Hafnarstjórn Fjallabyggðar

116. fundur 20. október 2020 kl. 16:30 - 17:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Tímabundin ráðning yfirhafnarvarðar

Málsnúmer 2008047Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Thelma Kristín Kvaran mannauðsráðgjafi.
Thelma fór yfir ráðningarferlið og niðurstöðu yfirferðar á umsóknum. Hafnarstjóri lagði fram tillögu að ráðningu og var hún samþykkt samhljóða.

2.Aflatölur 2020

Málsnúmer 2004048Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur til og með 20. október með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 16.699 tonnum í 1.690 löndunun en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 20.852 tonnum í 1.651 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 490 tonnum í 281 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 354 tonnum í 343 löndunum.

3.Umsókn um byggingaleyfi fyrir mastri og rafstöðvarhúsi í Ólafsfirði

Málsnúmer 2005062Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn leggur til að mastrið verði staðsett austan við hafnarskúr í vesturhöfn og vísar umsókn um byggingarleyfi til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

4.Fundargerðir Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 2003065Vakta málsnúmer

Fundargerd 426. fundar Hafnasambands Íslands

Fundi slitið - kl. 17:05.