Jarðgöng á Tröllaskaga

Málsnúmer 2506029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 880. fundur - 20.06.2025

Fyrir liggur erindi frá Elís Hólm Þórðarsyni, íbúa í Ólafsfirði, þar sem komið er á framfæri ábendingum varðandi forgangsröðun jarðgangagerðar á Tröllaskaga auk fyrirspurnar um þá forgangsröðun.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð bendir á ályktun sem samþykkt var í bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 9.nóvember 2022. Rannsóknarvinna og skipulagsvinna vegna Fljótaganga er komin vel á veg en nauðsynlegt er að tryggja jafnframt nú þegar fjármagn í frekari rannsóknir og hönnunarvinnu við jarðgöng á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur.