Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020

Málsnúmer 2010009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 193. fundur - 18.11.2020

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir rammaáætlun vegna 2021, drög að mannaflaáætlun og forsendur sem að baki liggja. Meginforsendur framlagðrar rammaáætlunar eru byggðar á þjóðhagsspá, mati á áhrifum vegna styttingar vinnuviku og öðrum breytingum vegna kjarasamninga.
    Reiknað er með því að skatttekjur og tekjur frá jöfnunarsjóði hækki óverulega á milli ára, gjaldskrár hækki almennt um vænta verðlagsþróun, álagningarprósentur verði óbreyttar og launakostnaður hækki í samræmi við mat á kostnaði vegna launahækkana og breytts vinnufyrirkomulag samkvæmt kjarasamningum.

    Niðurstaða rammaáætlunar leiðir í ljós að áhrif af Covid-19 á rekstur sveitarfélagsins eru veruleg en einnig að staða sveitarfélagsins er sterk, þökk sé góðum rekstrarárangri undanfarinna ára.

    Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun og felur bæjarstjóra að láta vinna tillögur að gjaldskrárbreytingum byggðar á framlögðum forsendum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir og S. Guðrún Hauksdóttir sat undir þessum lið.

    Á 192. fundi bæjarstjórnar kom fram ósk um skýringar vegna afgreiðslu málsins á 670. fundi bæjarráðs. Bæjarráð hefur móttekið skýringar bæjarstjóra og deildarstjóra á málavöxtum og telur þær fullnægjandi. Einnig lagði bæjarstjóri fyrir fundinn minnisblað vegna bókunar á fyrrgreindum bæjarstjórnarfundi og fór almennt yfir málið.

    Bæjarráð þakkar skýringar bæjarstjóra, deildarstjóra og framlagt minnisblað og lítur svo á að málinu sé lokið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, dags. 21.10.2020 þar sem lagt er til að Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð verði endurskoðaðar í samræmi við lög þar um.

    Lagðar fram Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð frá nóvember 2011.

    Bæjarráð samþykkir að Siðareglur bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð verði endurskoðaðar og felur bæjarstjóra að vinna tillögu að verklagi við endurskoðun og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, dags. 21.10.2020 þar sem lagt er til að bæjarstjórnarfundir verði teknir upp og þeim streymt í beinni útsendingu með það að leiðarljósi að auka gagnsæi og aðgengi íbúa að upplýsingum um sveitarfélagið.

    Bæjarráð samþykkir að bæjarstjórnarfundir verði teknir upp og þeim streymt í beinni útsendingu og felur bæjarstjóra að vinna tillögu að útfærslu og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 21.10.2020 þar sem fram kemur að í samræmi við samþykkt bæjarráðs Fjallabyggðar á 668. fundi þann 22. september 2020, hafa framkvæmdastjórar sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar sett upp áætlun um viðræður framtíðarfyrirkomulags brunavarna.

    Með fundargögnum fylgdi samantekt af vinnufundum frá 28. september, 9. október og 13. október.

    Að mati framkvæmdastjóranna er nauðsynlegt að fá samþykki sveitarfélaganna á aðkeyptri þjónustu fagaðila við úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála.

    Lagt er til að kostnaður af slíkri úttekt skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu.

    Leitað var til þriggja aðila um að leggja inn áætlun í úttekt á núverandi stöðu og mat á kostum og göllum sameiningar. Áætlanir eru byggðar á gögnum sem send voru og fundum aðila með framkvæmdastjórum sveitarfélaganna. Tveir skiluðu inn áætlun, upplýsingar um að þriðji aðilinn hefði áhuga á að skila inn áætlun bárust of seint.

    Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna leggja til að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar. Samkvæmt áætluninni ættu niðurstöður vinnunnar að liggja fyrir eigi síðar en 21. nóvember nk.

    Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar og að kostnaður vegna úttektar HLH ráðgjafar skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu. Bæjarstjóra er falið að leggja fram viðauka á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lögð fram drög að útlánareglum Listasafna Fjallabyggðar ásamt umsóknareyðublaði.

    Bæjarráð samþykkir drög að útlánareglum og umsóknareyðublað fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lögð fram umsókn ásamt staðfestingu á umsókn sveitarfélagsins til Orkustofnunar um innviðastyrk fyrir vistvæn ökutæki í Fjallabyggð og við opinbera staði, dags. 20.10.2020

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn til Orkusjóðs um styrk fyrir hleðslustöðvar fyrir vistvæn ökutæki í Fjallabyggð og við opinberar stofnanir í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra(SSNE), dags. 16.10.2020 þar sem athygli er vakin á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C-1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024: https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/opnad-fyrir-umsoknir-um-styrki-til-sertaekra-verkefna-soknaraaetlanasvaeda-1

    SSNE óskar eftir hugmyndum frá sveitarfélögum að verkefnum sem falla að C-1. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember og því er brýnt að hugmyndir berist SSNE tímanlega til að hægt sé að taka afstöðu til þeirra og, eftir atvikum, senda inn umsókn um framlög. Vinsamlega sendið hugmyndir á netfangið ssne@ssne.is og merkið póstinn (subject) C-1 hugmynd.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögnum deildarstjóra varðandi hugsanleg verkefni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15.10.2020 þar sem því er komið á framfæri að í ljósi efnahagsaðstæðna sem skapast hafa í Covid-19 að verði þess óskað, mun ráðuneytið veita sveitarfélögum frest til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til 01.12.2020 og að síðari umræða um fjárhagsáætlun geti farið fram eigi síðar en 31.12.2020 Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16.10.2020 þar sem boðað er til landsþings sambandsins þann 18.12.2020. Þingið verður haldið rafrænt og hefst kl. 10 og lýkur kl. 13.

    Fulltrúar sveitarfélagsins eru Helga Helgadóttir og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir ásamt bæjarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 07.10.2020 vegna útreiknings framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts. Þar kemur fram að við gerð lífskjarasamninganna var því meðal annars beint til opinberra aðila að stilla hækkunum á íbúa og fyrirtæki í hóf og þess vegna var gerð breyting á tekjustofnalögunum sveitarfélaga nr. 4/1995 sem hljóðar svona:

    Við útreikning framlags árin 2020 og 2021 skv. d-lið 11. gr. skal miða við álagningarhlutfall fasteignaskatts árið 2019, enda hafi álagningarhlutfall í viðkomandi sveitarfélagi lækkað frá því ári.

    Framlag til sveitarfélags mun því ekki lækka á næsta ári taki sveitarfélagið ákvörðun um að lækka álagningarhlutfall fasteignaskattstekna árið 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15.10.2020 varðandi umsögn um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október n.k á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15.10.2020 varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október n.k á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags 15.10.2020 varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 22.10.2020 varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. október á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit Sambands sveitarfélaga þar sem fram kemur að 57 einstaklingar voru skráðir atvinnulausir í Fjallabyggð í september. Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 14. og 15. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 30. september sl. og 14. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23. október 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    26. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 15. október sl.
    116. fundur Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 20. október sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 672. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum