Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 30.10.2024

Til umræðu voru leikskólamál og þær leiðir sem mörg sveitarfélög eru að fara með breytingu á starfsaðstæðum og skipulagi í leikskólum svo sem með gjaldfrjálsum 6 tíma leikskóla og skráningardögum. Einnig voru húsnæðismál og starfsaðstæður til umræðu.
Vísað til bæjarráðs
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur sem hafi það að markmiði að skoða kosti og galla breytinga á starfaðstæðum í Leikskóla Fjallabyggðar. Horft verði til þess að mögulegar breytingar taki gildi frá og með næsta skólaári.

Rætt um húsnæðismál Leikhóla Ólafsfirði. Fjöldi barna á deildum er kominn að þolmörkum. Nauðsynlegt er að ráðast í aðgerðir til lausna. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir hugmyndum frá starfsfólki Leikhóla.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 08.11.2024

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur sem hafi það að markmiði að skoða kosti og galla breytinga á starfsaðstæðum í Leikskóla.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drög að erindisbréfi vinnuhóps um gjaldfrjálsan leikskóla. Hópinn munu skipa:
Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar,
Björk Óladóttir deildarstjóri í stjórnendateymi Leikskóla Fjallabyggðar, fulltrúi/fulltrúar skipaðir af fræðslu- og frístundanefnd, Sigríður Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar og
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 11.12.2024

Fræðslu- og frístundanefnd tilnefnir fulltrúa sinn í vinnuhóp um bættar starfsaðstæður og gjaldfrjálsan leikskóla.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd tilnefnir Katrínu Freysdóttur sem fulltrúa nefndarinnar í vinnuhóp um bættar starfsaðstæður og gjaldfrjálsan leikskóla. Vinnuhópurinn mun taka til starfa á nýju ári. Katrín mun halda nefndinni upplýstri um vinnuna.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 149. fundur - 17.02.2025

Farið yfir vinnu Vinnuhóps um betri starfsaðstæður leikskóla.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastýra Leikskóla Fjallabyggðar, Halldóra H. Hafdísardóttir fulltrúi starfsmanna og Sæunn Gísladóttir fulltrúi foreldra.
Fulltrúi fræðslunefndar í vinnuhópi um Betri starfsaðstæður í Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín María skólastjóri leikskólans fóru yfir vinnu hópsins með fundarmönnum. Góður gangur er í vinnunni.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 17.03.2025

Farið yfir stöðu vinnuhópsins.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Vinnuhópi um betri leikskóla fyrir vel unnin störf til þessa. Farið var yfir stöðu vinnunnar á þessum tímapunkti.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 07.04.2025

Vinnuhópur um betri leikskóla fer yfir hugmyndir hópsins að breytingum til bættra starfsaðstæðna fyrir nemendur og starfsfólk í Leikskóla Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Björk Óladóttir deildarstjóri, Sæunn Gísladóttir fulltrúi foreldra og Sigurbjörg Steinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans. Þá sat Sigríður Guðrún Hauksdóttir, fulltrúi bæjarstjórnar í Vinnuhópi um betri leikskóla, undir þessum dagskrárlið.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar vinnuhópnum fyrir kynninguna. Teknar voru niður athugasemdir og spurningar varðandi hugmyndir hópsins sem unnið verður úr í framhaldinu. Á miðvikudaginn verður haldin kynning fyrir íbúa Fjallabyggðar og foreldrar leikskólabarna sérstaklega hvattir til að mæta. Vinnuhópur stefnir að skilum á lokaskýrslu fyrir 1. maí nk.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 875. fundur - 16.05.2025

Fyrir liggur lokaskýrsla vinnuhóps um betri leikskóla sem skipaður var skólastjóra leikskóla Fjallabyggðar, Kristínu M.H.Karlsdóttur, deildarstjóra í stjórnendateymi leikskóla Fjallabyggðar, Björk Óladóttur, fulltrúa fræðslu- og frístundanefndar, Katrínu Freysdóttur, fulltrúa bæjarstjórnar, S.Guðrúnu Hauksdóttur og deildarstjóra fræðslu-, frístunda - og menningarmála Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur.
Í lokaskýrslunni koma fram tillögur hópsins varðandi skóladagatal, mannauð, gjaldskrá og fleira.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu og vísar skýrslu hópsins til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.