Framlög til stjórnmálasamtaka 2025

Málsnúmer 2512003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 901. fundur - 10.12.2025

Lögð fram tillaga bæjarstjóra yfir greiðslur og skiptingu framlags til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2025 í samræmi við ákvæði 5.gr. laga nr. 162/2006. Samtals er lagt til kr. 490.684 framlag sem skiptist á milli stjórnmálasamtaka í Fjallabyggð í samræmi við atkvæðafjölda í síðustu sveitarstjórnarkosningum eins og lög gera ráð fyrir. Gert er ráð fyrir greiðslunni í fjárhagsáætlun líðandi árs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu sem byggir á ákvæðum laga um styrki til stjórnmálaflokka.