Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

92. fundur 01. október 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varaformaður, F lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir aðalmaður, F lista
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varamaður, D lista
  • Hafey Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samningur um sálfræðiþjónustu

Málsnúmer 1509018Vakta málsnúmer

Ráðgjafi félagsþjónustu lagði fram drög að samningi um sálfræðiþjónustu 2015-2016.

Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

2.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1508031Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

3.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1508010Vakta málsnúmer

Erindi synjað.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1501006Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1501026Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

6.Trúnaðarmál,fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1501036Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

7.Rætur bs. - Staða byggðasamlagsins

Málsnúmer 1503001Vakta málsnúmer

Lagt fram svar Velferðarráðuneytisins, dagsett 22. september 2015 við beiðni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um undanþágu frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks á grundvelli landfræðilegra ástæðna, þannig að sveitarfélögin geti stofnað sameiginlegt þjónustusvæði.

Ráðuneytið samþykkir undanþáguna í eitt ár frá 1. janúar 2016 og leggur áherslu á að undanþágutíminn verði notaður til þess að kanna samstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með að málið skuli vera komið í þennan farveg.

8.Fundargerðir þjónustuhóps Róta bs. 2015

Málsnúmer 1503063Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð þjónusthóps um málefni fatlaðra frá 14. september 2015.

Fundi slitið.