Hafnarstjórn Fjallabyggðar

74. fundur 12. október 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hilmar Þór Zophoníasson varamaður, F lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson varamaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Orlof starfsmanna í Fjallabyggðarhöfnum

Málsnúmer 1506100Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir orlof starfsmanna í Fjallabyggðarhöfnum.

2.Tryggingarmál hafna - minnisblað

Málsnúmer 1506071Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá LEX lögmannstofu þar sem farið er yfir réttarstöðu hafna í tryggingarmálum.

3.Öryggis- og eftirlitsmyndavélakerfi fyrir hafnir Fjallabyggðar

Málsnúmer 1405039Vakta málsnúmer

Lögð fram tilllaga að skilti sem sett yrði við hafnir þar sem bent er á að hafnarsvæði eru vöktuð með myndavélum.

Hafnarstjóra falið að fá tilboð í smíði og uppsetningu á skiltum.

4.Landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum 2015

Málsnúmer 1503085Vakta málsnúmer

Landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum á tímabilinu 1.jan 2015 til 9.okt. 2015.
Siglufjörður 17072 T í 2077 löndunum. Ólafsfjörður 493 T í 538 löndunum.

Lagt fram til kynningar

5.Rekstraryfirlit ágúst 2015

Málsnúmer 1510030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit hafnarsjóðs fyrir tímabilið 1.1. - 31.8.2015
Hafnarsjóður rekstur rauntölur -23.459.728 áætlun -20.319.200
Hafnarsjóður framkvæmdir rauntölur -28.862.571 áætlun -25.000.000
Rekstrarstaða hafnarsjóðs er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

6.Umhverfi hafnarsvæðis

Málsnúmer 1510034Vakta málsnúmer

Umræða var um umgengni og frágang á hafnarsvæði.

Hafnarstjóra falið að senda hlutaðeigandi aðilum bréf þar sem óskað er eftir úrbótum.

7.Rekstrarúttekt á starfsemi hafnarsjóðs

Málsnúmer 1508023Vakta málsnúmer

Ólafur Sveinsson, hagverkfræðingur kynnti rekstrarúttekt sem hann vann fyrir hafnarstjórn.

8.Dýpkun - Siglufjarðarhöfn

Málsnúmer 1503011Vakta málsnúmer

Lagðar fram útboðsteikningar af nýjum bryggjukanti við Bæjarbryggju, Siglufirði.

Hafnastjórn samþykkir að bjóða út niðurrekstur á þili og dýpkun fyrir þili og rennu.

9.Viðbragðsáætlun fyrir hafnir Fjallabyggðar

Málsnúmer 1509071Vakta málsnúmer

Lögð fram viðbragðsáætlun fyrir Fjallabyggðarhafnir.

10.Koma skemmtiferðaskipa á Siglufjörð

Málsnúmer 1506002Vakta málsnúmer

Skemmtiferðaskipið Deutschland hefur bókað komu sína til Siglufjarðar 20. júlí 2016.

Hafnarstjórn óskar eftir að Aníta Elefsen komi á næsta fund hafnarstjórnar og geri grein fyrir áætlun komu skemmtiferðaskipa árið 2016.

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2015

Málsnúmer 1501068Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 2015

Málsnúmer 1501083Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.