Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2511003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 897. fundur - 06.11.2025

Fyrir liggur erindi frá Sóta Summits þar sem kynnt er hugmynd að útfærslu upplýsingamiðstöðvar sem yrði hjarta upplýsinga og kynningastarfs fyrir Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá Sóta Summits um hugmyndina og skila inn greinargerð á næsta fundi bæjarráðs.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 13.11.2025

Fyrir liggur erindi frá Sóta Summits þar sem kynntar eru rekstrarhugmyndir að Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar en erindið er til umfjöllunar í bæjarráði Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd telur mikilvægt að skoða alla möguleika á rekstrarfyrirkomulagi Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar og leggur til að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til þess að sinna rekstrinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 901. fundur - 10.12.2025

Fyrir liggur vinnuskjal vegna möguleika á rekstrarfyrirkomulagi upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar næsta sumar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum rekstraraðilum að upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar fyrir sumarið 2026 en áskilur sér jafnframt rétt til þess að hafna öllum umsóknum rúmist þær ekki innan samþykktrar fjárhagsáætlunar fyrir árið. Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum.