Bæjarstjórn Fjallabyggðar

193. fundur 18. nóvember 2020 kl. 17:00 - 17:50 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
 • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
 • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020

Málsnúmer 2010009FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir rammaáætlun vegna 2021, drög að mannaflaáætlun og forsendur sem að baki liggja. Meginforsendur framlagðrar rammaáætlunar eru byggðar á þjóðhagsspá, mati á áhrifum vegna styttingar vinnuviku og öðrum breytingum vegna kjarasamninga.
  Reiknað er með því að skatttekjur og tekjur frá jöfnunarsjóði hækki óverulega á milli ára, gjaldskrár hækki almennt um vænta verðlagsþróun, álagningarprósentur verði óbreyttar og launakostnaður hækki í samræmi við mat á kostnaði vegna launahækkana og breytts vinnufyrirkomulag samkvæmt kjarasamningum.

  Niðurstaða rammaáætlunar leiðir í ljós að áhrif af Covid-19 á rekstur sveitarfélagsins eru veruleg en einnig að staða sveitarfélagsins er sterk, þökk sé góðum rekstrarárangri undanfarinna ára.

  Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun og felur bæjarstjóra að láta vinna tillögur að gjaldskrárbreytingum byggðar á framlögðum forsendum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir og S. Guðrún Hauksdóttir sat undir þessum lið.

  Á 192. fundi bæjarstjórnar kom fram ósk um skýringar vegna afgreiðslu málsins á 670. fundi bæjarráðs. Bæjarráð hefur móttekið skýringar bæjarstjóra og deildarstjóra á málavöxtum og telur þær fullnægjandi. Einnig lagði bæjarstjóri fyrir fundinn minnisblað vegna bókunar á fyrrgreindum bæjarstjórnarfundi og fór almennt yfir málið.

  Bæjarráð þakkar skýringar bæjarstjóra, deildarstjóra og framlagt minnisblað og lítur svo á að málinu sé lokið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, dags. 21.10.2020 þar sem lagt er til að Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð verði endurskoðaðar í samræmi við lög þar um.

  Lagðar fram Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð frá nóvember 2011.

  Bæjarráð samþykkir að Siðareglur bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð verði endurskoðaðar og felur bæjarstjóra að vinna tillögu að verklagi við endurskoðun og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, dags. 21.10.2020 þar sem lagt er til að bæjarstjórnarfundir verði teknir upp og þeim streymt í beinni útsendingu með það að leiðarljósi að auka gagnsæi og aðgengi íbúa að upplýsingum um sveitarfélagið.

  Bæjarráð samþykkir að bæjarstjórnarfundir verði teknir upp og þeim streymt í beinni útsendingu og felur bæjarstjóra að vinna tillögu að útfærslu og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 21.10.2020 þar sem fram kemur að í samræmi við samþykkt bæjarráðs Fjallabyggðar á 668. fundi þann 22. september 2020, hafa framkvæmdastjórar sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar sett upp áætlun um viðræður framtíðarfyrirkomulags brunavarna.

  Með fundargögnum fylgdi samantekt af vinnufundum frá 28. september, 9. október og 13. október.

  Að mati framkvæmdastjóranna er nauðsynlegt að fá samþykki sveitarfélaganna á aðkeyptri þjónustu fagaðila við úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála.

  Lagt er til að kostnaður af slíkri úttekt skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu.

  Leitað var til þriggja aðila um að leggja inn áætlun í úttekt á núverandi stöðu og mat á kostum og göllum sameiningar. Áætlanir eru byggðar á gögnum sem send voru og fundum aðila með framkvæmdastjórum sveitarfélaganna. Tveir skiluðu inn áætlun, upplýsingar um að þriðji aðilinn hefði áhuga á að skila inn áætlun bárust of seint.

  Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna leggja til að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar. Samkvæmt áætluninni ættu niðurstöður vinnunnar að liggja fyrir eigi síðar en 21. nóvember nk.

  Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar og að kostnaður vegna úttektar HLH ráðgjafar skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu. Bæjarstjóra er falið að leggja fram viðauka á næsta fundi bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lögð fram drög að útlánareglum Listasafna Fjallabyggðar ásamt umsóknareyðublaði.

