Starfsemi Neon

Málsnúmer 2005012

Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 1. fundur - 08.05.2020

Vinnuhópur óskar eftir eftirfarandi upplýsingum frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

-Yfirlit yfir starfsemi Neon
-Upplýsingum um þátttöku nemenda
-Að gerð verði ný könnun þar sem nemendur eru spurðir varðandi þeirra óskir um framtíðarhúsnæði og starfsemi félagsmiðstöðvar.

Að þessar upplýsingar verði berist innan tveggja vikna.

Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 2. fundur - 10.06.2020

Lagðar fram niðurstöður könnunar 7. til 10. bekkjar, umræður um niðurstöður.

Næsti fundur verður þriðjudaginn 16.06.2020 kl. 16:15.

Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 3. fundur - 16.06.2020

Í framhaldi fyrsta fundar nefndarinnar var lögð könnun fyrir unglinga í 7. til 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Við val á úrtaki könnunar var horft til þess að umræddur hópur mun nýta aðstöðu og njóta starfs félagsmiðstöðvarinnar á komandi vetri. Svörun í könnuninni var góð, alls svöruðu 48 unglingar af 55. Í aldurshópnum eru 27 búsettir í Ólafsfirði en 28 á Siglufirði.
Meginniðurstaða könnunarinnar er að mikill meirihluti unglinga sem úrtakið tók til vilja að framtíðar félagsmiðstöð verði staðsett á Siglufirði eða 36 af 48 svarendum, 4 vilja hafa félagsmiðstöðina í Ólafsfirði og 8 taka ekki afstöðu.
Í könnuninni var einnig óskað álits/rökstuðning unglinganna, í svörum voru tveir þættir mjög áberandi. Annarsvegar var bent á að sjoppa væri opin lengur á Siglufirði en í Ólafsfirði, hins vegar var á það bent að unglingar búsettir á Siglufirði þyrftu að sækja skóla með rútu því væri eðlilegt og sanngjarnt að unglingar í Ólafsfirði þyrftu að koma yfir til Siglufjarðar að afloknum skóladegi. Aðspurðir um óskahúsnæði og aðstöðu félagsmiðstöðvar nefndu unglingarnir helst að horfa þurfi til þess að húsnæðið sé rúmgott með sal og minni rýmum fyrir fjölbreytt starf.

Vinnuhópur vísar niðurstöðum könnunarinnar til umsagnar hjá Fræðslu- og frístundanefnd, Ungmennaráði, Foreldrafélagi Grunnskóla Fjallabyggðar og skólaráði.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17.08.2020

Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal unglinga í Grunnskóla Fjallabyggðar sl. vor um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon lagðar fram til kynningar. Könnunin var framkvæmd miðvikudaginn 27. maí í grunnskólahúsinu í Ólafsfirði. Lagðar voru fyrir 3 spurningar. Meginniðurstaða könnunarinnar er að mikill meirihluti unglinga sem könnunin náði til vill að framtíðar félagsmiðstöð verði staðsett á Siglufirði eða 36 af 48 svarendum, 4 vilja hafa félagsmiðstöðina í Ólafsfirði og 8 taka ekki afstöðu.
Fræðslu- og frístundanefnd hvetur Vinnuhóp um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon til að vinna málið áfram í anda niðurstaðna könnunarinnar. Nauðsynlegt er að finna félagsmiðstöðinni framtíðarhúsnæði þannig að starfið búi við góðar aðstæður og efla megi faglegt starf hennar.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 26. fundur - 15.10.2020

Á 3. fundi Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon þann 16.6. 2020 vísaði vinnuhópurinn niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal unglinga í 7.-9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar í maí sl. til umsagnar hjá Ungmennaráði Fjallabyggðar. Meginniðurstaða könnunarinnar er að mikill meirihluti unglinga sem könnunin tók til vilja að framtíðar félagsmiðstöð verði staðsett á Siglufirði eða 36 af 48 svarendum, 4 vilja hafa félagsmiðstöðina í Ólafsfirði og 8 taka ekki afstöðu. Ungmennaráð tekur undir niðurstöður könnunarinnar og mælir með því að farið verði eftir þeim og óskum unglingana. Mjög brýnt er að þeirri vinnu verði hraðað og framtíðarhúsnæði fáist sem fyrst.

Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 4. fundur - 05.11.2020

Á 3. fundi vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir Félagsmiðstöðina Neon þann 16. júní 2020 vísaði vinnuhópurinn niðurstöðum könnunar um afstöðu nemenda til staðsetningar félagsmiðstöðvarinnar Neon til umsagnar hjá Fræðslu- og frístundanefnd, Ungmennaráði, Foreldrafélagi Grunnskóla Fjallabyggðar og skólaráði. Umsagnir hafa borist frá öllum nefndum nema skólaráði sem ekki hefur fundað.

Í innsendum umsögnum er tekið undir þau sjónarmið nemenda sem fram koma í könnunni.

Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neon beinir því til bæjarstjórnar að nú þegar verði hafin leit að hentugu húsnæði á Siglufirði.




Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12.11.2020

Lögð fram bókun 4. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON þar sem því er beint til bæjarstjórnar að nú þegar verði hafin leit að hentugu húsnæði undir NEON á Siglufirði. Einnig lagðar fram umsagnir og vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 28.10.2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa bókun vinnuhópsins til bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 193. fundur - 18.11.2020

Til máls tóku Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun :

Bæjarstjórn þakkar Vinnuhópi um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON fyrir vel unnin störf og felur bæjarstjóra að auglýsa eftir hentugu húsnæði á Siglufirði í samræmi við þarfalýsingu deildarstjóra fræðslu og frístundarmála.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.