afmæli Ólafsfjarðarkirkju í ár er sótt um styrk vegna útgáfu á geisladisk sem Jón Þorsteinsson óperusöngvari ætlar að gefa kirkjunni. Mun hann ásamt Eyþóri Inga organista flytja íslenska jóla- og áramótasálma. Mun sala á geisladisknum renna til styrktar kirkjunni. Sótt er um styrk til markaðs- og menningarnefndar. Nefndin samþykkir að styrkja útgáfuna um 200.000 kr. og verður upphæðin tekin af óráðstöfuðum styrktarlið 05-81-9291.

Fundi slitið.