Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

14. fundur 29. október 2020 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Stefánsdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Umsókn í Lýðheilsusjóð 2020

Málsnúmer 2010053Vakta málsnúmer

Umsókn í Lýðheilsusjóð fyrir árið 2021 kynnt stýrihópnum. Í umsókninni er lögð áhersla á geðrækt, fyrirlestra og uppistand til að styrkja andlega líðan íbúa.

2.Vinnusvæði sveitarfélaga v. Heilsueflandi samfélags.

Málsnúmer 2009065Vakta málsnúmer

Stýrihópurinn vann við mat á gátlistanum Vellíðan með markvissu lýðheilsustarfi. Vinnu verður haldið áfram á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 16:00.