  Bæjarráð samþykkir drög að útlánareglum og umsóknareyðublað fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lögð fram umsókn ásamt staðfestingu á umsókn sveitarfélagsins til Orkustofnunar um innviðastyrk fyrir vistvæn ökutæki í Fjallabyggð og við opinbera staði, dags. 20.10.2020

  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn til Orkusjóðs um styrk fyrir hleðslustöðvar fyrir vistvæn ökutæki í Fjallabyggð og við opinberar stofnanir í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra(SSNE), dags. 16.10.2020 þar sem athygli er vakin á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C-1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024: https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/opnad-fyrir-umsoknir-um-styrki-til-sertaekra-verkefna-soknaraaetlanasvaeda-1

  SSNE óskar eftir hugmyndum frá sveitarfélögum að verkefnum sem falla að C-1. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember og því er brýnt að hugmyndir berist SSNE tímanlega til að hægt sé að taka afstöðu til þeirra og, eftir atvikum, senda inn umsókn um framlög. Vinsamlega sendið hugmyndir á netfangið ssne@ssne.is og merkið póstinn (subject) C-1 hugmynd.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögnum deildarstjóra varðandi hugsanleg verkefni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15.10.2020 þar sem því er komið á framfæri að í ljósi efnahagsaðstæðna sem skapast hafa í Covid-19 að verði þess óskað, mun ráðuneytið veita sveitarfélögum frest til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til 01.12.2020 og að síðari umræða um fjárhagsáætlun geti farið fram eigi síðar en 31.12.2020 Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16.10.2020 þar sem boðað er til landsþings sambandsins þann 18.12.2020. Þingið verður haldið rafrænt og hefst kl. 10 og lýkur kl. 13.

  Fulltrúar sveitarfélagsins eru Helga Helgadóttir og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir ásamt bæjarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 07.10.2020 vegna útreiknings framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts. Þar kemur fram að við gerð lífskjarasamninganna var því meðal annars beint til opinberra aðila að stilla hækkunum á íbúa og fyrirtæki í hóf og þess vegna var gerð breyting á tekjustofnalögunum sveitarfélaga nr. 4/1995 sem hljóðar svona:

  Við útreikning framlags árin 2020 og 2021 skv. d-lið 11. gr. skal miða við álagningarhlutfall fasteignaskatts árið 2019, enda hafi álagningarhlutfall í viðkomandi sveitarfélagi lækkað frá því ári.

  Framlag til sveitarfélags mun því ekki lækka á næsta ári taki sveitarfélagið ákvörðun um að lækka álagningarhlutfall fasteignaskattstekna árið 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15.10.2020 varðandi umsögn um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október n.k á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15.10.2020 varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október n.k á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags 15.10.2020 varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 22.10.2020 varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. október á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit Sambands sveitarfélaga þar sem fram kemur að 57 einstaklingar voru skráðir atvinnulausir í Fjallabyggð í september. Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 14. og 15. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 30. september sl. og 14. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
  26. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 15. október sl.
  116. fundur Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 20. október sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020

Málsnúmer 2010012FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Afgreiðslu frestað.

  Veittur hefur verið frestur til að skila inn sérreglum sveitarfélags þar sem úthlutun byggðakvóta 2020/2021 liggur ekki fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Jón Valgeir Baldursson vék af fundi.

  Tilboð voru opnuð þann 20. október sl. í verkið Íþróttamiðstöð á Siglufirði og barst eitt tilboð að fjárhæð kr. 263.888.268.- sem er 19% yfir kostnaðaráætlun.

  Bæjarráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í verkið.
  Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

  Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Í framhaldi af bókun 672. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar var lögð fram beiðni um viðauka vegna kostnaðar við ráðgjöf HLH ehf. varðandi framtíðarskipan brunamála í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins er kr. 770.000.

  Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 770.000 í viðauka nr. 29/2020 við fjárhagsáætlun 2020 sem færist á málaflokk 07210, lykil 4391 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram til kynningar erindi bæjarstjórnar til þingmanna vegna kjördæmaviku sem haldin var í fjarfundi þann 29.10.2020.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bréfið áfram á þingmenn kjördæmisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram erindi Önnu Sigurðardóttur fh. Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ), dags. 15.10.2020 þar sem fram kemur að greiddar verða 70 mkr. til aðildarsveitarfélaga vegna ágóða á árinu 2020.

  Hlutur Fjallabyggðar í sameignarsjóði EBÍ er 2,467% eða kr. 1.726.900.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram erindi stjórnar Félags eldri borgara í Ólafsfirði, þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið vegna notkunar á húsnæði félagsins til næstu tveggja ára vegna félagsstarfs eldri borgara. Í erindi eldri borgara kemur fram að greiðslur vegna afnota hafi ekki verið greiddar á árinu 2019 og 2020.

  Lagt fram yfirlit yfir greiðslur til Félags eldri borgara frá árinu 2018 þar sem fram koma greiðslur fyrir afnot af húsinu fyrir árið 2019 og 2020.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra félagsþjónustu að vinna tillögu að framtíðarlausn félagsstarfs eldri borgara í Ólafsfirði ásamt drögum að samningi og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram erindi Þorsteins Ásgeirssonar fh. Fjallasala ses., dags. 19.10.2020 þar sem óskað er eftir framkvæmdastyrk vegna 4. áfanga við Pálshús „Kjallarinn“ þar sem gera á „Ævintýraheim barnanna“. Óskað er eftir styrk að upphæð 3 mkr. Með umsókn fylgir kostnaðarætlun.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram erindi Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Trölla.is, dags. 25.10.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástand flugvallarins á Siglufirði og framtíðaráform hans. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hver tók ákvörðun um að enduropna flugvöllinn á sínum tíma með tilheyrandi kostnaði.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra varðandi ástand vallarins og fjölda lendinga á árinu 2020. Bæjarráð bendir á að ákvörðun um viðhald eigna sveitarfélagsins er tekin af bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Bæjarstjórn tekur jafnframt ákvarðanir um einstök verkefni og fjárútlát.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 09.10.2020 þar sem óskað var eftir umsóknum sveitarfélaga um framlög vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk úr dreifbýli fyrir árið 2020 skv. B-hluta 14. gr. reglugerðar nr. 1088/2018. Umsóknarfrestur var til 30. október sl.
  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar. dags. 29.10.2020 auk staðfestingar á umsókn.

  Bæjarráð samþykkir vinnuskjal deildarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 09.10.2020 þar sem óskað var eftir umsóknum sveitarfélaga um framlag vegna nemenda sem sækja tónlistarskóla utan síns sveitarfélags skólaárið 2020-2021, af góðum og gildum ástæðum. Umsóknarfrestur var til 30. október sl.

  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 28.10.2020

  Bæjarráð samþykkir vinnuskjal deildarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, dags. 13.10.2020 er varðar beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda, frestun á gjöldum eða lengingu á lögveði fasteignaskatta til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu.
  Erindið var sent Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og þaðan sent áfram til sveitarfélaga á starfssvæði SSNE.
  Bæjarráð bendir á að Fjallabyggð sem og öðrum sveitarfélögum er þröngur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talið tekjustofna og fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.
  Bæjarráð beinir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og erindi þeirra því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Um leið vill bæjarráð árétta að staða sveitarfélagsins eins og annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um breytingar á greiðslu fasteignagjalda verða ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit tekið til áhrifa á rekstur.

  Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram erindi Anitu Elefsen fh. Síldarminjasafns Íslands, dags. 28.10.2020 þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 2 millj. vegna hönnunar og uppsetningar á nýrri sýningu um veturinn í síldarbænum, sem setja á upp í Salthúsinu. Með umsókn fylgir kostnaðarætlun.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 5. verkfundar vegna verksins Siglufjörður - Fráveita 2020, Hvanneyrarkrókur dags. 01.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 20.10.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál. Umsögn þarf að berast í síðasta lagi 3. nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 21.10.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál. Umsögn þarf að berast eigi síðar en 10. nóvember nk.

  Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 22.10.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál. Umsögn þarf að berast eigi síðar en 11. nóvember nk.

  Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 23.10.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.
  Umsögn þarf að berast eigi síðar en 13. nóvember nk.

  Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 20.10.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál. Umsögn þarf að berast eigi síðar en 3. nóvember nk.

  Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 22.10. 2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál. Umsögn þarf að berst eigi síðar en 5. nóvember nk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 28. október sl. ásamt samstarfssamningi Fjallabyggðar og Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um skipan heilbrigðisnefndar og reksturs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 3. nóvember 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
  260. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 28. október sl.
  14. funda Stýrihóps um Heilsueflandi samfélag frá 29. október sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 673. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.

Málsnúmer 2011002FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

  Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum.

  Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 20. nóvember nk..

  Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lögð fram áætluð kostnaðarskipting launa á milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar vegna Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) fyrir árið 2021.

  Bæjarráð samþykkir að vísa áætluðum launakostnaði Fjallabyggðar til fjárhagsáætlunar 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til október 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til október 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 981.163.367.- eða 100,28% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.11.2020 þar sem fram kemur að drenlögn sem búið er að leggja frá Bátahúsinu í tjörnina við Róaldsbakka annar ekki því mikla vatnsmagni sem þar er. Nauðsynlegt er að leggja aðra lögn sem mun liggja ofar í bakkanum vestan við Salthúsið í tjörnina, áætlaður kostnaður er kr. 1.500.000. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs vegna kostnaðarhluta sveitarfélagsins kr. 1.050.000.

  Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði kr. 1.050.000 í viðauka nr. 30/2020 við fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn mun ekki hreyfa við handbæru fé heldur rúmast innan framkvæmdaráætlunar 2020.
  Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram erindi Anitu Elefsen. fh. Síldarminjasafns Íslands ses., dags. 07.10.2020 þar sem óskað er eftir viðræðum við kjörna fulltrúa Fjallabyggðar um endurnýjun og hækkun á rekstrarsamningi en núgildandi samningur rennur út í árslok.

  Einnig lagt fram fylgiskjal um uppbyggingu, fjármögnun, starfsemi, rekstur og hlutverk safnsins

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 27.10.2020 þar sem lagt er til við bæjarráð að styrkur til Björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði, Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði og Kiwanisklúbbsins Skjaldar á Siglufirði vegna flugeldasýninga og brenna á gamlárskvöld og á þrettándanum verði hækkaður úr kr. 250.000 í kr. 300.000. Samningar hafa verið gerðir til þriggja ára og komið að endurnýjun.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram erindi Kristrúnar Halldórsdóttur fh. Skógræktarfélags Siglufjarðar, dags. 23.10.2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun og hækkun á rekstrarsamningi en núgildandi samningur rennur út um áramótin. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 4.11.2020.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lögð fram bókun 4. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON þar sem því er beint til bæjarstjórnar að nú þegar verði hafin leit að hentugu húsnæði undir NEON á Siglufirði. Einnig lagðar fram umsagnir og vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 28.10.2020.

  Bæjarráð samþykkir að vísa bókun vinnuhópsins til bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar erindi Bandalags háskólamanna, dags. 02.11.2020 varðandi styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar erindi Samtök sveitarfélag og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 30.10.2020 þar sem fram kemur að frestur til að sækja um styrk í Samstarfssjóð við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarlöndum rennur út 06.12.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar erindi Þórarins Tóta Ívarssonar fh. Veraldarvina, dags. 30.10.2020 er varðar verkefnið Strandverðir Íslands sem felst í hreinsun strandlengju Íslands næstu fimm árin. Sveitarfélögum er boðið að taka þátt og leggja til aðgang að sundlaug, söfnum og í einhverjum tilfellum tjaldstæðum og aðstoð við að kynna verkefnið fyrir heimamönnum.

  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og mun taka endanlega ákvörðun um þátttöku þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar erindi Jónu F. Svavarsdóttur fh. baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, dags. 03.11.2020 er varðar yfirlýsingu, kröfur og tillögur. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar erindi Samtök sveitarfélag og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 30.10.2020 þar sem athygli er vakin á að umsóknarfrestur til að sækja um í Loftlagssjóð rennur út 10.12.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar erindi samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, dags. 26.10.2020 þar sem fram kemur að hinn árlegi minnisdagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 15. nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 3.16 2005025 Fréttabréf SSNE
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar 8. tbl. fréttabréfs Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), október 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 05.11.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 05.11.2020 þar sem fram kemur að ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga hefur verið framlengd til 10. mars 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 30. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lögð fram til kynningar fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020. Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON frá 5. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. október 2020

Málsnúmer 2010008FVakta málsnúmer

 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. október 2020 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála bauð fundarmenn velkomna, á fundinn voru mættir aðal- og varamenn í Ungmennaráði Fjallabyggðar.
  Aðalmenn kusu formann og varaformann úr sínum röðum með leynilegri kosningu og var niðurstaðann sú að Ásdís Ósk Gísladóttir var kjörinn formaður og Hörður Ingi Kristjánsson er varaformaður.
  Varaformaður tók við fundarstjórn í fjarveru formanns.
  Samþykktir fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar.
  Deildarstjóri fór yfir fundarsköp með fundarmönnum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar ungmennaráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. október 2020 Á 3. fundi Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon þann 16.6. 2020 vísaði vinnuhópurinn niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal unglinga í 7.-9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar í maí sl. til umsagnar hjá Ungmennaráði Fjallabyggðar. Meginniðurstaða könnunarinnar er að mikill meirihluti unglinga sem könnunin tók til vilja að framtíðar félagsmiðstöð verði staðsett á Siglufirði eða 36 af 48 svarendum, 4 vilja hafa félagsmiðstöðina í Ólafsfirði og 8 taka ekki afstöðu. Ungmennaráð tekur undir niðurstöður könnunarinnar og mælir með því að farið verði eftir þeim og óskum unglingana. Mjög brýnt er að þeirri vinnu verði hraðað og framtíðarhúsnæði fáist sem fyrst.
  Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar ungmennaráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 116. fundur - 20. október 2020

Málsnúmer 2010011FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 116. fundur - 20. október 2020 Undir þessum lið sat Thelma Kristín Kvaran mannauðsráðgjafi.
  Thelma fór yfir ráðningarferlið og niðurstöðu yfirferðar á umsóknum. Hafnarstjóri lagði fram tillögu að ráðningu og var hún samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar hafnarstjórnar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 5.2 2004048 Aflatölur 2020
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 116. fundur - 20. október 2020 Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur til og með 20. október með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 16.699 tonnum í 1.690 löndunun en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 20.852 tonnum í 1.651 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 490 tonnum í 281 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 354 tonnum í 343 löndunum. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar hafnarstjórnar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 116. fundur - 20. október 2020 Hafnarstjórn leggur til að mastrið verði staðsett austan við hafnarskúr í vesturhöfn og vísar umsókn um byggingarleyfi til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar hafnarstjórnar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 116. fundur - 20. október 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar hafnarstjórnar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020

Málsnúmer 2010013FVakta málsnúmer

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020 Nefndin þakkar Íslenska gámafélaginu ehf. fyrir innsent erindi og felur tæknideild að útbúa tilkynningu til íbúa þar sem þeir verði upplýstir um efni samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Fjallabyggð. En þar kemur skýrt fram hvernig staðsetja skuli sorpílát. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020 Undir þessum lið vék Helgi Jóhannsson af fundi.
  Lögð fram samþykki nágranna fyrir staðsetningu smáhýsisins.
  Nefndin samþykkir staðsetningu smáhýsis 1 meter frá lóðarmörkum Strandgötu 6 inn á lóð númer 4. Veggur sem snýr að Strandgötu 4 skal vera brunavarin svo fullnægjandi brunahólfun náist á milli bygginga.
  Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir og Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir leggja fram eftirfarandi beiðni:
  Fundarboð og dagskrá með gögnum skal ekki berast síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund. Gögn skulu vera það ítarleg að nefndarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála sem tilgreind eru í dagskrá. Óskað er eftir að þessu sé fylgt eftir til að tryggja formfestu og upplýstar ákvarðanir nefndarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020 Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki Skógræktarfélags Siglufjarðar og óskar einnig eftir nánari útfærslu á fyrirhugaðri trébrú yfir Fjarðará. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020 Nefndin getur ekki samþykkt að leyfa vörulosun úr stæði sem er P-merkt. Umferðarlögin eru skýr hvað það varðar. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur 28. október 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

7.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 14. fundur 29. október 2020

Málsnúmer 2010010FVakta málsnúmer

 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 14. fundur 29. október 2020 Umsókn í Lýðheilsusjóð fyrir árið 2021 kynnt stýrihópnum. Í umsókninni er lögð áhersla á geðrækt, fyrirlestra og uppistand til að styrkja andlega líðan íbúa. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 14. fundur 29. október 2020 Stýrihópurinn vann við mat á gátlistanum Vellíðan með markvissu lýðheilsustarfi. Vinnu verður haldið áfram á næsta fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

8.Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 4. fundur - 5. nóvember 2020

Málsnúmer 2011001FVakta málsnúmer

 • 8.1 2005012 Starfsemi Neon - Framtíðarhúsnæði
  Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 4. fundur - 5. nóvember 2020 Á 3. fundi vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir Félagsmiðstöðina Neon þann 16. júní 2020 vísaði vinnuhópurinn niðurstöðum könnunar um afstöðu nemenda til staðsetningar félagsmiðstöðvarinnar Neon til umsagnar hjá Fræðslu- og frístundanefnd, Ungmennaráði, Foreldrafélagi Grunnskóla Fjallabyggðar og skólaráði. Umsagnir hafa borist frá öllum nefndum nema skólaráði sem ekki hefur fundað.

