Bæjarráð Fjallabyggðar

901. fundur 10. desember 2025 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2512010Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2506037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra að tilfærslum innan fjárfestingaáætlunar fyrir árið 2025 sem hefur í för með sér lækkun á fjárfestingum á árinu og hækkun á handbæru fé um ríflega 1,5 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A og B hluta breytist ekki frá fyrri viðauka.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun sem felur í sér lækkun á fjárfestingum á árinu 2025 og hækkun á handbæru fé.

3.Samstarfssamningur vegna reksturs og framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli 2025-2028

Málsnúmer 2407038Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samkomulagi við Golfklúbb Fjallabyggðar (GFB) um ráðstöfun fjármuna sem áður var búið að samþykkja í uppbyggingu bílastæðis og golfskála í Skeggjabrekkudal á árinu 2025.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Golfklúbb Fjallabyggðar um ráðstöfun fjármuna sem búið var að samþykkja í fjárhagsáætlun 2025 og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.

4.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis 2025-2029

Málsnúmer 2502015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfærsla á áður samþykktum samstarfssamningi Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis fyrir árin 2025-2029 en uppfæra þarf samninginn m.a. vegna skipulagsbreytinga í Hólsdal í tengslum við veglagningu að fyrirhuguðum Fljótagöngum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi uppfærslu á samstarfssamningi Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Glæsis og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.

5.Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2511003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal vegna möguleika á rekstrarfyrirkomulagi upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar næsta sumar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum rekstraraðilum að upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar fyrir sumarið 2026 en áskilur sér jafnframt rétt til þess að hafna öllum umsóknum rúmist þær ekki innan samþykktrar fjárhagsáætlunar fyrir árið. Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum.

6.Framlög til stjórnmálasamtaka 2025

Málsnúmer 2512003Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra yfir greiðslur og skiptingu framlags til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2025 í samræmi við ákvæði 5.gr. laga nr. 162/2006. Samtals er lagt til kr. 490.684 framlag sem skiptist á milli stjórnmálasamtaka í Fjallabyggð í samræmi við atkvæðafjölda í síðustu sveitarstjórnarkosningum eins og lög gera ráð fyrir. Gert er ráð fyrir greiðslunni í fjárhagsáætlun líðandi árs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu sem byggir á ákvæðum laga um styrki til stjórnmálaflokka.

7.Styrkumsóknir 2026 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka.

Málsnúmer 2508052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á mótteknum umsóknum félaga og félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts árið 2026 í samræmi við reglur sem um slíka styrki gildir.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi yfirlit og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.

8.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá lögmannsstofunni Megin um gögn vegna málsnúmers 2408040, Fráveitukerfi á Siglufirði, og tengist tjóni er varð vegna hamfaraúrkomu í ágúst 2024.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að verða við beiðni lögmannsstofunnar og afhenda umrædd gögn sem áður hafa verið til umræðu í bæjarráði.

9.Niðurstaða stýrihóps um eignarhlut sveitarfélaga í hjúkrunarheimilum.

Málsnúmer 2511051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða stýrihóps um eignarhlut sveitarfélaga í hjúkrunarheimilinum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl frá tveimur fundum skipulags- og framkvæmdasviðs.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Hornbrekka - samningur við SÍ

Málsnúmer 2204077Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ákvörðun heilbrigðisráðherra um að fela Heilbrigðisstofnun Norðurlands að taka við rekstri 22 hjúkrunarrýma á Hornbrekku. Fram kemur að lögð sé áhersla á að tryggja að við ferlið verði ekki rof í þjónustu eða öryggi starfsmanna og íbúa verði ekki raskað.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjóri greindi frá fundi sem framkvæmdastjórn HSN og fulltrúar Fjallabyggðar áttu með starfsfólki Hornbrekku þann 8.desember þar sem greint var frá fyrirhugaðri yfirfærslu reksturs til ríkisins. Áætlað er að yfirfærslan eigi sér stað í síðasta lagi 1.apríl 2026.

12.Launayfirlit tímabils - 2025

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar fyrir tímabilið janúar - nóvember 2025. Áfallinn launakostnaður er 99,3% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Staða starfseminnar á Kristnesspítala og aðgengi að endurhæfingarþjónustu

Málsnúmer 2511037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afrit af erindi frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar til Heilbrigðisráðuneytis dagsett 20.nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð Fjallabyggðar tekur undir þær áhyggjur er fram koma í erindi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar til Heilbrigðisráðuneytis og telur rétt að benda á að á Kristnesi er unnið mikilvægt starf sem ekki er í boði annars staðar í landshlutanum.

14.Jarðgöng á Tröllaskaga

Málsnúmer 2506029Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2026-2030 þar sem gert er ráð fyrir að framkvæmdir vegna Fljótaganga geti hafist á árinu 2026. Innviðaráðherra kynnti áætlunina á fundi þann 3.desember 2025.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð Fjallabyggðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árið 2026-2040 ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2026-2030 og telur afar mikilvægt að nú sé komin fram áætlun um jarðgangaframkvæmdir næstu ára auk fjármögnunar á þeim mikilvægu verkefnum sem þar eru.

15.Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð starfshóps um skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar frá 12. nóvember s.l.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

16.Boð um þátttöku í samráði Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 562025

Málsnúmer 2512012Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs „Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025“. Umsagnarfrestur er til og með 16. desember n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.