Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 4. fundur - 5. nóvember 2020

Málsnúmer 2011001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 193. fundur - 18.11.2020

  • .1 2005012 Starfsemi Neon - Framtíðarhúsnæði
    Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 4. fundur - 5. nóvember 2020 Á 3. fundi vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir Félagsmiðstöðina Neon þann 16. júní 2020 vísaði vinnuhópurinn niðurstöðum könnunar um afstöðu nemenda til staðsetningar félagsmiðstöðvarinnar Neon til umsagnar hjá Fræðslu- og frístundanefnd, Ungmennaráði, Foreldrafélagi Grunnskóla Fjallabyggðar og skólaráði. Umsagnir hafa borist frá öllum nefndum nema skólaráði sem ekki hefur fundað.

    Í innsendum umsögnum er tekið undir þau sjónarmið nemenda sem fram koma í könnunni.

    Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neon beinir því til bæjarstjórnar að nú þegar verði hafin leit að hentugu húsnæði á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum