Viðauki við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2506037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 881. fundur - 26.06.2025

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2025. Í viðaukanum er gert ráð fyrir tilfærslum og leiðréttingum að upphæð kr. 44.378.938 og auknum framkvæmdum og færslu á framkvæmdum sem samþykktar voru árið 2024 að upphæð kr. 92.465.949. Mismunur er því kr. 48.087.011 og er fjárfestingarammi Eignasjóðs aukinn sem því nemur.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 1/2025 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð kr. 48.087.011 vegna fjárfestinga og framkvæmda. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 886. fundur - 14.08.2025

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025. Í viðaukanum er gert ráð fyrir tilfærslum og hækkunum á fjárfestingum að upphæð kr. 17.000.000
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 2/2025 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð kr. 17.000.000 vegna fjárfestinga og framkvæmda. Hækkuninni verður mætt með tilfærslum í fjárfestingaáætlun og lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 890. fundur - 18.09.2025

Í samstarfssamningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur og uppbyggingu skíðasvæðis í Tindaöxl sem samþykktur var í desember 2024 er gert ráð fyrir framkvæmdafé vegna Bárubrautar að upphæð 5 milljónir fyrir árið 2025.

Við gerð fjárhagsáætlunar 2025 var ekki gert ráð fyrir þessu framkvæmdafé.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útfærður viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2025. Í viðaukanum er fjárfestingarammi Eignasjóðs aukinn um 5 milljónir vegna framkvæmda við skíðasvæðið í Ólafsfirði. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3 sem er til kominn vegna samnings sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.