Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16. nóvember 2020

Málsnúmer 2011006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 193. fundur - 18.11.2020

 • .1 2007004 Fjárhagsáætlun 2021 - Tillaga að fjárhagsáætlun
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16. nóvember 2020 Fræðslu- og frístundanefnd fór ýtarlega yfir drög að fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokka fræðslu- og frístundastarfs. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að gjald fyrir skólamáltíðir í leik- og grunnskóla haldist óbreytt á milli ára 2020 og 2021. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð og umsýsla rekstrarsamninga um rekstur íþróttamannvirkja Fjallabyggðar verði færð yfir í skipulags- og umhverfisnefnd sem fer með málefni eignarsjóðs. Þá telur fræðslu- og frístundanefnd að málefnum Vinnuskólans sé betur komið fyrir í umsjá skipulags- og umhverfisnefndar vegna samlegðaráhrifa við starf þjónustumiðstöðvar. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Elías Pétursson.

  Afgreiðsla 91. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • .2 1907040 Sérfræðiaðstoð Tröppu. Stöðuskýrslur.
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16. nóvember 2020 Stöðuskýrsla um þróunarverkefnið, Framúrskarandi skóli, í Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • .3 1611062 Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16. nóvember 2020 Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að frístundastyrkir til barna á aldrinum 4.-18. ára verði kr. 37.500 á árinu 2021 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • .4 2011022 Gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar - þróunarverkefni
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16. nóvember 2020 Fræðslu- og frístundanefnd leggur áherslu á að gengið verði til samninga við Ásgarð ehf. (áður Tröppu) um ráðgjöf vegna þróunarstarfs í Leikskóla Fjallabyggðar frá hausti 2021. Þróunarverkefnið ber nafnið Gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar. Megininntak verkefnisins er að með innra mati í leikskólanum verði kerfisbundnar umbætur leiddar áfram. Trappa ehf. hefur stýrt þróunarverkefni í Grunnskóla Fjallabyggðar undanfarin tvö skólaár og hefur náðst góður árangur af verkefninu. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að sett verði fjármagn á fjárhagsáætlun 2021 til að hefja þróunarverkefnið. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 91. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum