Bæjarráð Fjallabyggðar

673. fundur 03. nóvember 2020 kl. 08:15 - 09:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta 2020/2021

Málsnúmer 2009034Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

Veittur hefur verið frestur til að skila inn sérreglum sveitarfélags þar sem úthlutun byggðakvóta 2020/2021 liggur ekki fyrir.

2.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - viðbygging

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi.

Tilboð voru opnuð þann 20. október sl. í verkið Íþróttamiðstöð á Siglufirði og barst eitt tilboð að fjárhæð kr. 263.888.268.- sem er 19% yfir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í verkið.

3.Framtíðarfyrirkomulag brunavarna

Málsnúmer 2009047Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun 672. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar var lögð fram beiðni um viðauka vegna kostnaðar við ráðgjöf HLH ehf. varðandi framtíðarskipan brunamála í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins er kr. 770.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 770.000 í viðauka nr. 29/2020 við fjárhagsáætlun 2020 sem færist á málaflokk 07210, lykil 4391 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Kjördæmavika - 2020

Málsnúmer 2010138Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi bæjarstjórnar til þingmanna vegna kjördæmaviku sem haldin var í fjarfundi þann 29.10.2020.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bréfið áfram á þingmenn kjördæmisins.

5.Ágóðahlutagreiðsla 2020

Málsnúmer 2010082Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Sigurðardóttur fh. Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ), dags. 15.10.2020 þar sem fram kemur að greiddar verða 70 mkr. til aðildarsveitarfélaga vegna ágóða á árinu 2020.

Hlutur Fjallabyggðar í sameignarsjóði EBÍ er 2,467% eða kr. 1.726.900.

6.Samstarfssamningur vegna Húss eldri borgara í Ólafsfirði

Málsnúmer 2010088Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi stjórnar Félags eldri borgara í Ólafsfirði, þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið vegna notkunar á húsnæði félagsins til næstu tveggja ára vegna félagsstarfs eldri borgara. Í erindi eldri borgara kemur fram að greiðslur vegna afnota hafi ekki verið greiddar á árinu 2019 og 2020.

Lagt fram yfirlit yfir greiðslur til Félags eldri borgara frá árinu 2018 þar sem fram koma greiðslur fyrir afnot af húsinu fyrir árið 2019 og 2020.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra félagsþjónustu að vinna tillögu að framtíðarlausn félagsstarfs eldri borgara í Ólafsfirði ásamt drögum að samningi og leggja fyrir bæjarráð.

7.Umsókn um framkvæmdastyrk - v. kjallara Pálshúss

Málsnúmer 2010093Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorsteins Ásgeirssonar fh. Fjallasala ses., dags. 19.10.2020 þar sem óskað er eftir framkvæmdastyrk vegna 4. áfanga við Pálshús „Kjallarinn“ þar sem gera á „Ævintýraheim barnanna“. Óskað er eftir styrk að upphæð 3 mkr. Með umsókn fylgir kostnaðarætlun.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

8.Flugvöllurinn á Siglufirði

Málsnúmer 2010105Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Trölla.is, dags. 25.10.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástand flugvallarins á Siglufirði og framtíðaráform hans. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hver tók ákvörðun um að enduropna flugvöllinn á sínum tíma með tilheyrandi kostnaði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra varðandi ástand vallarins og fjölda lendinga á árinu 2020. Bæjarráð bendir á að ákvörðun um viðhald eigna sveitarfélagsins er tekin af bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Bæjarstjórn tekur jafnframt ákvarðanir um einstök verkefni og fjárútlát.

9.Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga - Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk úr dreifbýli

Málsnúmer 2010086Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 09.10.2020 þar sem óskað var eftir umsóknum sveitarfélaga um framlög vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk úr dreifbýli fyrir árið 2020 skv. B-hluta 14. gr. reglugerðar nr. 1088/2018. Umsóknarfrestur var til 30. október sl.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar. dags. 29.10.2020 auk staðfestingar á umsókn.

Bæjarráð samþykkir vinnuskjal deildarstjóra.

10.Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga - Nemendur sem sækja tónlistarnám utan síns sveitarfélags

Málsnúmer 2010085Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 09.10.2020 þar sem óskað var eftir umsóknum sveitarfélaga um framlag vegna nemenda sem sækja tónlistarskóla utan síns sveitarfélags skólaárið 2020-2021, af góðum og gildum ástæðum. Umsóknarfrestur var til 30. október sl.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 28.10.2020

Bæjarráð samþykkir vinnuskjal deildarstjóra.

11.Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda - Samtök ferðaþjónustu

Málsnúmer 2010043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, dags. 13.10.2020 er varðar beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda, frestun á gjöldum eða lengingu á lögveði fasteignaskatta til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu.
Erindið var sent Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og þaðan sent áfram til sveitarfélaga á starfssvæði SSNE.
Bæjarráð bendir á að Fjallabyggð sem og öðrum sveitarfélögum er þröngur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talið tekjustofna og fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.
Bæjarráð beinir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og erindi þeirra því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Um leið vill bæjarráð árétta að staða sveitarfélagsins eins og annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um breytingar á greiðslu fasteignagjalda verða ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit tekið til áhrifa á rekstur.

Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.

12.Umsókn um styrk - Síldarminjasafn Íslands - Sýning á Salthúslofti

Málsnúmer 2010142Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Anitu Elefsen fh. Síldarminjasafns Íslands, dags. 28.10.2020 þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 2 millj. vegna hönnunar og uppsetningar á nýrri sýningu um veturinn í síldarbænum, sem setja á upp í Salthúsinu. Með umsókn fylgir kostnaðarætlun.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

13.Fráveita Siglufirði, Hvanneyrarkrókur

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 5. verkfundar vegna verksins Siglufjörður - Fráveita 2020, Hvanneyrarkrókur dags. 01.10.2020.

14.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2005041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október sl.

15.Frá nefndasviði Alþingis - 27. mál til umsagnar - Breyting á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000

Málsnúmer 2010079Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 20.10.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál. Umsögn þarf að berast í síðasta lagi 3. nóvember nk.

16.Frá nefndasviði Alþingis - mál til umsagnar

Málsnúmer 2005035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 21.10.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál. Umsögn þarf að berast eigi síðar en 10. nóvember nk.

Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 22.10.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál. Umsögn þarf að berast eigi síðar en 11. nóvember nk.

Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 23.10.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.
Umsögn þarf að berast eigi síðar en 13. nóvember nk.

Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 20.10.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál. Umsögn þarf að berast eigi síðar en 3. nóvember nk.

Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 22.10. 2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál. Umsögn þarf að berst eigi síðar en 5. nóvember nk.

17.Fundargerð - Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra

Málsnúmer 2010141Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 28. október sl. ásamt samstarfssamningi Fjallabyggðar og Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um skipan heilbrigðisnefndar og reksturs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

18.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir
260. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 28. október sl.
14. funda Stýrihóps um Heilsueflandi samfélag frá 29. október sl.

Fundi slitið - kl. 09:05.