  Í innsendum umsögnum er tekið undir þau sjónarmið nemenda sem fram koma í könnunni.

  Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neon beinir því til bæjarstjórnar að nú þegar verði hafin leit að hentugu húsnæði á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 11. nóvember 2020.

Málsnúmer 2011004FVakta málsnúmer

 • 9.1 2007015 Markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 11. nóvember 2020. Gestir fundarins voru Kristján Einar Kristjánsson og Darri Johansen frá Pipar/TBWA og kynntu þeir hugmynd að markaðsátaki vegna atvinnu- og íbúaþróun Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim Kristjáni Einari og Darra fyrir góða og skýra kynningu og líst vel á þær hugmyndir sem þeir kynntu. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 9.2 1801060 Vefsvæði_Aukasíður Fjallabyggðar
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 11. nóvember 2020. Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi kynnti nýjan vef Listasafns Fjallabyggðar en vefurinn er í lokavinnslu og verður birtur fljótlega. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 9.3 1407056 Menningarstefna Fjallabyggðar
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 11. nóvember 2020. Markaðs- og menningarnefnd hefur endurskoðað Menningarstefnu Fjallabyggðar sem byggist á útgáfu stefnunnar frá 2009. Markaðs- og menningarnefnd vísar endurskoðaðri menningarstefnu til bæjaráðs til umfjöllunar og samþykktar. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16. nóvember 2020

Málsnúmer 2011006FVakta málsnúmer

 • 10.1 2007004 Fjárhagsáætlun 2021 - Tillaga að fjárhagsáætlun
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16. nóvember 2020 Fræðslu- og frístundanefnd fór ýtarlega yfir drög að fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokka fræðslu- og frístundastarfs. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að gjald fyrir skólamáltíðir í leik- og grunnskóla haldist óbreytt á milli ára 2020 og 2021. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð og umsýsla rekstrarsamninga um rekstur íþróttamannvirkja Fjallabyggðar verði færð yfir í skipulags- og umhverfisnefnd sem fer með málefni eignarsjóðs. Þá telur fræðslu- og frístundanefnd að málefnum Vinnuskólans sé betur komið fyrir í umsjá skipulags- og umhverfisnefndar vegna samlegðaráhrifa við starf þjónustumiðstöðvar. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Elías Pétursson.

  Afgreiðsla 91. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 10.2 1907040 Sérfræðiaðstoð Tröppu. Stöðuskýrslur.
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16. nóvember 2020 Stöðuskýrsla um þróunarverkefnið, Framúrskarandi skóli, í Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 10.3 1611062 Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16. nóvember 2020 Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að frístundastyrkir til barna á aldrinum 4.-18. ára verði kr. 37.500 á árinu 2021 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 10.4 2011022 Gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar - þróunarverkefni
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16. nóvember 2020 Fræðslu- og frístundanefnd leggur áherslu á að gengið verði til samninga við Ásgarð ehf. (áður Tröppu) um ráðgjöf vegna þróunarstarfs í Leikskóla Fjallabyggðar frá hausti 2021. Þróunarverkefnið ber nafnið Gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar. Megininntak verkefnisins er að með innra mati í leikskólanum verði kerfisbundnar umbætur leiddar áfram. Trappa ehf. hefur stýrt þróunarverkefni í Grunnskóla Fjallabyggðar undanfarin tvö skólaár og hefur náðst góður árangur af verkefninu. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að sett verði fjármagn á fjárhagsáætlun 2021 til að hefja þróunarverkefnið. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 91. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

11.Starfsemi Neon - Framtíðarhúsnæði

Málsnúmer 2005012Vakta málsnúmer

Til máls tóku Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun :

Bæjarstjórn þakkar Vinnuhópi um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON fyrir vel unnin störf og felur bæjarstjóra að auglýsa eftir hentugu húsnæði á Siglufirði í samræmi við þarfalýsingu deildarstjóra fræðslu og frístundarmála.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

12.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta 2020/2021

Málsnúmer 2009034Vakta málsnúmer

Lagt til að málinu verði frestað þar sem ekki liggur fyrir úthlutun á byggðakvóta.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

13.Fjárhagsáætlun 2021 - Dagsetningar og fyrirkomulag.

Málsnúmer 2010031Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að dagsetningu fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2021 sem ákveðið er að verði 1. desember 2020 og seinni umræða fjárhagsáætlunar 2021 þann 15. desember 2020.

Einnig lögð fram tillaga um sameiginlegan vinnufund bæjarstjórnar þann 23. nóvember 2020.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:50.